Virkar lýðræðið í reynd

Í tilefni að því að „74,9% svarenda eru ekki mjög eða alls ekki ánægðir með hvernig lýðræðið virkar á Íslandi“ skv. tengdri frétt langar mig til að birta ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum sem ég rakst á hjá Sigurlaugu Ragnarsóttur. Þetta er magnað ljóð sem mér finnst vel við!

Ekki síst í ljósi þess að þrátt fyrir þessa háu prósentu þeirra sem eru í raun óánægðir með það hvernig lýðræðið virkar þá er ljóst að meiri hluti þjóðarinnar ætlar að kjósa það sama aftur. Ótrúlega margir tala reyndar um að skila auðu en í reynd kemur það á sama stað niður! Það eina jákvæða við það sem skoðanakannanir benda til er að Vinstri grænir auka verulega við sig fylgi. Það er ekki síst jákvætt vegna þess að lengi vel var því haldið fram að framboð Borgarahreyfingarinnar myndi „stela“ þeirra atkvæðum.

Hins vegar get ég ekki sætt mig við þann málflutning Vinstri grænna að eini valkosturinn í stöðunni sé að borga skuldirnar sem óráðsíumennirnir létu falla á þjóðina og lengja í skuldum heimilanna í stað þess að leiðrétta þær. Verði það þá verður tómt mál að tala um lýðræði hér á landi. Til að tryggja áframhaldandi lýðræði en ekki síður það að það verði unnið markvisst að viðreisn þess og grundvelli þá er aðeins einn augljós kostur í stöðunni! 

XO

Landráð

Þú ert ekki Íslendingur!
æpa þeir að mér,
ef ég sára saklaust vitni
sannleikanum ber.

Ekki mega iljar mínar
íslenskt snerta grjót,
ef ég blekktum bróður mínum
bendi á svikin ljót.

Ekki má mitt auga skoða
íslenskt blóm í hlíð,
ef ég harma örbrigð vora,
ómenningu og stríð.

Ekki má mitt eyra hlusta
á íslenskt lindarhjal,
ef ég þrái að þekkja og boða
það, sem koma skal.

„Báran kveður eins og áður
út við fjörusand -
en ég á orðið einhvernveginn
ekkert föðurland.“


Úr ljóðabókinni Eilífðar smáblóm frá 1940 eftir Jóhannes úr Kötlum

XO


mbl.is Fylgið við VG eykst enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Málflutningur allra fer inn um annað og út um hitt! það er búið að eyðileggja traust mitt á Íslenskum stjórnvöldum og það þarf meira en fögur loforð til að blíðka mig.

Það er ekki búið að moka út skítnum og þó ég viti e.t.v. ekki margt þá veit ég svo mikið að það þýðir ekki að byggja ofan á drulluna

Aðalheiður Ámundadóttir, 20.4.2009 kl. 22:04

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Finnst þér kvæðið ekki eiga vel við um þá sem vilja einmitt vekja athygli á þessu!

Mér finnst alveg ótrúlegt að horfa upp á og hlusta á að það er fjöldinn allur búinn að missa trúna í íslenskum stjórnvöldum en þeir eru samt ekki tilbúnir til að kjósa þá sem vildu ekki láta staðar numið þegar mótmælin lognuðust út af heldur ætla sér með háværustu stefnumál mótmælanna inn á þing. Spurning hvort það verði hægt að hundsa þau þar eins og þegar þau hljómuðu á mótmælum og borgarafundum liðinn vetur.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.4.2009 kl. 22:12

3 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Ég bara skil þetta ekki Rakel... Ég er bara algerlega gáttuð á trúmennsku fólksins við svikara sína! Hvað er þetta eiginlega?

En já Jóhannes klikkar ekki. Það eru líka til mörg svona eftir Einar Ben. 

Aðalheiður Ámundadóttir, 20.4.2009 kl. 22:17

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Ó Rakel,

Enn á ný eiga ljóð Jóhannesar í Kötlum, svo vel við. 

Sjálfri er mér sama hvaðan gott kemur, ef það er gott.

Get ekki beðið þar til holgómri  kosningabaráttu er lokið, og fólk getur

farið að tala samkvæmt innri sannfæringu og "put the action where the mouth is".

Er nokkuð sannfærð um að Aðalheiður endurspegli huga mjög mjög margra.

Sendi þér og félögum þínum baráttukveðjur og vona að þið fáið málpípu(r)

á þing.  

Jenný Stefanía Jensdóttir, 20.4.2009 kl. 22:23

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ef ég skildi það fullkomlega myndi ég glöð útskýra það fyrst fyrir sjálfri mér! En ég held að skýringarnar séu svo margar og um leið margslungnar þannig að það væri alltof langt mál að telja þær upp hér. Hluti af skýringunni tel ég þó vera þá sömu og þegar gamla fólkið skiptir ekki um heimilislækni þó hann geri ekkert sem kemur heilsu þeirra að gagni

Sammála þér með matið á baráttuljóðum Jóhannesar og Einars

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.4.2009 kl. 22:27

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk, Jenný Stefanía fyrir þínar góðu kveðjur. Frasinn er líka góður! Það verður svo sannarlega spennandi að sjá hvað verður eftir kosningar alveg sama hvernig þær fara... og þó

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.4.2009 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband