Má ég kynna...
14.4.2009 | 14:14
Ég hef komist að því að það eru alls ekki allir sem vita af hinu nýja framboði Borgarahreyfingunni sem býður fram til þings í næstu kosningum. Borgarahreyfingin er stjórnmálahreyfing sem varð til við samruna Samstöðu hópsins og hópa sem starfa að lýðræðismálum. Mér þykir sérstök ástæða til að vekja athygli á Lýðveldisbyltingunni í því sambandi.
Efnahagshrunið síðastliðið haust og vanhæfni stjórnvalda til að taka á því varð til þess að þessir hópar urðu til en sameiginlegt markmið þeirra var að: Vilja koma á breytingum. Vilja hreinsa út spillingu. Vilja koma á virkara lýðræði og skírri þrískiptingu valdsins. Og vilja persónukjör en ekki bara flokkskjör.
Borgarahreyfingin hefur öll þessi málefni á stefnuskrá sinni en fyrsta atriði hennar er neyðarráðstöfun í þágu heimila og fyrirtækja. (Sjá nánar innihald stefnuskrárinnar hér)
Nú hefur tekist að setja saman lista í öllum kjördæmum landsins og hafa fimm efstu menn á listum allra kjördæma þegar verið kynntir í fjölmiðlum. (Sjá t.d. hér) Friðrik Þór Guðmundsson kynnti þá enn frekar þar sem hann birti ekki aðeins lista yfir fimm efstu menn heldur hafði fyrir því að hafa upp á bloggum þeirra sem þar sitja og setja krækjur inn á þau undir nöfnum þeirra. (Sjá hér)
Þar sem ég bý í Norðausturkjördæmi langar mig sérstaklega til að vekja athygli á framboðslista hreyfingarinnar í mínu heimakjördæmi. Yfirlit með nöfnum allra frambjóðenda í kjördæminu er að finna hér. Það er rétt að taka það fram að nöfnin sem eru appelsínugul leiða inn á nánari lýsingu með mynd af frambjóðendum eins og þessa hér sem er kynning á efsta manni á lista hreyfingarinnar í þessu kjördæmi:
Herbert Sveinbjörnsson
Annað: Herbert Sveinbjörnsson er með, að því er virðist, óseðjandi réttlætiskennd þegar kemur að samfélagsmálum. Hefur hann því tekið þátt í ýmsu grasrótarstarfi bæði hérlendis og í Danmörku. Þar má nefna skipulagningu borgarafunda og er einn af stofnmeðlimum Lýðveldisbyltingarinnar.
Er sjálflærður kvikmyndagerðarmaður sem starfar um þessar mundir sem klippari og auglýsingargerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu. Herbert hefur unnið að gerð tveggja heimildarmynda, Tímamót (2007) og Skemmtilegir leikir (2002). Einnig hefur hann starfað á auglýsingarstofu og sjónvarpsstöðinni Kanal Esbjerg í Danmörku.
Ættaður úr Saurbæ í Eyjafirði en fæddur og uppalinn að mestu á Akureyri.
Herbert er í sambúð með Huldu Guðmundsdóttur og saman eiga þau stúlkurnar: Steinunni Margréti og Ingibjörgu Ellý Herbertsdætur.
Sjö skiluðu inn framboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fylgist fólk ekkert með?
Hólmdís Hjartardóttir, 14.4.2009 kl. 14:25
"Maður spyr sig" ....af hverju fólk fylgist ekki með
Hin frábæra ræða Herbert á borgarafundinum í Háskólabíó er hér.Sigrún Jónsdóttir, 14.4.2009 kl. 14:49
Tja, maður spyr sig en ég held að það sé einmitt tilfellið að sumir fylgjast nákvæmlega ekkert með! Hafa jafnvel ákveðið að loka á allar fréttir af því þeir segjast vera komnir með alveg upp í háls af öllu saman...
Takk fyrir að vekja athygli á ræðunni hans Herberts, Sigrún Hún er einmitt alveg frábær! Sennilega besta kynningin á því fyrir hvað hann stendur.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.4.2009 kl. 14:53
Það má finna ræðuna á YouTube og á heimasíðu Borgarafundanna:
www.borgarafundur.org
AK-72, 14.4.2009 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.