Lífsspursmál!!

MúturÁ undanförnum árum hafa menn setið á þingi sem hafa verið tilbúnir til að gera vafasama saminga fyrir erlend stórfyrirtæki á kostnað þjóðarinnar. Þeir hafa skrifað undir samninga þar sem þeir hafa m.a. samþykkt það að þjóðin borgi raforkunnotkun þessara fyrirtækja. Þeir sem hafa skrifað undir slíka samninga hafa á móti fengið ýmis konar fyrirgreiðslur sem á góðri íslensku heitir ekkert annað en mútur!

Viljum við greiða slíkum einstaklingum atkvæði okkar til að þeir geti þannig hlaðið undir sinn eigin rass á kostnað þjóðarinnar?! Ég segi nei!!! Við höfum ekkert með slíka að gera inn á okkar þjóðþingi. Við þurfum þangað hugsjónafólk sem ver hagsmuni lands og þjóðar umfram allt! Nú höfum við tækifæri til að kjósa slíkt fólk.

Fólk sem stóð upp síðastliðið haust og mótmælti því sem hefur viðgengist í stjórnsýslunni fram að þessu. Fólk sem af eldmóði flutti ræður á mótmæla- og borgarafundum. Fólk sem kallaði eftir réttlæti. Fólk sem barði potta og pönnur til að hrópa niður sofandi og spillt stjórnvöld. Fólk sem hefur sýnt óeigingirni, vitsmuni og styrk í baráttu sinni fyrir lýðræðisumbótum.

Nú er tækifærið til að kjósa þetta fólk á þing og vísa eiginhagsmunaseggjunum, græðgisseggjunum og landráðamönnunum þaðan út enda hafa þeir sýnt það og sannað að þeir eiga ekkert erindi við hagsmuni þjóðarinnar. Bregðumst ekki skyldu okkar við okkur sjálf, börnin okkar, landið okkar og framtíðina. Kjósum rétt! Kjósum réttlæti, lýðræði, skynsemi og óeigingirni í komandi kosningum!


mbl.is Dagskrártillaga felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt, kjósum EKKI Sjálfstæðisflokkinn sem kom okkur á hausinn.

Stefán (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 13:39

2 identicon

umræður umstjórnarskrárbreytingar 2007:

Ögmundur Jónasson: „Stjórnarskránni á ekki að breyta í þeim tilgangi að afla kjörfylgis í aðdraganda kosninga. [...] Það er grundvallaratriði að um stjórnskipan þjóðarinnar ríki stöðugleiki, sátt og festa.“

 Hver er hræsnari núna?

Daði Ólafsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 14:27

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Stefán og Sigurður: Þið hafið nefnt báða flokkanna sem ég vil að þjóðin gefi frí. Þó ég hafi hingað til verið hallari undir það sem Samfylkingin hefur gefið sig út fyrir að standa fyrir þá er ég líka á því að hún taki sér orlof. Þessa ályktun byggi ég á langri stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins sem hefur hannað það umhverfi með hjálp Framsóknar sem við tökum út fyrir núna.

Ráðherrar Samfylkingarinnar í síðustu ríkisstjórn brugðust síðan þjóðinni með því að ganga inn í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í kjölfar síðustu kosninga og vinna með honum að því að þegja yfir því að við stefndum að þeim feigðarósi sem við erum stödd í núna.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.4.2009 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband