Finnst engum þetta tortryggilegt!

Ég fékk eftirfarandi sent sem athugasemd við eina af færslunum mínum í gær. Mér finnst það sem þar kemur fram svo stórkostlega athyglisvert að ég bókstaflega verð að vekja frekari athygli á henni.

Það hefur komið mér á óvart að sjá á bloggsíðum í dag hversu margir virðast ekki hafa skilið hvað hefur verið í gangi hér síðustu ár. Hvaðan hélt fólk að peningarnir sem íslensku glæpamennirnir stærðu sig af hefðu komið?:

Af himnum ofan? Vaxið á trjánum?

Hvaðan hélt fólk að peningarnir vegna Kárahnjúkavirkjunar hefðu komið? Hvar hefur Landsvirkjun tekið lán undanfarin ár? Við hverja semur Landsvirkjun sem krefjast þess að orkuverðinu sé haldið leyndu fyrir eigendum orkunnar? Um hvað annað semur Landsvirkjun?

Af hverju hafa stjórnvöld ekki skilgreint hvað eru íslenskar auðlindir og komið þeim sem slíkum í stjórnarskránna sem ævarandi eign þjóðarinnar sem er bannað að taka veð í?

Hvað er utanríkisráðherrann að gera með stöðugu blaðri um stóriðju? Hverjir græða á stóriðju á Íslandi? Ekki Íslendingar! Hlustið á Perkins? Hvað var utanríkisráðherrann ítrekað að leggja leið sín til Austurlanda nær?

Öllum átti að vera það ljóst að peningar voru sendir hingað til lands í þeirri von að "eigendur" þeirra myndu síðar "eignast" eitthvað sem þá langaði í. Því miður þá voru það ekki íslensku glæpamennirnir sem útlendinga langaði að eignast (þeir mega fá þá alla og eilfífar þakkir mínar fyrir ef þeir halda þeim frá Íslandi um alla eilífð). Öllum mátti vera það ljóst að útlendar ríkisstjórnir og útlend stórfyrirtæki notuðu peninga til að búa svo um hnútana að síðar kæmist þau yfir auðlindir Íslands: vatnið, orkuna, fiskinn!

Það sem ég hef furðað mig á síðustu mánuði er hvað heimur sumra fjölmiðlamanna virðist vera lítill: Þeir sóa tíma lands og þjóðar í þjark um hvort skattar verði hækkaðir þegar þeir ættu að leggja sig fram um að halda uppi málefnalegri umræðu um hvort dagar íslenskar þjóðar séu brátt taldir, hvort íslensk menning á sér framtíð, hvort fullveldi Íslands sé á leiðinni á spjöld sögunnar. Skattprósenta skiptir ekki nokkru máli ef íslenskir glæpamenn og handónýtir stjórnmálamenn hafa búið svo um hnútana að Ísland er ekki lengur í höndum Íslendinga.

Nú þegar fólk hefur heyrt í þeim Hudson og Perkins þá er vonandi að það skynji núna og skilji hvaða hætta stafar að okkur vegna útlenda peningamanna: Í hvaða stórhættu íslenskir bankaglæpamenn komu okkur. Hvað var raunverulega að baki fréttatilkynningunum frá bönkunum sem fréttamenn lásu upp eins og um væri að ræða fréttir. Þeir virtust hafa óheftan aðgang að fréttastofum um hvað þeir væru stórkostlegir og frábærir; viðskiptavild, erlendir fjárfestar o.s.frv.

Enn er hægt að telja okkur trú um að þjóðin eigi landið sitt en á hún það? Eða hefur hún enn bara umráðaréttinn yfir því þar til ESB og AGS sækja veðin sín - veðin þeirra íslenskar auðlindir.

Það má ekki líða enn einn dagurinn að stjórnmálamenn sleppi við að svara í smáatriðum:

Hver er staðan?Hver er raunveruleg staða Íslands og Íslendinga?

Hvað á það að þýða að skipa samninganefnd vegna Icesave!? Steingrímur svari því undanbragðalaust!

Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde svari því undanbragðalaust hvernig stóð á því að þau gerðu Icesave að vanda íslensku þjóðarinnar.

Björgólfur Thor og faðir hans eiga sjálfir að semja við lánardrottna sína. Viðskiptavinir þeirra feðga eru ekki lánardrottnar mínir og þínir!

Skuldir einkafyrirtækja eru ekki skuldir íslensku þjóðarinnar og hafa aldrei verið.

Fréttamenn látið stjórnmálamenn segja þjóðinni sannleikann og engar refjar!

Fyrirgefðu, hörkuna í máli mínu - en það eru 20 dagar til kosninga og við erum ekki að fara að kjósa til fjögurra ára að þessu sinni heldur um framtíð okkar, framtíð landsins og í þetta sinn eru þetta ekki inntóm orð - heldur þá ískaldi veruleiki að alls er óvíst að Ísland sé íslenskt mikið lengur!

 

Mikið vildi ég að allir fréttamenn tækju tilmælin hér að ofan til sín og færu að vinna að því að stjórnmálamennirnir segðu okkur sannleikann! Öðru vísi gera fjölmiðlar sig seka um að vinna gegn almenningshagsmunum en ég trúi því ekki að hinn almenni fréttamaður vilji gera sig sekan um slíkt.

Ég vona líka að þjóðin taki sig saman og segi þeim stjórnmálamönnum sem hafa orðið berir að útúrsnúningum, málþófi á örlagastundum og beinum lygum á undanförnum mánuðum verði skilyrðislaust sagt upp í komandi kosningum. Það er þjóðinni lífsnauðsynlegt að það verði gerð ærleg hreingerning inni á þinginu og hvenær er betra tækifæri til þess en einmitt núna!


mbl.is Tenging við evru skapar erfiðleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Áhugaverð umræða.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 6.4.2009 kl. 13:07

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Það var full ástæða til að setja þennan pistil frá Helgu í sérfærslu. Ég er sammála hverju orði hjá henni.

Ævar Rafn Kjartansson, 6.4.2009 kl. 13:11

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er stórt þjóðréttarlegt úrlausnarmál, sem snýst í grunnin um að þegar öllu er á botninn hvolft er það undir íslensku þjóðinni komið hvernig við leysum það. Þar höfum við í megindráttum tvo valkosti um það hver á að taka ábyrgðina:

1. Að kyngja þessu eins og fyrrverandi ríkisstjórn ætlaði að láta okkur gera og sú núverandi virðist gera lítið til að afstýra, sem mun hafa í för með sér ígildi skuldafangelsis fyrir þjóðina ef við afsölum okkur ekki einhverjum (kannski öllum?) eignum okkar í hendur skuldunautanna, og þar með fullveldinu í reynd. Förum við þessa leið erum við samtímis að sýna fram á að við séum slíkir aumingjar að okkur sé hvort eð er ekki treystandi fyrir því að vera fullvalda þjóð og fáum sennilega skipaðan landstjóra með fasta viðveru áður en langt um líður.

2. Að draga til ábyrgðar þá sem stofnuðu öryggishagsmunum þjóðarinnar í þvílíkan voða að ég leyfi mér að halda því fram að kunni að varða við landráð. (Sjá X. kafla almennra hegningarlaga). Þegar löggildur dómstóll hefur svo komist að þeirri niðurstöðu að "skuldirnar" séu til komnar vegna glæpsamlegs framferðis og hinir seku látnir sæta ábyrgð, þá gildir um fjárhagslegu hliðina að "afrakstur glæps" er hægt að gera upptækan samkvæmt lagalegum venjum (rennur í ríkissjóð) og skuldir sem er til stofnað af glæpamönnum er ekki lagalega hægt að innheimta eftir að þeir hafa verið dæmdir. Með því móti falla skuldbindingarnar ekki á þjóðina, sem getur eftir sem áður leyst til sín allar þær eignir sem kunna að standa eftir og varða rannsókn málsins, rétt eins og í öðrum sakamálum.

Það er mikilvægt að farið verði vandlega ofan í kjölinn á þessu, og ekki gengist við neinum skuldbiningum fyrr en því verki er lokið. Einnig að tryggja vel öryggi og heilindi þeirra sem að rannsókninni starfa, því eins og Perkins benti á að þegar mönnum eins og honum hefur mistekist að "innheimta skuldirnar" þá eru "sjakalarnir" frá einhverri stofnuninni með þriggja stafa skammstöfun sendir á staðinn með nýbrugguð launráð, og ef allt þrýtur þá er herinn síðasta úrræði, a.m.k. ef þeir geta fundið pólitískan flöt á því að réttlæta það. Hér gildir að stíga varlega til jarðar og forðast afdráttarlausar yfirlýsingar áður en nokkuð er fast í hendi.

En að það skyldi þurfa þetta til að fólka fari að vakna, maður búinn að vera að predika um þetta í fleiri ár og alltaf stimplaður geðveikur. Svo kemur einhver og fær drottningarviðtal í Silfrinu og af því að hann kemur frá útlöndum þá er tekið mark á því sem hann hefur að segja. Alveg ótrúlegt hvað Íslendingar geta verið heimóttarlegir í alþjóðamálum... 

P.S. Ég veit t.d. ekki hversu mikið fólk hristir hausinn þegar ég hef reynt að útskýra fyrir því að innrásin í Írak og henging Saddams hafði voða lítið með hryðjuverk að gera og mjög mikið með það að gera hvort olíuauðlindir írösku þjóðarinnar yrðu seld fyrir U$D eða €UR. Eða Íran sem tók upp sína eigin olíuverslun þar sem dollarar eru ekki notaðir, en sæta nú útskúfun af hálfu vesturveldanna. Og hvað með Saudi-Araba sem er stærsti ríkisstyrkjandi hryðjuverka og fær samt alltaf frítt spil, enda eru þeir þægir og versla í dollurum og dansa í takt við Washington, eru t.d. í miklu samstarfi við Bush-feðga um fjárfestingar í Bandaríkjunum. Hveru dofið þarf fólk að vera til sjá ekki mynstrið sem er í gangi???

Guðmundur Ásgeirsson, 6.4.2009 kl. 15:59

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Guðmundur: Segir ekki einhvers staðar að það sé erfitt að vera spámaður í eigin landi. Það væri kannski nær að segja að það sé vanþakklátt. En ekki vera abbó Þú ættir frekar að gleðjast að þessu hafi verið komið á framfæri.

Ég hef mestar áhyggjur yfir þögn valdhafanna yfir því sem kom fram í viðtölunum við þessa menn. Það sem þeir sögðu er í rauninni þvílík stórfrétt að fjölmiðlar og þing ættu að loga í umfjöllun og umræðum um það sem þarna kom fram. En nei, það má heyra saumnál detta uppi á miðjum öræfum í þessari ærandi þögn!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.4.2009 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband