Hálfan hringinn á einni helgi!

BorgarahreyfinginMig langar til að vekja athygli á því að nokkrir frambjóðendur af lista Borgarahreyfingarinnar eru að leggja upp í ferðalag til  að kynna hreyfinguna. Þeir verða á ferðinni alla helgina og vilja örugglega sjá framan í sem flesta á meðan á henni stendur

Ferðalagið byrjar í Borgarnesi á morgun en þeir munu líka koma við á Hvamstanga og Akureyri. Ferðin endar svo á Sauðárkróki núna á sunnudagskvöldið. Íbúar þessara staða og nágrennis þeirra fá þarna einstakt tækifæri til að kynnast stefnumálum hreyfingarinnar svo og frambjóðendunum.

Á sunnudaginn, 29. mars, verður hópurinn staddur hér á Akureyri þar sem formaður hreyfingarinnar, Herbert Sveinbjörnsson og fleiri, verða með opinn kynningarfund í Deiglunni, Kaupvangsstræti 23, á milli 14 og 16. (Sjá nánar hér)


mbl.is Tekjuháir færa sig um set
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir kveðjurnar Tryggvi Ég ákvað að misnota aðstöðuna aðeins og nýta fréttina til að vekja athygli á þessu kynningarátaki Borgarahreyfingarinnar. Ég heyri marga stynja yfir því að þeir séu alveg ráðalausir gagnvart því hvað þeir eigi að kjósa...

Mér sýnist að það væri a.m.k. ráð fyrir þá að kynna sér málstað Borgarahreyfingarinnar áður en þeir fullyrða að það sé ekkert frambærilegt í boði...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.3.2009 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband