Þegar öllu er á botninn hvolft
21.3.2009 | 13:49
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki eini flokkurinn sem þarfnast alvarlegrar nafla- skoðunar. Þingfulltrúar hans eru heldur ekki þeir einu sem þurfa að horfast í augu við afleiðingar eigin gjörða og/eða aðgerðarleysis. Það er þó satt og rétt að enginn hinna flokkanna hefur setið við stjórnvölinn í jafnlangan tíma og þeir. Þeir hafa leitt stjórnarsamstarfið tvo síðastliðna áratugi og þar af leiðandi verið í lykilstöðu til að vinna sínum stefnumálum brautargengi og fylgja þeim eftir.
Að mínu viti þurfa þingfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í meðferð næsta kjörtímabil. Allir þeir sem hafa setið á þingi fyrir flokkinn undanfarið þurfa að læra að taka heilbrigða og heiðarlega ábyrgð á gjörðum sínum. Þeir þurfa í rauninni að læra svo margt. Þeir þurfa að læra hvað hugtök eins og jafnrétti og lýðræði merkja. Þeir þurfa að læra að setja sig í spor almennings og koma fram við kjósendur á tímabilunum sem líða á milli kosninga. Þeir þurfa að læra að hlusta og að orða kosningarloforðin sín með öðru en marklausum og innhaldslausum auglýsingastofuklisjum.
Myndlistarmaðurinn og bloggarinn Jónas Viðar Sveinsson birtir afstöðu sína gjarnan í formi skopteikninga eins og þessari hérna. Hún á vel við skrif mín í þessum pistli. Miðað við framgöngu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina skil ég ekki að nokkrum þeim sem hafa sanngirni, réttsýni og heiðarleika að leiðarljósi, svo ekki sé tekið dýpra í árinni, geti talið hag þjóðar sinnar best borgið með því að styðja þá til forystu. Sjálfstæðisflokkurinn eru hagsmunasamtök þeirra hópa sem telja eðlilegt að þeir njóti forréttinda í krafti ætternis, auðs og valda. Ég hef aldrei skilið hvernig er hægt að styðja slíkar hugmyndir.
Þær grafa ekki aðeins undan jafnrétti heldur lýðræðinu um leið. Ég held reyndar að það viti þetta allir innst inni þó þeir láti aðeins skína í það í orði en ekki á borði. Það er a.m.k. ljóst af því sem á undan er gengið að sumir hafa orðið jafnari en aðrir og frjálsari líka. Það er líka ljóst að klisjumeistarar Sjálfstæðisflokksins róa á mið hugmynda um öryggi, traust, jafnrétti o.fl. grunngilda sem þeir vita að kjósendum finnst skipta máli þó þeir vinni svo ekki að þessum þáttum nema fyrir örfáa útvalda.Slagorðin fyrir kosningar og í stjórnmálaumræðunni renna úr munni þeirra eins og á færibandi en þegar betur er að gáð reynast þau líka aðeins loftbólur í skrautumbúðum líkt eins og misvísandi auglýsingaslagorð sem eru eingöngu til þess ætluð að selja áhrifagjörnum neytendum vöruna sem er verið að auglýsa.
Það er þess vegna ekki að undra þegar einhverjir spyrja hvort frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins álíti kjósendur heimska? Það má nenfinlega segja að þeir byggi annars vegar á tryggum peningaatkvæðum en hins vegar á atkvæðum áhrifagjarnra neytenda sem falla iðulega fyrir áhrifamætti vel heppnuðustu auglýsingarinnar.
Þeir sem hafa lært eitthvað um auglýsingafræði og afþreyingarmarkaðinn vita að því miður þá tryggja auglýsingaskrifstofur viðskiptavinum sínum gjarnan árangur með því að höfða til þess sem er stundum kallað heimska neytenda. Afþreyingarmenningin hefur verið sökuð um það sama en þeir afsaka sig gjarnan með því að þetta sé það sem fólkið vill. Þar hefur grunngildum eins og gæðum, hollum boðskap, jákvæðum áhrifum og fleirum í þeim dúr algerlega verið ýtt til hliðar fyrir aðgegnilegt, auðvelt og átakalaust.
Ég ætla ekki að fara lengra út í þessi fræði að sinni en undirstrika að kveikjan að þessum skrifum er nýjasta klisjan úr klisjuverksmiðju Sjálfstæðisflokksins en hún hljómar þannig: Það var ekki fólkið sem brást heldur stefnan. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er það fólk sem mótar stefnur. Það er líka fólk sem heldur þeim á lífi.
Stefnan er þess vegna ekkert sjálfstætt fyrirbæri sem er hægt að segja að standi eftir þegar fólkið hefur tekið ábyrgðina á því hvernig hún var útfærð og/eða beitt. M.ö.o. þessi klisja er jafn marklaus eins sú um trausta efnahagsstjórn sem kjósendum hans var lofað við síðustu kosningar. Það kemur best fram í því að þeir ætla ekkert að skipta út neinu fólki þrátt fyrir yfirlýsingar um breiskleika þeirra sem keyrðu stefnuna í strand.
Að mínu viti þurfa þingfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í meðferð næsta kjörtímabil. Allir þeir sem hafa setið á þingi fyrir flokkinn undanfarið þurfa að læra að taka heilbrigða og heiðarlega ábyrgð á gjörðum sínum. Þeir þurfa í rauninni að læra svo margt. Þeir þurfa að læra hvað hugtök eins og jafnrétti og lýðræði merkja. Þeir þurfa að læra að setja sig í spor almennings og koma fram við kjósendur á tímabilunum sem líða á milli kosninga. Þeir þurfa að læra að hlusta og að orða kosningarloforðin sín með öðru en marklausum og innhaldslausum auglýsingastofuklisjum.
Ég þykist vita að í Sjálfstæðisflokknum eru einstaklingar sem trúa því í alvöru að hinn þröngi vegur markaðshyggjunnar sé breiðstræti sem býður upp á tækifæri fyrir alla en í 300.000 manna samfélagi eru fatlaðir, börn, unglingar, atvinnu- lausir, sjúkir, aldraðir o.s.frv. Eða m.ö.o. einstaklingar og hópar sem hafa litla sem enga möguleika í hreinu markaðssamfélagi
Í mínum augum er einstigi peningahyggj- unnar sérhannað fyrir karlmenn í jakka- fötum með skjalatösku. Í mínum augum hefur stefna Sjálfstæðisflokksins dæmst handónýt á síðastliðnum mánuðum. Full- trúar hans þurfa að horfast í augu við þetta og leggja af innihaldslaus og mark- laus auglýsingaslagorð.
Ef flokkurinn vill halda áfram sem stjórnmálaafl þá verða þeir að horfast í augu við það að tími hagsmunasamtaka græðgis- og sérsinnaðara auðjöfra er liðinn í íslenskri póltík. Þjóðin þarf óeigingjarna einstaklinga inn á þing sem setja hagsmuni hennar á oddinn en fórna þeim ekki fyrir fámenn hagsmunasamtök ætternis, auðmagns og valda.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.3.2009 kl. 00:06 | Facebook
Athugasemdir
Sæl Rakel
Þessi skammargein þín er síst verri en aðrar sem svífa um bloggið þessa dagana. Ég rak augun í upphafssetninguna þar sem þú segir Sjálfstæðisflokkinn ´"þarfnast alvarlegrar nafnaskoðunar." Þú ert sú fyrsta sem ég sé leggja það til að flokkurinn finni sér annað nafn. En kannski vantar bara eins og eitt ell.
Seinna í pistlinum segir þú "Slagorðin fyrir kosningar og í stjórnmálaumræðunni renna úr munni þeirra eins og nýbakaðar lummur ". Ég veit ekki með þig, en munnvatns-heitar lummur svona beint út úr öðru fólki geta varla þótt geðslegar.
Svanur Gísli Þorkelsson, 21.3.2009 kl. 14:09
Takk fyrir prófarkalesturinn
Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.3.2009 kl. 14:15
Málið er auðvitað að hvorutveggja getur vel staðið. Bara dálítið óvenjulega til orða tekið. Ég var sem sagt ekki að prófarka lesa greinina.
Svanur Gísli Þorkelsson, 21.3.2009 kl. 14:22
Flottur pistill. Hef engu við hann að bæta.
Arinbjörn Kúld, 21.3.2009 kl. 23:43
Enda tók Svanur Gísli að sér prófarkalestur á henni alveg óbeðinn
Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.3.2009 kl. 00:09
...ætli það sé ekki best að hafa þetta í réttu kynni í stað henni ætti að vera honum (þ.e. pistlinum).
Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.3.2009 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.