Hetjur þurfa líka hvíldarhlé

Batterín hlaðinMér finnst það ákaflega leitt að sýnilegt andóf hafi verið lagt niður. Eins og Hörður segir í þessari frétt þá hafa laugardagsmótmælin verið vettvangur fyrir félagslegan og andlegan stuðning fjölda fólks. Þar á meðal mín. Þau hafa líka verið áminning til stjórnvalda en ekki síður ákveðið aðhald. Samt eiga þær umbætur enn langt í land sem flest okkar, sem stóðum mótmælavaktina, kölluðum eftir.

Það er reyndar mjög eðlilegt að þeir sem hafa leitt baráttuna að þvílíkum krafti og Hörður Torfason þurfi hvíld. Það tekur örugglega á að vera í framvarðarsveitinni og þess vegna þurfa þeir tíma sem þar hafa staðið til að hlaða batteríin.

Það er reyndar ástæðulaust að örvænta þó hlé hafi verið gert á laugardagsmótmælunum. Í bili að minnsta kosti. Meginkröfur dyggustu mótmælendanna hafa nefnilega fundið sér farveg í stefnuskrá nýstofnaðs stjórnmálaafls. Ég er að sjálfsögðu að tala um Borgarahreyfinguna. Á stefnuskrá hennar má finna margt af því sem endurómaði í framsögum vetrarins bæði á mótmælum víða um land svo og borgarafundum.
Útrýmum græðginni áður en hún útrýmir okkur
Þar hefur krafan um breytingar verið margítrekuð. Við höfum krafist þess að það væri tryggt að lýðræðið virki. Við viljum koma í veg fyrir það að réttur almennings sé fótumtroðin af bræðra- klíkum sem þrífast á völdum sem er grundvallað með græðgisfullri auðsöfnum. Við viljum breytingar til að tryggja það að ekkert líkt því sem opinberaðist okkur síðasliðið haust endurtaki sig. 

Ég hef sagt það áður og segi það enn að ég treysti hreinlega ekki þeim sem sátu á þingi og þögðu og síst af öllu þeim sem voru í ríkisstjórnum liðinna ára og mótuðu þennan græðgissvelg. Ég get einfaldlega ekki treyst þessum einstaklingum til að bjarga mér og þjóðinni frá því sem við blasir. Ég treysti þeim ekki heldur til að vinna að nauðsynlegum breytingum til að tryggja okkur réttlátt lýðræðissamfélag í framtíðinni.

Ég neita því ekki að ég hef áhyggjur af því hvaða niðurstöður koma út úr kosningunum. Ég vona þó að kjósendur sýni vilja sinn um aukið lýðræði og réttlæti í verki og kjósi þá sem þeir treysta best til að leggja alúð í slíkar breytingar. Ef niðurstöður kosninganna leiða til óbreytts ástands þá sýnist mér einsýnt að mótmælin munu brjótast út aftur. Þá þurfum við svo sannarlega á einstaklingum eins og Herði Torfasyni að halda að nýju.

Sannur styrkur

 


mbl.is Hlé á fundum Radda fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mótmæli eru okkur sem betur fer engin nýmæli í dag.  Nú og á næstunni verða allar athafnir stjórnvalda, og ýmissa annarra undir smásjánni hjá hinum almenna borgara og engin spilling verður látin óáreitt.   Við vitum hvað virkar í dag, þökk sé Herði og hinum sem stóðu vaktina. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.3.2009 kl. 02:16

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Nákvæmlega!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.3.2009 kl. 02:19

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Takk, stelpur... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.3.2009 kl. 02:29

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk, sömuleiðis!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.3.2009 kl. 02:40

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Rakel, við þörfnumst þín áfram í borgararahreyfingunni hér á Akureyri. Áfram við

Arinbjörn Kúld, 21.3.2009 kl. 03:57

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það geta ekki allir skarað fram úr en þeir geta alveg dugað í hvatningaliðið, ekki satt?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.3.2009 kl. 04:17

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Mikið rétt. Þú munt þá hvetja okkur áfram?

Arinbjörn Kúld, 21.3.2009 kl. 05:05

8 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Mikið er ég sammála þér Rakel mín:) Hetjur þurfa líka frí... mörg okkar sem höfum staðið vaktina síðan í október erum orðin ansi þreytt - en það sem drífur mig áfram er sú tilfinning að ekkert muni breytast ef við gerum ekki neitt núna - hvort sem að okkur tekst að koma fólki inn á þing eður ei í þessari atrennu - þá er ef til vill það mikilvægasta sem við erum að gera núna - að halda við eldinum og þeirri úrlausnavinnu sem verður að eiga sér stað - það þýðir nefnilega ekki að kalla eftir breytingum og vera svo ekki tilbúin að koma með lausnir - öll okkar vandamál eru mannanna verk - því ættum við fólkið að geta breytt því sem breyta þarf:)

Gott að hafa þig í stuðningsliðinu ... á hvern þann hátt sem þér hugnast best...

Birgitta Jónsdóttir, 21.3.2009 kl. 21:36

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er svo sammála þér Birgitta! og dáist af þér og öðrum sem eruð knúin áfram að slíkum hugsjónaeldi að þið hafið sett saman lista til að bjóða fram til þings. Það eru sannkallaðar hetjur sem fylgja nú eftir kröfum mótmælenda um aukið lýðræði og réttlæti með Borgarahreyfingunni. Það á a.m.k. við um þau ykkar sem ég hef kynnst

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.3.2009 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband