Draumur þeirra er sannkölluð martröð
19.3.2009 | 00:07
Mig langar til að vekja athygli á grein Láru Hönnu Einarsdóttur, Meira en trúgjörn atkvæði, sem birtist á vefmiðlinum Smugunni í dag. Lára Hanna er einn af þeim réttlætis- englum sem hafa lýst upp myrkið það sem af er þessum vetri.
Hún hefur verið ötul við að draga fram í dagsljósið hin ýmsu mál sem snerta efnahags- hrunið. Hún hefur gjarnan sett mál í sögulegt samhengi og bent á ýmis vafasöm tengsl og fléttur á milli stjórnsýslu og þeirra sem stýra efnahagslífinu. Hún byrjaði hins vegar að blogga til að vekja athygli á málefnum sem snerta virkjunar- og stóriðjuframkvæmdir á undangengnum árum.
Mörg ykkar þekkja sennilega skoðanir hennar í þeim efnum miklu betur en ég sem kynntist blogginu hennar Láru Hönnu ekki fyrr en í kjölfar efnahagshrunsins síðastliðið haust. Þess vegna ætla ég ekki að fara ýtarlegar í þær en það að taka fram að ég finn samhljóm í skoðunum hennar í þessum efnum eins og öðrum sem hún hefur sett fram í skrifum sínum.
Í grein Láru Hönnu á Smugunni skrifar hún um stöðuna í samfélaginu í dag og horfir inn í framtíðina. Hún vekur athygli á því hvað álverin hafa skilað litlu inn í íslenskt hagkerfi og á því hvað margt í kringum stóriðjuáróðurinn hefur og er vafasamt og vert nánari athugunar. Hún minnir líka fjölmiðla á hlutverk sitt í þeim efnum og hvetur þá til að rannsaka slík efni.
Ég vona, eins og Lára Hanna, að þegar kjósendur gera upp hug sinn í sambandi við það hverjum þeir ætla að gefa atkvæði sitt, í komandi kosningum, að þeir hugsi vandlega um það hverjir eru líklegir til að eyða upp öllum verðmætum landsins í eiginhagsmuna- og skyndigróðaskyni. Ég bið kjósendur að sniðganga brennuvargana og kjósa einstaklinga með heilbrigða hugsun og heildar- hagsmuni lands og þjóðar á stefnuskrá sinni. Ég minni á það að ég meina heildarhagsmuni allrar þjóðarinnar og afkomenda okkar líka.
Ég ætla að ljúka þessari færslu á myndbandi sem er kynning á myndinni Draumalandið sem er unnin út af samnefndri bók Andra Snæs Magnasonar. Lára Hanna birtir líka kynningarmyndband fyrir þessa sömu mynd í lok greinar sinnar á Smugunni en þetta er ekki það sama. Þetta er lengra og undir hugvekjandi myndunum hljómar samúðarfullur söngur Bjarkar Guðmundsdóttur.
Gegn Helguvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:29 | Facebook
Athugasemdir
Lára Hanna á heiður skilinn fyrir alla vinnu sína á blogginu. Hún hefur verið ómetanleg í heimildasöfnun og uppsetningu samantekta.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.3.2009 kl. 00:13
Sammála þér Jóna! Mig langar svo oft til að heiðra hana og fleiri sem hafa leitt baráttu vetrarins og votta þeim virðingu mína með einhverjum hætti. Sennilega er fleirum svipað innanbrjósts og mér hvað það varðar.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.3.2009 kl. 00:25
~ ~
Vilborg Eggertsdóttir, 19.3.2009 kl. 00:56
Hvar ?værum við án Láru Hönnu?
Hólmdís Hjartardóttir, 19.3.2009 kl. 02:53
Segðu!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.3.2009 kl. 03:13
Þið valkyrjur nútímans hafið vakið mann svo sannarlega til umhugsunar um margt. Svona ykkur að segja þá vantar okkur í borgarahreyfingunni á Akureyri valkyrjur af ykkar kaliberi.
Sorry Rakel en ég varð að koma þessu frá mér.
Arinbjörn Kúld, 21.3.2009 kl. 04:18
Nú veit ég ekki hvort þú ert að ávarpa mig í fleirtölu eða líkja okkur Láru Hönnu saman. Áttaðu þig á því að ég kemst ekki með tærnar þar sem Lára Hanna hefur hælana hvað það varðar að vekja og halda fólki vakandi með bloggskrifum.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.3.2009 kl. 04:24
Lára Hanna er einstök hetja. Þið eruð líka hetjur að taka undir og viðhalda andófinu ólíkt okkur hinum sem erum ekki eins dugleg í bloggheimum, alla vega hef ég dregið talsvert úr mínum skrifum. Hef meira verið að pæla með sjálfum mér.
Arinbjörn Kúld, 21.3.2009 kl. 05:12
Ertu ekki líka búinn að vera á fullu að koma saman lista?
Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.3.2009 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.