Þögul mótmæli á Akureyri

Á morgun, laugardaginn 28. desember, er boðað til þögulla mótmæla á Akureyri. Að venju verður hist við Samkomuhúsið og gengið þaðan kl. 15:00. Gangan leiðir inn á Ráðhústorg þar sem mótmælendur taka höndum saman og mynda hring.

Mótmælendur munu standa þannig saman í 10 mínútna þögn en samkvæmt skipuleggjanda mótmælanna, Guðrúnu Þórs, er hugmyndin sú að þátttakendur hugleiði um frið og samkennd þessar mínútur.

Ég verð því miður fjarri þessari mögnuðu samverustund þar sem ég verð á suðurleið á þessum sama tíma. Ég er nefnilega að fylgja dóttur minni fyrsta spölinn í fjögurra mánaða reisu sem hún er að leggja upp í um Suður-Ameríku. Samfylgd mín nær þó ekki lengra en til Keflavíkur en þaðan flýgur hún til New York n.k. mánudag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Laugardagur er 27 desember.

Ég fæ í magann með þér að vita af dóttur þinni svona gasalega langt í burtu.

Reyndar var þetta verra áður fyrr. Pabbi fór 18 ára til Kaliforníu að læra flugvirkjun. 2 vikur tók ferðin og bréfið til ömmu sömuleiðis. Þannig að amma vissi ekkert um strákinn sinn í 4 vikur.

Gunnar Skúli Ármannsson, 26.12.2008 kl. 18:07

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þakka þér fyrir samkenndina Núna get ég fylgst með ferðum dóttur minnar hér þannig að ég fæ væntanlega fréttir af ferðum hennar jafnóðum en samt... Ég veit þess vegna ekki hvað hefði orðið um mig ef ég hefði verið í sporum ömmu þinnar

Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.12.2008 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband