Við þörfnust stuðnings...

Vegsemd... í hvaða búningi sem hann birtist. Í mínum huga hefur það alltaf verið ljóst að Steingrímur J. er stuðnings- maður réttlætisins. Sumir hafa snúist gegn honum þess vegna og jafnvel lagt sig fram við að finna göt á réttsýni hans í þeim tilgangi að koma á hann höggi.

Hvað um það þá er hann einn af fáum þingmönnum sem ég treysti enn þó mér finnist reyndar að hann hefði mátt beita sér af meiri krafti í varnarbaráttu fyrir þjóðina á undanförnum vikum. Ég hef reyndar verið svolítið gáttuð á því hvað mér virðist hann rólegur og í raun atkvæðalítill miðað við það sem maður hefur séð til hans oft áður.

Ég hef aldrei skilið af hverju margir óttast skoðanir Steingríms og stefnu. Auðvitðað eru þær ekki hafnar yfir alla gagnrýni enda hef ég gagnrýnt sumt í málflutningi hans sjálf. Hins vegar er ég virkilega ánægð með hann núna því hann dregur fram góðar tillögur til að afla ríkissjóði tekna.

Ég vona að þingheimur samþykki þær og geri um leið nauðsynlegar endurbætur á því endurskoðaða fjárlagafrumvarpi sem nú liggur fyrir þinginu. Annars rakst ég á fleiri ágætar umræður um tillögur sem lúta að sparnaði í ríkisrekstrinum hér. Það er heldur ekki loku fyrir það skotið að fleiri þingmenn feti í fótspor Steingríms og leggi fram frumvörp sem lúta að hagræðingu og sparnaði.

Við þörfnust stuðnings til að snúa við ranglætinu sem birtist svo berlega í endurskoðuðu fjárlagafrumvarpi og öðru því sem hefur komið frá ríkisstjórninni undanfarið. Við biðjum um réttlæti. Við viljum ekki blæða fyrir fjárglæframennina sem ríkisstjórnin lét komast upp með að settu land okkar og eiginir að veði í græðgisútrásarleiðöngrum sínum. 

Ég hefði auðvitað viljað sjá að einhver risi upp og mótmælti þessum gjörningi háværum, umbúðarlausum orðum. Ég fagna þó allri viðleitni sem miðar í þá átt að draga úr þjónustu velferðarsamfélagsins líka! Ég fanga því að Steingrímur J. Sigfússon skuli koma með tillögur sem eiga að stuðla að því að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin komist upp með að dreifa salti í sár þjóðarinnar.


mbl.is Vinstri grænir kynna þrjú frumvörp um skattabreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Rakel ég er að mörgu leyti sammála þér núna.

Þjóðin þarf á nýrri sýn og nýrri leiðsögn að halda útúr moldviðrinu.

Ég tel að það sé nauðsynlegt að fá stjórnmálaaflið VG til þess að koma þar að borðinu til að byggja upp hið nýja Ísland.

Hvort sem við höfum verið sammála VG lítið eða ekkert þá verður fólk að viðurkenna að þeir hafa ekki verið eins og flestir hinna og skorið sig úr með stefnufestu og heiðarleika. 

Þeir munu vitanlega ekki einir koma að því borði.

En þeir munu þurfa að gegna þar veigamiklu hlutverki það tel ég alveg ljóst vera.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 18:25

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Rakel ég tek undir þetta með þér. Þetta frumvarp tekur á einstaklingum sem ekki hafa þurft að standa undir samneyslunni að sama skapi og aðrir. Það er ekki réttlátt að hluti borgara komist upp með að láta aðra borga fyrir sig en þannig hefur skattamálum verið háttað hér á landi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.12.2008 kl. 21:38

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er forvitnilegt að fylgjast með stríði Ögmundar núna út af eftirlaunafrumvarpinu. Ógeðslegt að lesa og heyra um skítkastið sem andmælendur, eins og hann, mega verða fyrir! (sérstakt að enginn skuli sjá og benda á hvað þöggunaraðgerðir af þessu tagi eiga margt sameiginlegt með alvörueinelti). Ég vildi að ég gæti sent þeim fáu sem standa upp á móti græðgi, sérplægni og spillingu á þinginu núna styrk og kærleik. Því það segi ég satt að þau sem það gera fylla mig kærleika, bjartsýni og von.

Jakobína: Takk fyrir frábæra grein á Smugunni

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.12.2008 kl. 21:57

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Rakel,

ég get bara tekið ofan fyrir bjartsýni þinni. Ekki veit ég hvers vegna Steingrímur er svona rólegur en ég óttast að hann viti sem er að málið er dautt.

Gunnar Skúli Ármannsson, 20.12.2008 kl. 01:03

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Gunnar Skúli! Ég vona að þú skiljir í aðalatriðum hvað elur bjartsýni mína og vitir að þú og þitt framtak eiga ekki þar ekki sístan þátt.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.12.2008 kl. 01:54

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mér finnst hún guðdómleg

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.12.2008 kl. 04:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband