Höldum áfram að mótmæla!

Það er víst of seint að mótmæla því að ríkisstjórnin leiti fyrirgreiðslu hjá IFM en Cilla Ragnarsdóttir sendi eftirfarandi orðsendingu á meðlimi hópsins Ákall til þjóðarinnar í dag:

Sendið eftirfarandi texta til IMF (publicaffairs@imf.org)

Dear sirs

I, the undersigned citizen of Iceland request that you do not submit the IMF loan to the government of Iceland until it hasn been investigated who is responsible for the economic collpase of the country and until those found responsible have been removed from all authoritative positions

Warm regards,

--------(nafnið þitt!)

 

sendist til - publicaffairs@imf.org

Hópurinn Ákall til þjóðarinnar var stofanaður inni á Facebook og telur nú u.þ.b. 3000 manns og talandi um tölur...

Síðastliðinn laugardag vakti ég athygli á undirskriftarlistanum kjosa.is Ég veit ekki hvort einhver uppgötvaði hann þannig og skráði sig en það hefur fjölgað á honum að undanförnu en ég trúi ekki öðru en að þeim sem skrifa undir hann eigi eftir að fjölga enn meira. Fjöldinn er núna kominn upp í 4909.

Ég ætla líka að leyfa mér að hvetja alla til að vekja athygli á undirskriftarlistanum sem víðast. Eins og ég hef bent á áður er hægt að skrifa greinargerð með undirskrift sinni en hér eru þjár slíkar valdar af handahófi en 

Það er ótækt að stjórnvöld sem höfðu það á ábyrgð sinni að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða skuli sitja við völd og firra sig allri ábyrgð.

Þar sem enginn virðist ætla að gangast við ábyrgð sinni er ekki annar kostur eftir en að krefjast kosninga. 

Núverandi ríkisstjórn er rúin trausti almennings og því er eðlilegt að kosningar fari fram hið fyrsta.
 
Eins og ég hef lýst yfir áður þá valda aðgerðir/aðgerðaráðaleysi núverandi ríkisstjórnar mér mjög miklum áhyggjum. Hún er einfaldlega vanhæf. Auðvitað áttu ráðherrar hennar að horfast í augu við það strax í byrjun október en í stað þess situr sama ríkisstjórnin enn. Þjóðin stendur frammi fyrir gríðarlegu vandamáli sem margrir helstu fulltrúar hennar bera mikla ábyrgð á. Að mínu viti er stærsta vandamálið í dag það að þessir sömu einstaklingar skuli neita að axla þá ábyrgð.
 
Ég get eiginlega ekki ímyndað mér að það sé nokkur, sem hefur sett sig inn í það sem hefur verið að gerast í íslensku samfélagi undanfarin misseri, rólegur í dag. Það getur í rauninni enginn verið alveg sama og lýst því yfir af fullri einurð að þeir treysti núverandi valdhöfum fullkomlega. Ég trúi því einfaldlega ekki að það sé nokkur sem geti haldið því fram kinnroðalaust að núverandi ríkisstjórn sé skipuð hæfasta fólkinu og þeir treysti henni best til að vinna heiðarlega að því að rétta við hag þjóðarinnar. Hvað þá því að ráðherrar hennar muni i þeirri vinnu setja velferð alls íslensks almennings í fyrsta sæti eins og hingað til ...
 
Það eru a.m.k. alltaf fleiri og fleiri sem eru að vakna til vitundar um það að það er eitthvað stórkostlega mikið að! Þess vegna er líka ástæða til að grípa til aðgerða og láta vita af því. Ég vona að þeir sem eru enn í losti og/eða afneitun fari að hrista af sér doðann og opna augun fyrir því að við eigum að láta í okkur heyra. Leiðirnar til þess eru fjölbreyttar en þær skilvirkustu eru þær að skrifa undir á kjosa.is og mæta á mótmælafundi þar sem því verður við komið. Nýir tímar eru regnhlífarsamtök ýmissa annarra minni samtaka á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Aðstandendur þeirra hafa opnað heimasíðu þar sem tilkynningar um fundi og aðrar aðgerðir á þeirra vegum eru birtar.
 
Þeir sem ætla að taka þátt í mótmælafundinum á Austurvelli n.k. laugardag en vantar mótmælaskilti geta e.t.v. leyst úr því þar sem Neyðarstjórn kvenna býður konum að koma í föndur á morgun milli kl. 17:00 - 19:00. Staðurinn er Listgreinahúsið HÍ í Skipholti 37 (við hornið á Bolholti) á fystu hæð. Í tilkynningu frá hópnum segir:
 
Þar munu konur koma saman og búa til skilti og annað til að vekja athygli í mótmælunum á laugardaginn. Endilega komið með það efni sem þið eigið: Málningu, pensla, skæri, efni, lím, sprey og svo framvegis og svo framvegis!


Ekki klikka á þessu! Hvað á að standa á þínu skilti?

Allar velkomnar!

Ég skal alveg viðurkenna það að einhverra hluta vegna er ég ekki eins bjartsýn og flesta aðra daga. Kannski er það vegna þess að ég treysti mér ekki til að fara á borgarafundinn hérna á Akureyri vegna anna. Mig vantar sennilega bensínið sem það hefði gefið mér að mæta. Ég læri af þessum mistökum og læt mig sko ekki vanta í gönguna sem er boðað til n.k. laugardag!

Ég trúi því að við sem tökum þátt í því að láta vita af vandlætingu okkar munum hafa áhrif. Ég vona að við gerum meira en skapa hefð fyrir því að Íslendingar mæti á útifundi þegar þeim er nóg boðið. Ég vil trúa því að skilaboð okkar séu eins og regnið sem seitlar inn um þakgluggann. Það er ekki hægt að leiða tilvist okkar og vilja endalaust hjá sér. Ég leyfi mér að túlka neikvæðar athugasemdir sumra sem gagnrýnin hefur beinst að á þann veg að það hafi í raun aldrei verið hægt.

Við verðum að muna að mótmælin beinast gegn spillingu. Fulltrúar hennar eru m.a. þeir sem fara með völdin í Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu og ríkisstjórninni. Við þekkjum þá af orðum þeirra og framkomu. Þeir koma í raun upp um það hve spilltir þeir eru með framkomu sinni gagnvart þjóðinni á opinberum vettvangi. Það vita allir að andlegt ofbeldi felst m.a. í lítilsvirðingu og þögn. Það er lýjandi að búa við þess konar ofbeldi því það er oft svo lúmskt en það liggur í augum uppi að það getur enginn látið bjóða sér þannig sambúð!

Að lokum langar mig til að benda á stórkostlegan pistil Jakobínu Ingunnar Ólafsdóttur um misbeitingu orðanna „skríll“ og „ábyrgð“. Læt það vera mitt „amen“ í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það gefur líka kraft og kjark að lesa svona færslur eins og þínar og geta samsamað sig fólki sem manni finnst hafa skýra og heilbrigða skynsemi þegar það lítur í kringum sig á atburði sl vikur og mánuði. Takk takk

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.11.2008 kl. 09:34

2 identicon

Rakel, ég tek undir hver orð í færslu þinni. Orð Katrínar hér að ofan geri ég að mínum. Megnið af þjóðinni er enn í losti yfir atburðunum. Við höldum áfram að blogga og skapa þannig þrýsting.

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 15:57

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þakka þér fyrir það Katrín mín Tek reyndar undir það að mér finnst voðalega gott að geta sótt í skrifin þín og fleiri hér eftir uppörvun og krafti.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.11.2008 kl. 15:58

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Arinbjörn: Ég get auðvitað ekki annað en verið upp með mér þegar ég fæ svona gott og gefandi hrós eins og frá ykkur Katrínu

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.11.2008 kl. 16:05

5 identicon

Rakel, skrif þín eru bara svo einlæg og heil að ég gat og get ekki annað en og ef ég má lýsa ánægju minni. Takk,

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband