Þriðji opni borgarafundurinn verður mánudaginn 17. nóvember kl. 20:00 á NASA.
Nú verður sjónum beint að ábyrgð og umfjöllun fjölmiðla á ástandinu.
Fjölmiðlamenn munu mæta og sitja fyrir svörum.
Þegar hafa Egill Helgason og Sigmundur Ernir staðfest komu sína.
Enn er ekki komið á blað hverjir frummælendur verða og verður það auglýst síðar.
Fjölmennum og fyllum Nasa. Látum alla vita.
ATHUGIÐ breyttan fundarstað.
Hvet ykkur til að fylgjast með hér en þaðan er þessi tilkynning tekin. Á þessari síðu borgarafundanna er líka búið að opna spjallborð. Langar að nota tækifærið og minna á vefinn Nýja Ísland sem Villi Ásgeirsson opnaði fyrr í haust en þar er líka spjallborð þar sem hægt er að segja álit sitt á málefnum líðandi stundar og veita arkitektum hins nýja Íslands aðhald (sjá upphafsíðu NÍs).
Athugasemdir
Já það er mikið að gerast í kringum þessa borgarafundi. þeir eru vel skipulaðir og er von á fólki frá fimm fjölmiðlum í panel auk þess sem þarna munu vera framsöguerindi og spurningar frá fólki í sal.
Þessi gróska í framtaki almennra borgara vekur manni bjartsýni.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.11.2008 kl. 01:06
Sammála því. Ekki veitir heldur af
Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.11.2008 kl. 01:47
Ég hef mætt á borgarafundina hingað til að haft bæði gagn og gaman af..frábært framtak verð ég að segja. Og það að hafa fjölmiðlana í panel og láta þá svara borgurum er löngu tímabært. Það er mikil gróska hjá almenningi og margir fundir haldnir og umræður og skipulag fyrir þessi verkefni sem okkar bíða. Það gefur manni svo sannarlega von um að hlutir munu í alvöru breytast..og bjartsýni á að við eigum fullt af hæfu og vel gerðu fólki til að læeiða þessar breytingar á réttum forsendum. Aðalatriðið núna er þó að koma gömlu tréhestunum frá...þeirra tími er einfaldlega liðinn og það vita allir nema þeir.
Svo skora ég á RÚV að sinna nú hlutverki sínu ..nú eru neyðartímar og ég vil að þeir sendi beint út frá Auaturvelli alla laugardaga héðan í frá svo landsbyggðin megi vera með í mótmælunum..eða a.m.k fylgjast með hvað er að gerast og um hvað er verið að tala/krefjast!!! Því miður hafa fréttir átt það til að skrumskælast í meðferð sumra fréttamanna..og það má ekki gerast.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.11.2008 kl. 08:12
Bjartsýnin er nauðsynleg án hennar væri erfitt að halda áfram Það er virkilega niðurdrepandi að horfa upp á og hlusta á tréhestana enda er það mér algjörlega hulin ráðgáta hvernig þeir fara að því að réttlæta það fyrir sér að sitja enn miðað við aðstæður!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.11.2008 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.