Þorið, viljinn og getan!

Mikið finnst mér jákvætt að sjá hvað margir einstaklingar eru tilbúnir að standa fyrir aðgerðum til að mótmæla ástandinu sem ríkir í íslensku samfélagi í dag. Í gær og í dag stóðu nokkrir VR-félagar að mótmælum fyrir utan höfuðstöðar VR. Þeir krefjast þess að stjórn félagsins segi af sér því að formaður þess samþykkti að afnema persónulega ábyrgð stjórnenda Kaupþings á hlutabréfakaupum.

Gunnar Páll Pálsson, sem er formaður VR, sat í stjórn gamla Kaupþingsbanka fyrir hönd Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Hann samþykkti niðurfellingarnar lítk og aðrir í stjórn bankans. Einn mótmælendanna segir í samtali við mbl.is áframhaldandi setu hans í stjórn VR verði mótmælt í hádeginu hvern dag uns breytingar verði gerðar á stjórn félgasins

Ökumenn á Kringlumýrarbraut og öðrum stórum umferðaræðum hafa í dag og í gær verið hvattir til að þeyta bílflauturnar séu þeir ósáttir með efnahagsástandið. Katrín Oddsdóttir, laganemi, o.fl. hafa staðið fyrir þessu. Þau hafa komið sér fyrir á göngubrúm sem liggja yfir þessar götur með borða þar sem þau hvetja ökumenn til að þenja bílflautur sínar til að láta óánægju sína í ljós. (visir.is)

Svo er stóri dagurinn á morgunn (laugardagurinn 8. nóvember) en þá verður fjórði mótmælafundurinn haldinn á Austurvelli. Í ljósi þess að þetta er fjórði fundurinn er ég í raun alveg gáttuð á heyrnarleysi þeirra sem ættu að taka mótmælin til sín en vonandi verður mannmergðin svo mikil á morgun að þeir komast ekki hjá því að heyra og sjá. Mótmælafundurinn byrjar sem fyrr kl. 15:00 en það er ýmislegt fleira sem hefur verið skipulagt á morgun.

Annar borgarafundurinn sem haldinn er í Iðnó hefst hann kl. 13:00 á morgun. Fjórir frummælendur hefja umræðuna (5-10 mín hver) og eru þeir eftirtaldir:

Lilja Mósesdóttir hagfræðingur,
Pétur Tyrfingsson
sálfræðingur,
Ingólfur H. Ingólfsson
fjármálaráðgjafi og
Halla Gunnarsdóttir blaðamaður.

Það má kannski geta þess að fundurinn verður tekinn upp af RÚV og sendur út þriðjudaginn 11. nóv. kl. 21:00 á Rás 1 í þættinum Í heyrenda hljóði. Þátturinn er í umsjá Ævars Kjartanssonar.

Auðvitað skella sér svo allir á Austurvöll á eftir borgarafundinn og taka með sér kröfuspjöld sem verða tilbúin fyrir utan Iðnó (Sjá blogg Katrínar Snæhólms)

Ég veit ekki betur en einhverjir ætli að mæta á Hlemm og leiða mótmælagöngu niður Laugaveg sem endar á Austurvelli. Ég hef því miður engar heimildir fyrir þessu sem ég get vísað í beint. Hins vegar hef ég séð ábendingar um að hún sé fyrirhuguð í athugasemdum hér og hvar í bloggheimum. 

Svo ætlar hópur sem kallar sig  Reykjavík Tea Party líka að standa fyrir mótmælum á meðferð Breta með táknrænum hætti. Mótmælin fara fram við hafnarbakkann í Reykjavík (á móts við Kolaportið). Mæting er klukkan 14:40 og eru allir hvattir til að taka með sér einn tekpoka. Tepokunum á að henda í höfnina.

Þegar borgarafundinum og mótmælunum niður við höfnina er lokið geri ég ráð fyrir að fólk flæði í stríðum staumum á mótmælafundinn á Austurvelli sem hefst kl. 15:00. Ræðumenn þar eru:

Sigurbjörg Árnadóttir fyrrverandi fréttamaður RÚV í Finnlandi.
Arndís Björnsdóttir kennari
Einar Már Guðmundsson rithöfundur

Fundarstjóri: Hörður Torfason 

Morgundagurinn er stór dagur og ég trúi því að eftir hann geti stjórnvöld ekki neitað að tala, sjá og heyra.

neita að tala, heyra og sjáMig langar til að vekja athygli á því sem kemur fram  á bloggi Egils Helgasonar um að skilyrðið  sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur fyrir lánveitingu til Íslands sé mjög skýr. Hún er einfaldlega sú að núverandi ríkistjórn segi af sér og kosið verði um nýja. Þar er líka sagt að orðið á götunni úti í Evrópu sé það að núverandi ríkistjórn er hættuleg, ótraustverðug og spillt. Þetta er haft eftir þeim fjölmörgu erlendu fréttamönnum sem hafa heimsótt Ísland að undanförnu og stutt af mörgum erlendum sérfræðingum í viðskipta- og efnahagsmálum.

Þetta ætti að stappa stálinu í þá sem finnst núverandi ástand og það sem blasir við í nánustu framtíð ekki vera nægileg ástæða til að taka þátt í einhverjum af aðgerðum morgundagsins. Það er nefnilega brýnt að þjóðin standi saman þannig að ríkisstjórnin geti ekki leitt það sem liggur í augum uppi hjá sér lendur. Það er nefnilega engum blöðum um það að fletta að hún er óhæf til að leysa úr þeim vanda sem hún hefur leitt yfir þjóðina. Þess vegna á ríkistjórnin að víkja tafarlaust!

Að lokum langar mig til að vekja athygli á því að hópurinn Neyðarstjórn kvenna, sem hittist sl. mánudagskvöld, mun hittast aftur n.k. mánudagskvöld, 10. nóvember, kl. 20:00 í stofu 131A í Háskólanum í Reykjavík. Í fundarboði hópsins segir: „Ætlum að vera tilbúnar með allt sem fram kom á síðasta fundi til úrvinnslu svo við getum búið til málefnahópa og komið okkur að verki.“

Það kemur fram í umræðunni á síðu hópsins inni á Facebook að það standi jafnvel til að hópurinn haldi fund á Akureyri. Þar hefur verið stungið upp á dagsetningunni 17. nóvember n.k. Ég vona að af þessu verði. Hér er umfjöllun sjónvarpsstöðvarinnar Inn um þennan hóp en þar er líka talað við einhverja fleiri sem hafa verið að stofna mótmælasíður inni á Facebook.

Sameinumst um að skapa landi okkar og þjóð bjarta framtíð. Sameinum krafta okkar til að koma núverandi stjórnendum frá svo það megi verða!

Spillingarliðið verður að víkja!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Frábær pistill og ég vona að hann nái augum sem flestra. Ég mæti á morgun og vona að sem flestir geri það líka

Burt með spillingarliðið!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.11.2008 kl. 00:37

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir það Maður veit auðvitað aldrei hvort skrif af þessu tagi ná til einhverra sem hafa ekki fengið fréttirnar af þessum aðgerðum sem ég benti á hérna áður. Ég ákvað samt að safna upplýsingum um það sem er að gerast á næstunni saman og vekja athygli á því. Þetta ætti að vera nógu fjölbreytt til að allir finni sér vettvang til að sýna samstöðu. Það getur ekki verið að neinn sé í alvöru sáttur við þær efnahagshamfarir sem stjórnvöld hafa átt STÓRAN þátt í að kalla yfir þjóðina

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.11.2008 kl. 01:16

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég mætti á kvennafundinn en hann var ekki alveg að mínu skapi. Konur voru reknar eins og karlar í básl og fengu nákvæm fyrirmæli um það hvað þær ættu að gera. Það kom lítið fram um núverandi ástand vandinn ekkert ræddur bara hoppað á lausnir.

Þannig að sá fundur átti ekki eins vel við mig. já svo máttu ekki karlar koma sem mér finnst nokkuð skítt og einnig var konum ráðið frá að nota sjómannamál. Það voru allskonar mál sem konur vildu ræða en mér fannst þetta samt frekar óþroskaður femínismi. Kannski prófa ég að fara aftur en ég er svolítið tvístígandi, óttast að sé svona eignarhald þarn.

Hins vegar hef ég verið að hitta annan hóp og í honum líður mér betur. þar er alls konar fólk velkomið en ekki bara ungar konur af einhverri tiltekinni gerð. og fólk var líka að taka á hinum raunverulegu vandamálum og datt ekki strax inn í einhverjar patent lausnir.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.11.2008 kl. 01:50

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ekki karlar heldur rollur á bás

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.11.2008 kl. 01:51

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Vandamálin verða að fá að þroskast áður en farið er að koma með lausnapakka. Þess vegna tel ég samræðuna svo mikilvæga því við höfum ekker að gera með að vera að eyða í pakka sem virka ekki.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.11.2008 kl. 01:54

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég reikna með að mæta á fund hjá þessum hópi ef það verður af fundi hér á Akureyri. Það getur vel verið að ég komist að sömu niðurstöðu og þú. Gott að heyra að þú hafir fundið hóp við þitt hæfi Það er meira en ég get sagt, því miður. Ég hef mætt á borgarfundina sem hafa verið haldnir hérna fyrir norðan og líkað sumt en alls ekki allt. Það hefur komið fram þar að á höfuðborgarsvæðinu séu ýmis grasrótarsamtök að verða til sem er auðvitað bara jákvætt.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.11.2008 kl. 02:01

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það er fínt og ég er að dæma af fyrstu kynnum og kannski líkar mér betur ef ég fer aftur. Það er bara að sjá til og vera ekko of fljótur að gefast upp.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.11.2008 kl. 02:23

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þú mátt ekki misskilja mig þannig að mér finnist það eitthvert „must“ að styðja og mæta á fundina hjá konunum. Það er bara alls ekki þannig. Ég treysti því sem þú segir fullkomlega og fannst sumt af því sem kom fram í málflutningi þeirra í þættinum „Mér finnst“ styðja þitt álit. Það er hins vegar líka rétt að fyrstu kynni gefa ekki alltaf rétta mynd... en er það nú samt, oftar en ekki, einmitt þannig?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.11.2008 kl. 02:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband