Auðvitað eiga þeir að víkja!

 Mér finnst mjög jákvætt að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokkins, skuli lýsa því yfir að hún vilji „að bankastjórar og bankaráð Seðlabankanns víki sæti.“ Þess vegna ætla ég ekkert að velta því fyrir mér hvort henni gangi eitthvað annað til en það að þessir sæti ábyrgð á þeim alvarlegu „mistökum“ sem þeim urðu á sem hæstráðendur í íslensku efnahagslífi.

Mér finnst það ekki síður jákvætt að einhver innan Sjálfstæðisflokksins skuli stíga fram og lýsa þessu yfir. Ég er reyndar alls ekki viss um það, að það að þessir víki sæti nægi til að „svo hægt [verði] að byggja upp traust og trúnað á ný“. Það eru fleiri sem þurfa að sæta ábyrgð á því hvernig komið er.

Hins vegar er ég sammála Ragnheiði um að það er nauðsynlegt „að breyta lögum um Seðlabanka Íslands“. Nú er bara að vona að fleiri fylgi í kjölfar Ragnheiðar og styðji þessa sjálfsögðu kröfu. Það er ekki hægt að búa við það lengur að þeir sem áttu að standa vörð um fjármálaumsvif bankanna og ríkisins sitji áfram í sætum sínum þegar það er morgunljóst að þeir ráða alls ekki við hlutverkið. 

Það væri fróðlegt að reyna að reikna það út hvað það kostar íslenska þjóðarbúið að enginn innan opinberu stjórnsýslunnar sé látinn sæta ábyrgð. Það er nefnilega nokkuð ljóst að inn i þeim kostnaði er ekki bara launakostnaður heldur umtalsvert tap sem kemur til vegna þess að á meðan þessir sitja við stjónvölinn eykst fjármálaóreiðan dag frá degi og traustið rýrnar jafnt og þétt út á við. Sumir hafa m.a.s. lýst því yfir að þeir treysti sér ekki til að koma þjóðarbúinu til bjargar miðað við það að sömu og komu landinu út í þetta skuldafen ráðstafi því sem þeir lána.


mbl.is Bankastjórar og bankaráð víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það í raun léttir þegar að einhver þorir að vera ósammála í sjálfstæðisflokknum. Ég var farin að hafa áhyggjur af því að fólk fengi einhverja ólyfjan með flokksskýrteininu þar á bæ.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.11.2008 kl. 02:03

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Skil þig Ég var líka að brosa yfir því með sjálfri mér að það er kona sem er sú fyrsta innan flokksins til að lýsa þessu yfir. Þorgerður Katrín hefur reyndar ýjað að einhverju sem má túlka svipað og það sem Ragnheiður Ríkharðsdóttir birtir á prenti í gamla málgagninu. Gagnrýni hennar hefur þó eingöngu beinst að Davíði Oddssyni.

Ástæða þess að það vakti mér bros að það er kona sem kallar eftir því að yfirmenn og bankaráð Seðlabankans víki er umræðan sem hefur borðið nokkuð á í samfélaginu að undanförnu um það að ýmislegt hefði farið öðru vísi ef konur hefðu komið meira að stjórn landsins. Ég skal ekki segja hvort það hefði breytt einhverju þó Ragnheiður hefði vermt einhvern ráðherrastólinn en varla er flokkssystir hennar, menntamálaráðherrann, sá fulltrúi kvenna innan Sjálfstæðisflokksins sem setur þjóðarhag ofar sínum

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.11.2008 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband