Ég neita því ekki að ég er spennt

obama.jpgÞað verður spennandi dagur á morgun. Eflaust verða þeir líka fjölmargir sem gleyma vandamálunum hérna heima og týna sér a.m.k. um stund í eftirvæntingunni yfir því hver verða úrslitin í forsetakosningunum vestra. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að ég styð frambjóðandann Barack Obama.

Ég óska bandarísku þjóðinni þess að hún beri gæfu til að hann verði sigurvegari þessara kosninga. Svo vona ég að sjálfsögðu að hann standi undir þeim væntingum sem gerðar eru til hans. Ég veit að hans bíða erfið verkefni en ég vona það svo sannarlega að hann reynist maður til að taka skynsamlega á þeim.

Ég trúi honum til að bæta ímynd Bandaríkjanna út á við og fara öðru vísi að en fyrirrennari hans í samskiptum við aðrar þjóðir. Þess vegna óska ég allri heimsbyggðinni þess að Barack Obama verði frekar forseti Bandaríkjanna en repúblikaninn John McCain.


mbl.is Öruggasta forustan síðan 1996
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Við erum komin ótrúlega stutt þegar það er haft í huga að á 21. öld verða það stórtíðindi ef að svartur maður sest í forsetastól Bandaríkjanna!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.11.2008 kl. 17:05

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Vonandi vinnur Obama. Ég hef metið það svo að hann sé friðarins maður.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.11.2008 kl. 18:11

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég hef metið það þannig líka og það er m.a. þess vegna sem ég vona að hann verði næsti forseti USA.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.11.2008 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband