Þegar blekkingin verður markmið
24.5.2015 | 06:23
Fyrir rúmri viku síðan birti ég skrif hér á þessum vettvangi sem ég gaf heitið Pólitískt krabbamein. Þar fjallaði ég um óheiðarleika þeirra sem halda því fram að þjóðin hafi möguleika á að kjósa um inngöngu Íslands í Evrópusambandið að inngönguferlinu loknu. Meðal þeirra sem skrifuðu athugasemdir við þetta blogg eru Snorri Hansson.
Það sem hann skrifar er svo athyglisvert að ég ákvað að gera um það sérstaka færslu. Hér er upphafið:
Forvitni mín var vakin. Ég byrjaði á því að fylgja slóðinni sem Snorri bendir á hér að ofan og fann bæklinginn. Bæklingurinn, sem kom út í júní árið 2011, er bæði stuttur og læsilegur.
Það er þess vegna eðilegt að spyrja sig af hverju þessi bæklingur var ekki þýddur á íslensku sama ár og hann kom út. Þeir sem eru læsir á ensku geta lesið hann núna á slóðinni sem Snorri vísar á en hún er hér. Það sem hann segir um tilefni þess að bæklingurinn var saminn og gefinn út kemur fram á nokkrum stöðum í bæklingnum:
En Snorri heldur áfram og vísar í orð hans til rökstuðnings því að stækkunarstjóri ESB hafði tilefni til að víta Össur Skarphéðinsson fyrir afglöp í starfi við inngönguferli íslands að sambandinu (sjá hér).
Í þessu svari setur Snorri hluta textans fram á ensku þannig að það er auðvelt að finna hann í bæklingnum og er ekki annað að sjá að hér sé um ræða góða þýðingu og hárrétta túlkun á því sem segir á bls. 9:
(Það er hægt að klikka á þessa mynd til að stækka hana)
Það er er margt fleira í þessum bæklingi sem væri alveg þess virði að fara nánar út en það er full ástæða til að taka undir orð Snorra Hanssonar þar sem hann segir: Ég bið fólk um að lesa þetta skjal vandlega ef það hefur minnsta áhuga á hver sannleikurinn er. (sjá hér) Ég las bæklinginn alveg aftur á öftustu blaðsíðu og þar rakst ég á slóð sem var mælt með fyrir þá sem vildu vita meira. Hún er hér.
Eitt af því sem hlýtur að vekja athygli í texta bæklingsins sem kemur fram á myndinni hér að ofan er málsgreinin: The term negotiation can be misleading (sjá hér). Það hvað liggur á bak við það sem aðildarsinnar hafa viljað þýða sem samningaviðræður í stað aðildarviðræðna er útskýrt hér:
(Þennan texta er að finna hér)
Það er fróðlegt að fylgja slóðinni sem er á öftustu síðu bæklingsins og lesa nánar um það sem sumir hafa viljað kalla samningaviðræður í stað aðildarviðræðna. Af því sem hefur verið birt hér væri kannski miklu nær að kalla þetta ferli innlimunarviðræður. Það er líka forvitnilegt að lesa framhaldið en þar eru fyrst reglurnar og svo Steps towards joining. Þar er hvergi minnst á þjóðaratkvæðagreiðslu í lok innlimunarferlisins.
Aftur á móti segir í upphafi þessara leiðbeininga að skilyrði aðildar séu m.a. þau að hafa jáyrði borgaranna sem kemur fram í samþykki þjóðþingsins eða þjóðaratkvæðagreiðslu.
(Þennan texta er að finna hér)
Mér sýnist enginn vafi leika á því að síðasta ríkisstjórn hafi komist að þeirri niðurstöðu að hafa af þjóðinni þjóðaratkvæðagreiðsluna. Líklegasta skýringin er sú að hún hafi óttast það að þjóðin myndi hafna því að vilja ganga inn í Evrópusambandið. Samkvæmt því sem Vigdís Hauksdóttir heldur fram í nýjustu bloggfærslu sinni voru þau atriði Rammaáætlunarinnar, sem nú er rifist um á Alþingi, notuð sem gjaldmiðill í samskiptum fyrrverandi ríkisstjórnarflokka til að ESB-málið yrði ekki stöðvað (sjá hér).
Miðað við það sem þar kemur fram hefur þetta átt sér stað eftir að aðildarviðræðurnar strönduðu á landbúnaðar- og sjávarútvegsköflunum. Vigdís vitnar beint í dagbókarfærslur Össurar Skarphéðinssonar sem hann gaf út í bókinni, Ár drekans. Í færslu frá 24. mars 2012 segir hann: Það er á flestra vitorði að ég lít á rammann sem tryggingu fyrir því að VG stöðvi ekki ESB-málið. Össur Skarphéðinsson ber væntanlega öðrum fremur meginábyrgð á því pólitíska meini sem, það sem hann kallar, ESB-málið er orðið.
Hins vegar er það alveg ljóst að hvorki Steingrímur J. Sigfússon né Jóhanna Sigurðardóttir eru saklaus. Þau Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson skrifuðu undir það sem mér sýnist megi kalla umsóknarnefnu sumarið 2009 (sjá umsóknina hér). Áður höfðu þau náð fram meiri hluta samþykki á Alþingi með þvingunum sem formenn beggja stjórnarflokka áttu aðild að:
Sagði Ásmundur Einar, að daginn sem atkvæðagreiðslan var í þinginu um mitt síðasta ár hefði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, setið í þinghúsinu og kallað hvern þingmann Vinstri grænna á fætur öðrum inn á teppið til sín og sagt þeim, að ef þeir samþykktu tillögu um svonefnda tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu og slík tillaga yrði samþykkt, þá væri fyrsta vinstristjórnin sprungin. (sjá hér)
Þeir sem kusu Samfylkinguna vorið 2009 gerðu það væntanlega allir vegna draumsins um Evrópusambandið þó það sé óvíst að allir kjósendur flokksins hafi séð það fyrir að aðildarumsókn yrði send af stað án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu.
(Myndin er samsett út tveimur verkum Jónasar Viðars (1962-2013))
Hins vegar er það nokkuð víst að þeir sem kusu Vinstri græna sáu kosningasvik Steingríms J. Sigfússonar alls ekki fyrir enda neitaði hann því í þrígang í kosningasjónvarpi Sjónvarpsins kvöldið fyrir kosningar (sjá hér) að það kæmi til greina að hefja undirbúning að því að sækja um.
Nokkrum dögum síðar mynduðu Samfylkingin og VG ríkisstjórn og ákváðu strax að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þingsályktunartillaga um það var lögð fram strax í maí. Stjórnarflokkanir höfnuðu tillögu um að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla. Í framhaldi af samþykkt þingsályktunartillögunnar var aðildarumsókn send til Brussel. Síðan hófust aðlögunarviðræðurnar. (sjá hér)
Það eru ekki aðeins kjósendur Vinstri grænna sem sneru baki við flokknum, eins og kosningatölurnar sýndu vorið 2013, heldur klofnaði flokkurinn með þeim afleiðingum að fimm þingmenn yfirgáfu hann. Andstaðan við inngöngu í Evrópusambandið var ekki eina ástæðan en hins vegar er útlit fyrir að það sé draumurinn um aðild sem heldur stjórnarandstöðunni svo þétt saman að þó hún telji: Samfylkingu, Vinstri græna, Bjarta framtíð og Pírata þá kemur hún fram sem einn flokkur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fagna má þessari góðu samantekt þinni og afhjúpandi yfirferð af heilum hug, Rakel. Mættu sem flestir lesa þetta, og ég beiðist leyfis þíns að fá að endurbirta þetta í heild á Fullveldisvaktinni við gott tækifæri einhvern tímann seinna.
Bara ein aths. við eitt hjá þér í greininni: "Þeir sem kusu Samfylkinguna vorið 2009 gerðu það væntanlega allir vegna draumsins um Evrópusambandið ..."
Það mun ekki hafa verið svo, því að um tíma a.m.k. var andstaðan meðal kjósenda Samfylkingar við að ganga inn í Evrópusambandið jafnvel meiri en "óánægjufylgið" í Sjálfstæðisflokknum, þ.e.a.s. þeirra sem vildu inngöngu í ESB. Þetta hefur komið skýrt fram einhvers staðar í fréttum og á netinu (úr skoðanakönnun), og Hjörtur J. Guðmundsson blaðamaður og ESB-sérfræðingur hefur t.d. vakið athygli á því í pistli á leiðarasíðu Morgunblaðsins.
Jón Valur Jensson, 24.5.2015 kl. 14:28
Ég gef ykkur hér með leyfi til að birta þetta enda reikna ég með að þið munið geta þess hvaðan þessi skrif eru tekin. Hvað varðar kjósendur Samfylkingarinnar þá leyfði ég mér það ábyrgðarleysi að fullyrða svona þar sem ætlun flokksins um að ganga í Evrópusambandið mátti vera kjósendum ljós miðað við það sem á unan var farið. Að sjálfsögðu hefði það átt að koma skýrar fram.
Fyrirsögnin: Þegar blekkingin verður markmiðið var ætlað að lýsa öllu blekkingarferlinu sem hefur verið viðhaft í tengslum við mögulega innlimum landsins í Evrópusambandið.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.5.2015 kl. 14:48
Frábær samantekt hjá þér Rakel og hverju orði sannnara.
Því miður er lánleysi Íslendinga bundið í löngu
úreltu kosningar fyrirkomulagi, sem felst í úr sér gengnum
prófkjörum, einungis ætluð til tryggingar þeim sem
í forsvari flokkana eru. SJS með 199 atkvæði á bak við
sig segir allt.
SDG þurfti að flytja lögheimili sitt
til þess að tryggja sér inngang á þingið vegna
óvægis í atkvæðum.
Á meðan ekki er jafnf gefið, þá verður þetta niðurstaðan.
Endalaust spillt umhverfi fyrir fáa, ekki þjóðina.
Sigurður Kristján Hjaltested, 24.5.2015 kl. 21:24
Heilar þakkir, Rakel. Vitaskuld verður þess getið, hve höfundur er og hvar þetta var fyrst birt. Takk!
Þakkir líka fyrir önnur svör þín; ég skil þær ástæður þínar fyrir orðalaginu. Flestir eða allir áttu að vita, að Samfylkingin vildi inn í ESB, en ákveðnum minnihluta þar var það þó ekki að skapi, en hefur samt látið slag standa að kjósa flokkinn, vegna einhverra annarra stefnumála sem hann var helztur flokka talinn halda á lofti.
Jón Valur Jensson, 24.5.2015 kl. 22:23
Þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.-------- Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. Við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar.--------- Samþykkt á Alþingi 16. júlí 2009.
Hver er það sem er að reyna að blekkja með langri grein sem hundsar atriði eins og ályktun Alþingis? Það er auðvelt að blekkja þegar hlutir eru slitnir úr samhengi og því sem gæti afhjúpað blekkingarleikinn sleppt.
Þetta varð að koma fram, og fleira væri hægt að telja upp, vegna þess að ---Fyrirsögnin: Þegar blekkingin verður markmiðið var ætlað að lýsa öllu blekkingarferlinu sem hefur verið viðhaft í tengslum við mögulega innlimum landsins í Evrópusambandið.--- En þar virðast andstæðingar aðildar oftast hafa vinningin í rangfærslum og blekkingum.
Jós.T. (IP-tala skráð) 24.5.2015 kl. 22:54
Takk, fyrir að leggja þetta inn til umræðunnar Jós.T. þar sem það varpar jú, enn frekara ljósi á þá blekkingu sem liggur í þingsályktunartillögunni sjálfri en ég nennti ekki að elta ólar við.
Til að svara þér ætla ég að notast við gott svar við þessu af vef Bændablaðsins frá 7. apríl sl (slóðin er hér: https://www.bbl.is/skodun/lesendabasinn/afturkollun-umsoknar-um-adild-ad-esb/9184/)
Sama dag og þingsályktunartillagan sem þú bendir á var samþykkt var ESB skrifað bréf „þar sem sótt var um aðild á grundvelli 49. greinar Lissabonsáttmálans. Enga tilvitnun er þar að finna til síðari hluta fyrrnefndrar þingsályktunar.
Þau sjónarmið sem gerð er grein fyrir í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar eru annars vegar forsenda samþykktar um að sótt skyldi um aðild en hins vegar sýna þau þann grundvallar misskilning sem útbreiddur er um eðli ESB og viðræðna um aðild að því. Kjarni þess er ágætlega skýrður í Viðauka I við skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands „Úttekt á stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið og þróun sambandsins“ Á bls. 6 segir þar:
Að því er varðar efnisleg atriði er almennt viðurkennt að umsóknarríkin gangast undir ákveðin grundvallarskilyrði fyrir stækkun (principles of enlargement) sem eru í meginatriðum að þau samþykki sáttmála ESB, markmið þeirra og stefnu og ákvarðanir sem hafa verið teknar síðan þeir öðluðust gildi. Grundvallarskilyrðin eru fjögur:
Hið síðastnefnda varð hluti af aðildarferlinu vegna stækkunar sambandsins 2004 og 2007. Fyrstu þrjú skilyrðin voru þegar hluti af stækkun sambandsins árið 1973. Þessi grundvallarskilyrði eru almennt viðurkennd þótt þau séu ekki talin í áðurnefndri 49. gr. ESB.[...]
Þeir sem vilja að viðræðum verði haldið áfram til að þjóðin geti fengið að kjósa um samning verða því fyrst að skýra hvernig aðlögunarviðræðurnar geta hafist að nýju. Svarið er augljóst: Að fallið verði frá þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem koma fram í áliti meirihluta utanríkismálanefndar í júlí 2009.“
Þetta með það að hér sé beitt blekkingum þar sem vísað er í gögn Evrópusambandsins um það hvernig aðlögunarferlið gengur fyrir sig er svo órökrétt að það svarar sér sjálft.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.5.2015 kl. 23:31
Ég er yfir mig ánægður að þú hefur unnið þetta áfram. Kærar þakkir.
Snorri Hansson, 25.5.2015 kl. 02:03
Þar fjallaði ég um óheiðarleika þeirra sem halda því fram að þjóðin hafi möguleika á að kjósa um inngöngu Íslands í Evrópusambandið að inngönguferlinu loknu.....Mér sýnist enginn vafi leika á því að síðasta ríkisstjórn hafi komist að þeirri niðurstöðu að hafa af þjóðinni þjóðaratkvæðagreiðsluna. Rakel.---------... að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. Alþingi. -------- Þarna er nokkuð augljós þversögn í því sem þú heldur fram og því sem Alþingi samþykkti, blekking eins og það er kallað þegar maður vill ekki nota sterkara orðbragð. Þetta er atriði sem kemur Evrópusambandinu og gögnum þess ekkert við og þeir skipta sér ekkert af. Enda ekki um aðildarríki að ræða.
Við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta.... ---------- Ég reikna fastlega með að við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra hafi verið fylgt þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram komu í álitinu. Það er búið. Næsta mál. Það er blekking að halda því fram að undirbúningur viðræðna og skipulag þeirra þurfi að vera eilífðarverkefni og að verklag og meginhagsmunir geti ekki eftir upprunalegan undirbúning og skipulag tekið breytingum.
Annars skrifar þú mikið, segir lítið, gerir ekki greinarmun á umsókn og aðild og þvælist um víðan völl vitnandi í óskylt efni og atriði sem málinu koma ekkert við og eru ekki áhrifavaldar meðan við erum ekki aðildarríki. Predikar með blekkingar sem markmið, og bara nokkuð góð í því.
Jós.T. (IP-tala skráð) 25.5.2015 kl. 04:16
Snorri, það gleður mig sérstaklega að heyra það!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.5.2015 kl. 12:46
Jós.T., ég held að það skipti engu máli hverju ég svara þér þar sem þú ert svo fastur inni í þinni eigin sjálfsblekkingu í þessu máli að þú leggur ekkert til málana nema hártoganir og útúrsnúninga. Þú getur endurtekið orðið „blekkingar“ út í það endalausa en það breytir ekki regluverkinu í kringum innlimunarferli Evrópusambandsins.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.5.2015 kl. 12:51
Þú hefur staðið þig fábærlega, Rakel, og gagnlegt mjög þetta innlegg þitt 24.5. kl. 23:31 -- heilar þakkir fyrir það!
"Jós.T." er líklega bara gervinafn (huganlega gevinafn á leigupenna), eða kannast nokkur við þann fýr?
Jón Valur Jensson, 28.5.2015 kl. 00:56
UROPEAN COUNCIL
THE PRESIDENT
Brussels, 8 November 2011
EUCO 124/11
PRESSE 415
PR PCE 89
Statement of Herman Van Rompuy,
President of the European Council,
following the meeting with
Prime Minister of Iceland, Ms. Johanna Sigurðardótt
I vas pleased to meet Prime Minister Johanna Sigurðardóttir today and welcome the good progress made so far in the EU accession negotiations with Iceland. This progress is due to
the high level of confidence and cooperation between all parties involved.The Icelandic Government has demonstrated strong
commitment to the EU accession process. I noted that also the majority of the Icelandic public continues to support the accession talks. Strong public support remains essential for EU enlargement, in candidats countries and in EU Member States.
------------------------------------------------------------------------------------------
------------------------------------------------------------------------------------------
Á þessum tíma var um.þ.b. 37% stuðningur við aðild. Það er óþarfi að skrökva að besta vini sínum. !
Mamma mín sagði að það væri ljótt að skrökva og ef ég gerði það oft, kæmi svartur blettur á tunguna.
Snorri Hansson, 28.5.2015 kl. 02:03
Mig rámar í að hafa heyrt af þessum yfirlýsingum Jóhönnu Sigurðardóttur. Það er skelfilegt þegar ráðamenn landsins nýta sér aðstöðu sýna til að ljúga til að ná fram markmiðum sínum. Það má vera að það sé stórt upp í sig tekið en ég hefði haldið að lygar af þessu tagi væru eitthvað sem enginn stjórnmálamaður ætti að komast upp með án alvarlegra afleiðinga.
Satt best að segja skil ég ekki að einhverjir ráðherrar síðustu ríkisstjórnar séu ekki komnir fyrir Landsdóm fyrir það hvernig þeir misfóru með umboð kjósenda í sambandi við ESB, Icesave og í samskiptum við við AGS. Reyndar eru tilefnin fleiri; einkum á efnahagssviðinu.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.5.2015 kl. 02:34
Kærar þakkir fyrir frábæra samantekt Rakel.
Þú segist hissa á því að enginn hlutaðeigandi hafi ennþá þurft að svara til saka fyrir landsdómi. Ég bæti í og segi að það vekur furðu að engum þeirra skuli hafa verið stefnt til Héraðsdóms Reykjavíkur fyrir brot gegn ákvæðum X. kafla hegningarlaga!
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 28.5.2015 kl. 18:26
Eftir alla þessa langloku þá getið þið NEI sinnar ekki bent á ein lög sem hafa verið breytt vegna aðildarferlisins.
Ég bið bara um eitt dæmi!!!!
Annars detta ykkar orð um aðlögun niður sem dauð og ómerk.
sleggjuhvellur, 29.5.2015 kl. 12:56
Þau eru og hafa verið svo mörg að það er illgerlegt að benda bara á ein. Þetta sést m.a. hér: http://www.althingi.is/lagasafn/
Þar sem ég er ekki viss um að þú nennir að fletta upp í þessu öllu til að kanna hvort lögin í lagasafninu tilheyri aðlöguninni eða ekki þá er kannski fróðlegra að lesa þetta hér:
„Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið var undirritaður árið 1992 og lögfestur hér á landi með lögum nr. 2/1993, um Evrópska efnahagssvæðið, sem tóku gildi 1. janúar 1994. Ísland hefur fært regluverk sitt að regluverki Evrópusambandsins í ljósi þess að grundvöllur EES-samningsins er annars vegar grundvallarlöggjöf Evrópusambandsins, þ.e. stofnsáttmálinn (Rómarsáttmálinn), og hins vegar afleidd löggjöf, þ.e. reglugerðir, tilskipanir og ákvarðanir er varða Evrópska efnahagssvæðið.“ (shá hér: http://www.althingi.is/altext/143/s/0977.html)
Ef þér finnst þetta ekki nóg þá er hér skýrsla um “samningsstöðu“ Íslands þar sem það kemur fram að:
„1. Ísland fellst á sameiginlega regluverkið sem varðar 29. kafla um tollabandalagið eins og það stóð 15. maí 2012, með fyrirvörum sem settir eru fram í tengdum köflum eins og fram kemur í IV. hluta.
2. Ísland mun hafa innleitt að fullu allt regluverk sem út af stendur og komið á nauðsynlegum stofnanaramma og upplýsingatæknikerfum við aðild.“
(þessi skýrsla er hér: http://www.vidraedur2009-2013.is/media/ESB/samningskaflar/29/Samnafstk29ISL_LOKA.pdf)
Rakel Sigurgeirsdóttir, 30.5.2015 kl. 01:02
Guðmundur, það var ekkert að þakka. Eiginlega er miklu nær að þakka Snorra Hanssyni sem lagði mér nær allt þetta efni í hendurnar með því að vísa á bæklinginn sem þessi færsla snýst um.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 30.5.2015 kl. 02:55
Lög sem eru innleydd í gegnum EES samninginn tengist ekki aðildarviðræðunum.
Því er marklaust að benda á þær.
sleggjuhvellur, 30.5.2015 kl. 16:38
Þeir sem eru svo sannfærðir í blindu sinni að þeir annaðhvort lesa ekki það sem þeim er svarað eða eru ekki læsir á það sem að þeim er rétt ættu ekki að vera að þvælast fyrir inni á kommentakerfum þar sem rök og vönduð vinnubrögð eru höfð í heiðri.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 30.5.2015 kl. 17:10
Við skulum athuga að reglugerðir sem eru innleidd í gegnum EES samninginn geta engan veginn og verða aldrei að íslenskum lögum.
Því er algjörlega marklaust að tengja EES samninginn við lög á Íslandi.
Núverandi stjórnarskrá, sem landráðamenn vilja breyta.
Verða breyta stjórnarskrá ...
Verði þeim að góðu sem vilja borgarastyrjöld á Íslandi ...
Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 1.6.2015 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.