Pólitískt krabbamein

Það er alveg ljóst að umræðan um inngöngu í Evrópusambandið er miklu eldri en svo að hún hafi orðið til við efnahagshrunið 2008. Þar af leiðandi er það enn furðulegra að a.m.k. tvær síðustu alþingiskosningar og ein forsetakosning hafa í reynd snúist um Evrópusambandið þó afstaðan til inngöngu hafi ekki verið sett á oddinn af öllum aðilum með heiðarlegum hætti.

Væntanlega er það fyrir það að sá háværi minnihluti, sem gerir sér væntingar um að sínum sérhagsmunum verði best borgið með inngöngu í Evrópusambandið, er sér fullmeðvitaður um að mikill meirihluti almennings er á því að ávinningurinn komist ekki í hálfkvisti við það sem mun glatast. Þeir sem skilja hvað felst í hugtakinu fullveldi átta sig nefnilega á því að með innlimum myndi sjálfstæði landsins færast aftur fyrir árið 1944.

Frá 1. maí 2015

Það er ljóst að þeir, sem hafa ánetjast hugmyndinni um valdaafsalið til Evrópusambandsins, hafa lagt í það bæði tíma og peningum að vinna þeirri ætlun sinni að komast þangað inn fylgi. Sumir tala um að með eftirfylgni, ýtni og endalausum áróðri hafi evrópusambandssinnum tekist að leggja undir sig stóran hluta verkalýðshreyfingarinnar og fleiri stofnanir sem láta sig lífskjör og almannahag varða.

Í þessu sambandi hlýtur það að vekja athygli að meðal umsagnaraðila, sem vitnað er til í fréttinni sem þessi færsla er skrifuð við, eru bæði Kennarasamband Íslands og Neytendasamtökin. Væntanlega kemur það hins vegar engum á óvart að Samtök iðnaðarins eiga þessa umsögn um þingsályktunartillögu stjórnarandstöðuflokkanna:

Frjáls og óhindruð viðskipti og aðgang­ur að er­lend­um mörkuðum er lífæð ís­lenskra fyr­ir­tækja. EES-samn­ing­ur­inn skipt­ir þar sköp­um en óvíst er hvort hann einn þjóni hags­mun­um okk­ar til lengri tíma litið. Nauðsyn­legt er að tryggja að fram­hald aðild­ar­viðræðna við ESB verði lagt í dóm þjóðar­inn­ar. [...] Sam­tök iðnaðar­ins [telja] rétt og eðli­legt að fram fari þjóðar­at­kvæðagreiðsla um fram­hald aðild­ar­viðræðna við Evr­ópu­sam­bandið. (sjá fréttina)

Það er auðvitað gott og blessað að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um Evrópusambandið en hún getur hvorki snúist um það sem Samtök iðnaðarins leggja til né það sem segir í þingsályktunartillögu stjórnarandstöðunnar (sjá hér). Á þetta er bent í umsögn Bændasamtaka Íslands:

Þjóðar­at­kvæðagreiðsla um fram­hald viðræðna um aðild Íslands að ESB er [...] inni­halds­laus við nú­ver­andi aðstæður, þ.e. meiri­hluti þjóðar­inn­ar er mót­fall­inn aðild að ESB og eng­in áform eru af þess hálfu um að ljúka viðræðum og taka inn ný ríki á næstu árum. Eina þjóðar­at­kvæðagreiðslan um ESB sem myndi hafa þýðingu und­ir þess­um kring­um­stæðum fæl­ist í því að spyrja þjóðina hvort hún vildi ganga í sam­bandið eða ekki, en fram­an­greind þings­álykt­un­ar­til­laga legg­ur það ekki til. (sjá aftur fréttina)

Sú áhersla sem kemur fram í þingsályktunartillögu formanna stjórnarandstöðuflokkanna svo og umsögnum evrópusinna getur því ekki falið annað í sér en þeir kjósi að ganga fram hjá fyrirvörunum sem voru settir með umsókn þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur og Össurar Skarphéðinssonar frá vorinu 2009. Þegar það er haft í huga að aðildarviðræðurnar strönduðu á þessum fyrirvörum fer óheiðarleikinn í orðalagi þingsályktunartillögu þeirra: Árna Páls Árnasonar, Katrínar Jakobsdóttur,Guðmundar Steingrímssonar og Birgittu Jónsdóttur, vart fram hjá nokkrum manni:

Vilt þú að Ísland taki upp þráðinn í viðræðum við Evrópusambandið með það að markmiði að gera aðildarsamning sem borinn yrði undir þjóðina til samþykktar eða synjunar?
 _ Já.
 _ Nei.

Meginóheiðarleikinn liggur þó í því að halda því fram að þjóðin geti kosið um inngöngu eftir að inngönguferlinu er lokið með upptöku Lissabonsáttmálans. Þessi óheiðarleiki aðildarsinna er vissulega það sem nærir þá stjórnmálakreppu sem hér ríkir og má því kallast pólitískt krabbamein. Krabbamein sem er hætt við að eigi eftir að grassera sem aldrei fyrr í næstu forseta- og alþingiskosningum með ekki minni aukaverkunum en kjósendur urðu að þola í síðustu sveitarstjórnar-, alþingis- og forsetakosningum.

Að lokum langar mig til að hvetja lesendur til að kynna sér rök þeirra sem eru á móti mögulegri inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Það má gera það á einfaldan og þægilegan hátt með því að hlusta á viðmælendurna í myndbandasyrpunni Þess vegna NEI við ESB


mbl.is Fleiri umsagnir með þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Frábær pistill. Enda ekki við öðru að búast

frá þér.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 15.5.2015 kl. 23:01

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir innlit og undirtektir.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.5.2015 kl. 23:22

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Adildarsinnum virdist fátt heilagt í áródursherferd sinn. Sannleikurinn, já eda hálfsannleikurinn, hafdur til hlidar, en ryki slegid í augu fólks med allskyns ordaleikjum og bulluppákomum. Sendiför einsatkvaedisformannsins á kommisarathingid, thar sem hann stundadi svívirdilega framkomu gagnvart löglega kjörnum stjórnvöldum, er enn ein sönnun thess, hve langt thetta fólk er reidubúid ad ganga. Madur getur varla varist theirri hugsun ad ákafi sumra um inngöngu hljóti ad stafa af von, eda fullvissu, um thaegilegt starf í bjúrókratinu, feitum tékkum og ferdalögum á business class. Thingsályktunartillagan, sem vitnad er í hér ad ofan, frá herra einsatkvaedi og fleirum, sýnir svo ekki verdur um villst ad ekkert er sett fram berum ordum, heldur laedst í hringi med lodnu ordavali og villandi umsögnum. Herra einsatkvaedi á thar sennilega metid, enda fáir sem standast honum snúning, er kemur ad thví ad bulla út um eyrun á sér, eda leika trúd á erlendri grund. Pólitískt krabbamein held ég ad eigi bara býsna vel vid ástandid í dag, thví midur.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 16.5.2015 kl. 03:07

4 Smámynd: Snorri Hansson

Össur braut á leiðbeiningum ESB. og skrökvaði allan tíman að þjóðinni með því að fullyrða að "það væri verið að semja“.

Stækkunarstjóri ESB hefði átt að víta Össur Skarphéðinsson fyrir afglöp í starfi við inngönguferli íslands að sambandinu. Hann kom fram við landa sína nákvæmlega þannig sem leiðbeiningar segja að eigi ekki að gera.

Þetta leiðbeiningar skjal er gert  sérstaklega fyrir yfirvöld og samninganefndir  Íslands og Tyrklands.

http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/20110725_understanding_enlargement_en.pdf

Ég bið fólk um að lesa þetta skjal vandlega ef það hefur minnsta áhuga á hver sannleikurinn er.

                                   --------------------------------------------------------

1.) Þar segir að eftir margar umsóknir undanfarið sé búið að skerpa enn frekar á því að umsóknarþjóðir virði og uppfylli að fullu og öllu hin 100.000 blaðsíðna, óumsemjanlega sáttmála sambandssins .  ALLT EÐA EKKERT.!!   Það sé algengur misskilningur  að verið sé að semja um mál.

2) Það er sérstaklega tekið fram að ekki sé möguleiki á inngöngu nema umsóknarþjóðin sé vel upplýst og einhuga  um inngöngu.!!

3) Það sé mögulegt að þjóð þurfi að breyta viðkvæmu og efnahagslega mikilvægu atriði til að uppfylla sáttmálann. Um slík mál þurfi yfirvöld að ræða vel við þjóð sína !!  ( T.d. orku og fiskveiðiauðlindir !!!)

Beint úr bæklingnum:

The term

“negotiation”

can be misleading.

Accession negotiations focus on the conditions and

timing of the candidate’s adoption, implementation

and application of EU rules – some 100,000 pages of

them. And these rules (also known as the

acquis

 

French for

“that which has been agreed”

 are not negotiable

Það eru svo margir sem raunverulega halda að um viðskiptasamning sé að ræða og eftir lanhelgismálin séu íslendingar í góðum málum. En málið er að hér er alls ekki verið að semja og þetta er frelsissvifting sem alls ekki hentar Íslandi.

Frelssisvifting sem mun stigmagnast á næstu árum.

Snorri Hansson, 16.5.2015 kl. 03:27

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála Sigurði frábær pistill. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2015 kl. 09:11

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Datt inn í viðtal við þig ofl.á Ú.S.,það vakti forvitni mína og síðan ánægju.

Helga Kristjánsdóttir, 16.5.2015 kl. 14:47

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég þakka öllum hér að ofan innlit og innlegg. Ég þakka þeim Halldóri Agli Guðnasyni og Snorra Hanssyni fyrir viðbæturnar.

Ég tek undir með Halldóri og get ekki annað en tortryggt þá sem setja ekkert „fram berum ordum, heldur laedst í hringi med lodnu ordavali og villandi umsögnum“. Mér finnst þetta reyndar einkenna alltof marga sem aðhyllast inngöngu í Evrópusambandið.

Innlegg Snorra er virkilega fróðlegt og áhugavert en mig langar til að spyrja hann hvort það er ekki réttur skilningur hjá mér að það sem þú telur upp hafi verið sett upp af Evróðusambandinu fyrir aðildarviðræður þess við Ísland annars vegar og Tyrklandi hins veggar?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.5.2015 kl. 23:54

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Helga, mér þykir sérstaklega vænt um að heyra að viðtalið við okkur Þollý Rósmundsdóttur, blússöngkonu, hafi vakið forvitni þína og ánægju. Það má benda forvitnum á að þetta viðtal má finna hér: http://www.utvarpsaga.is/eldri-thaettir-2.html (Síðdegisútvarpið 2-hluti, 15. maí 2015. Umsjón Edith og Drífa)

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.5.2015 kl. 00:00

9 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Núverandi aðlögunarferli var sett upp þegar A- Evrópuþjóðirnar bönkuðu upp á hjá ESB upp úr aldamótum. Ástæðan fyrir því að Evrópusambandið breytti ferlinu var að sambandið vildi ekki sitja uppi með þjóðir sem væru orðnir meðlimir en eigi samt eftir að aðlaga sitt regluverk að regluverki ESB. Núverandi kerfi gerir því ráð fyrir að nýjar þjóðir séu búnar að aðlaga allt regluverkið að regluverki ESB áður en þjóðin fái að kjósa um "samninginn" þó með smávægilegum aðlögunarfrestum sem skipta engu máli þegar á heildina er litið.

Lygaþvælan sem Samfylkingin spann upp var að við værum að fara í sama ferli og Norðmenn fóru á sínum tíma þar sem engin krafa var um að aðlögun yrði lokið fyrir lok samnings. Sannleikurinn er bara sá að Ísland fær engan afslátt að aðildarferlinu sem sett var upp fyrir A- Evrópu og því þarf Ísland að aðlaga sitt regluverk að ESB, þar á meðal sameiginlega fiskveiðistjórnun, áður en þjóðin fái aðkomu að málinu.

Þegar búið verður að aðlaga Ísland að ESB með því að víkja í burtu fyrirvörum í þjóðaratkvæðagreiðslu stjórnarandstöðunnar og klára "samninginn" þá verða öll tækifæri nýtt til að skella á kosningu um "samninginn" þótt þjóðin hafni honum í fyrstu atrennu og mun það verða svo alveg þangað til rétt niðurstaða fæst.

Að sjálfsögðu strandaði umsóknin strax 2011 enda kærði ESB sig ekkert um að aðlagast Íslandi eins og fyrirvarar Alþingis með umsókninni segja í raun og veru til um. Ekki eru í boði undanþágur en ríki geta samið um strangari skilyrði og þá eingöngu þegar um er að ræða verndunarsjónarmið. Sú tíð að hægt sé að semja um snus og sumarbústaði er liðin tíð.

Eggert Sigurbergsson, 17.5.2015 kl. 01:12

10 Smámynd: Snorri Hansson

Líklega hafa verið gerðir svipaðir bæklingar við upphaf viðræna flestra umsóknarríkja og hér er uppfærð útgáfa af þeim. Hér er afar vinsamleg lesning en samt kemur vel fram að hverjum hver er að aðlagast. Ég skora á þig að lesa hann allann.

Athugasemd Eggerts er afar góð „Tími snus og sumarbústaða er  liðinn.“

Á „samningstímanum“ kom upphrópun um að það hefði unnist að Íslendingar þurfi ekki að gegna herþjónustu gangi þeir í sambandið !

Hér var bullað vegna þess að það var ekki fyrr en á síðustu tveimur árum sem ESB hefur opinberlega stefnt að eigin her.

Það sem ég tel alltof lítið talað um er hin ákveðna sambræðslustefna ESB. Þar sem ákveðið er verið að rýra gyldi sjálfra aðildarþjóðanna og yfirtaka alla stjórn þeirra.

Það er í raun alls ekki talað um þetta við íbúa landana og ekki heldur samstaða meðal stjórnenda þeirra. En framkvæmdin er knúin áfram ákveðið og skipulega og ef til vill hentar það einhverjum þessara þjóða.

Bretum blöskrar þessi yfirgangur og þess vegna verða kosningar um veru þeirra í sambandinu

eftir ár eða tvö eftir  að Cameron hefur reynt að aðlaga ESB að Bretum !?

Snorri Hansson, 22.5.2015 kl. 02:23

11 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er hæstánægð með innlegg ykkar beggja, þ.e. Eggerts og þín. Ég hafði sérstaka ánægju af þessu sem þú hefur eftir honum því orðalagið gefur mér tilefni til að draga þá ályktun að hann hafi a.m.k. horft á þetta myndband: https://www.youtube.com/watch?v=nU7Z6ZL4xac úr myndbandasyrpunni: Þess vegna NEI við ESB.

Ég er ekki búin að lesa allan bæklingin sem þú vísaðir á hér í fyrri athugasemd en ég er a.m.k. búin að finna það sem þú vísaðir á og lesa það gaumgæfilega. Það er aldrei að vita nema ég geri eitthvað með það sem þar kemur fram á þessum vettvangi fljótlega.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.5.2015 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband