Þess vegna NEI við ESB
1.5.2015 | 01:21
Samtökin NEI við ESB tóku þá ákvörðun fyrr í mánuðinum að safna saman upptökum á viðtölum við ýmsa aðila í þeim tilgangi að koma málstað þeirra, sem eru á móti mögulegri inngöngu Íslands í Evrópusambandið, á framfæri. Til verksins voru fengin Rakel Sigurgeirsdóttir og Viðar Freyr Guðmundsson. Bæði unnu að ekki ósvipuðu verkefni vorið 2011 í tengslum við NEI við Icesave.
Lokið var við upptökur um síðustu helgi en fjögur myndbönd hafa nú þegar verið gerð aðgengileg á You Tube-síðu Heimssýnar. Fleiri eru væntanleg á næstu dögum. Þeir sem koma fram í því sem er búið að birta eru sumir vel þekktir eins og núverandi formaður Heimsýsnar og tveir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna. Auk þeirra kemur fram vinsæll rappari sem segir það litla alþjóðahyggju að vilja loka sig af fyrir heiminum innan tollamúra gömlu nýlenduveldanna.
Viðmælendurnir koma annars úr ýmsum áttum og eru líka á öllum aldri. Allir eiga það þó sameiginlegt að vera andstæðingar Evrópusambandsaðildar. Í viðtölunum draga þessir hvers vegna þeir eru á móti mögulegri inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Rökin eru margvísleg en margir leggja áherslu á að fullveldið tapist við inngöngu í Evrópusambandið og að forræðið yfir grunnstoðum íslensks efnahagslífs, eins og sjávarútvegi og annarri auðlindanýtingu, flytjist úr landi.
Einhverjir fara líka vandlega ofan í saumana á helstu rökum þeirra, sem tala um að geta ekki tekið afstöðu nema vita hvað verði í svokölluðum pakka, sem sumir virðast halda að sé í boði. Þessir benda á að með breyttum inntökuskilyrðum Evrópusambandsins þá sé ekki um neitt pakkatilboð að ræða heldur liggi samningurinn fyrir í Lissabonsáttmálanum sem var undirritaður í lok árs 2007.
Með honum er ekki um neinar varanlegar undanþágur að ræða í veigamiklum málaflokkum. Undanþágurnar sem hafi verið veittar eru aðeins í smámálum sem skipta Evrópusambandið engu máli í efnahagslegu tilliti eins og einn viðmælandinn orðar það. Sem dæmi tekur hann að sambandið veitti Svíum undanþágu varðandi munntóbak, Dönum vegna sumarhúsa og Möltubúar fá að veiða eitthvað af skrautfiskum áfram.
Umsóknin ekki verið afturkölluð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Alltaf góð!
Helga Kristjánsdóttir, 1.5.2015 kl. 01:34
Flott framtak. Takk.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.5.2015 kl. 07:33
Takk fyrir báðar
Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.5.2015 kl. 12:16
Vel gert.
Það er betra að vera hluti af samfélagi 193 (eða fleiri) ríkja heldur en að binda sig í haftabandalag 28 ríkja. Einlægur vilji til að ganga í slíkt bandalag er sönn eingangrunarhyggja.
Bestu kveðjur.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.5.2015 kl. 23:29
Góður!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.5.2015 kl. 04:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.