Fjármála- og efnahagsráđuneytiđ
14.8.2013 | 04:26
Ţetta er annar ţáttur af tíu af samanburđi á menntun og starfsreynslu ţeirra sem voru ráđherrar undir lok síđasta kjörtímabils og ţeirra sem gegna ţessum embćttum nú. Í síđasta pistli voru forsćtisráđherrarnir bornir saman. Hér verđa ţađ fjármála- og efnahagsráđherrarnir.
Fjármálaráđherra er eitt af elstu embćttisheitum núverandi stjórnarfyrirkomulags. Fyrsti fjármálaráđherrann var Björn Kristjánsson (sjá hér) en hann gegndi embćttinu ađeins í eitt ár eđa áriđ 1917. Ţetta var í fyrstu innlendu ríkisstjórninni sem sat á árunum 1917 til 1920. Auk fjármálaráđuneytisins voru ţar forsćtis-, og dóms- og kirkjumála- og atvinnumálaráđuneyti (sjá hér) eđa alls fjórir málefnaflokkar ţar sem dóms- og kirkjumálin voru saman.
Fram til ársins 1939 voru ţeir sem gegndu stöđu ráđherra aldrei fleiri en tveir eđa ţrír. Ţađ var ţví ekkert óvanalegt ađ sami ráđherra fćri međ tvö ráđuneyti. Ţó málefnunum sem ráđherrarnir höfđu á sinni könnu taki ađ ađ fjölga upp úr 1932 ţá er ţađ ekki fyrr en viđ hernámiđ sem ráđherrum tekur ađ fjölga og eru almennt fjórir til fimm nćstu kjörtímabil á eftir.
Frá upphafi hefur ţađ veriđ langalgengast ađ sá ráđherra sem fer međ fjármálin hafi ekki fleiri málefnaflokka á sinni könnu en ţó kom ţađ fyrir á fyrstu árum ráđuneytanna ađ forsćtisráđherra fćri líka međ fjármálaráđherraembćttiđ. Ţessi háttur var hafđur á í fyrsta skipti áriđ 1926 en ţá var Jón Ţorláksson bćđi forsćtisráđherra og fjármálaráđherra (sjá hér).
Ţađ er vissulega forvitnilegt ađ skođa menntun og starfsreynslu ţeirra manna sem áttu sćti sem ráđherrar í fyrstu innlendu ráđuneytunum á árunum 1917 til 1944 sem mćtti ef til vill kalla fullveldistímabiliđ ţar sem lýđveldiđ var ekki stofnađ fyrr en áriđ 1944. Ţar sem Íslendingar öđluđust ekki full yfirráđ yfir eigin málum fyrr en viđ lýđveldisstofnunina er ekki fráleitt ađ tala um ţennan tíma sem einhvers konar ćfingartímabil.
Ađ öllu gamni slepptu ţá er rífleg ástćđa til ađ velta ţví fyrir sér af fullri alvöru hvađa áhrif hefđir og venjur, sem urđu til á ţeim mótunartíma áđur en Íslendingar höfđu öđlast full yfirráđ yfir sínum eigin málum, eru hafđar í heiđri enn í dag varđandi embćttisskipan og annađ sem lýtur ađ stjórnskipan landsins. Ţađ verđur ţó ekki staldrađ viđ ţetta atriđi frekar ađ sinni en ţađ er ekki ólíklegt ađ ţví verđi velt upp síđar í ţessu verkefni og meira gert úr ţví ţá.
Eins og áđur segir er fjármálaráđherra eitt af elstu embćttisheitunum innan ráđuneyta íslenskrar stjórnsýslu. Frá upphafi hefur ţađ líka veriđ algengast ađ sá sem gegnir ráđherraembćttinu í fjármálaráđuneytinu fari ekki međ fleiri málaflokka.
Í desember 2009 skipađi ţáverandi forsćtisráđherra, Jóhanna Sigurđardóttir, nefnd sem var faliđ [...] ţađ verkefni ađ gera tillögur um endurskođun laga nr. 73 sem eru frá árinu1969, um Stjórnarráđ Íslands, og eftir atvikum ađrar lagareglur sem lúta ađ starfsemi Stjórnarráđsins og stjórnsýslu hér á landi (sjá hér).
Nefndin skilađi tillögum sínum ári síđar ţar sem eftirfarandi kemur m.a. fram:
Nefndin telur ađ fella eigi brott ákvćđi laganna [frá 1969] ţar sem heiti ráđuneyta eru tilgreind og ađ međ ţví skapist svigrúm fyrir ríkisstjórn hverju sinni, einkum viđ stjórnarmyndun, ađ ákveđa fjölda ráđuneyta og heiti ţeirra. (sjá sama)
Ný lög um Stjórnarráđ Íslands voru svo samţykkt frá Alţingi í september 2011 (sjá hér). Ţar er ađ finna lagagrein sem byggir á ofangreindri tillögu nefndarinnar um ţetta atriđi:
Stjórnarráđ Íslands skiptist í ráđuneyti. Ráđuneyti eru skrifstofur ráđherra og ćđstu stjórnvöld framkvćmdarvaldsins hvert á sínu málefnasviđi. Ákveđa skal fjölda ráđuneyta og heiti ţeirra međ forsetaúrskurđi, sbr. 15. gr. stjórnarskrárinnar, samkvćmt tillögu forsćtisráđherra. (sjá hér)
15. grein Stjórnarskrárinnar er svohljóđandi: Forsetinn skipar ráđherra og veitir ţeim lausn. Hann ákveđur tölu ţeirra og skiptir störfum međ ţeim. (sjá hér)
Ári síđar, eđa 1. september 2012, voru ţćr breytingar gerđar á embćtti ţáverandi fjármálaráđherra, sem á ţeim tíma var Oddný G. Harđardóttir, ađ ţađ var aukiđ í fjármála- og efnahagsráđherra. Ţess má geta ađ ţessar breytingar fóru fram viđ fjórđu og nćstsíđustu breytingarnar sem voru gerđar á mönnun og málefnaskiptingu innan ráđuneytanna á síđasta kjörtímabili.Fjármála- og efnahagsráđherra
Embćtti fjármálaráđherra var fyrst í höndum Steingríms J. Sigfússonar (hann tók viđ öđrum ráđuneytum í desember 2011), ţá Oddnýjar G. Harđardóttur (hún vék fyrir Katrínu Júlíusdóttur 1. október 2012) en síđasta ţingvetur kjörtímabilsins var ţađ Katrín Júlíusdóttir sem gegndi ţví. Katrín er fćdd 1974 og var ţví 38 ára ţegar hún tók viđ embćtti fjármála- og efnahagsráđherra á síđasta ári. Áđur hafđi hún veriđ iđnađarráđherra en hún tók viđ ţví embćtti í upphafi síđasta kjörtímabils ţá 35 ára ađ aldri. Á síđasta landsfundi Samfylkingarinnar var hún svo kjörin varaformađur flokksins.
Bjarni Benediktsson er fćddur 1970 og er ţví 43 ára. Hann er fjármála- og efnahagsráđherra í nýskipađri ríkisstjórn. Hann hefur veriđ formađur Sjálfstćđisflokksins frá ţví hann var 39 eđa frá árinu 2009.
Menntun og starfsreynsla:
Katrín útskrifađist sem stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi áriđ 1994. Ári síđar innritađist hún í mannfrćđi viđ Háskóla Íslands. Nćstu fjögur árin var hún skráđ í mannfrćđina en hefur ekki lokiđ prófi. Annađ nám sem kemur fram á ferilskrá hennar á vef Alţingis er námskeiđ sem hún hefur tekiđ hjá Endurmenntun Háskóla Íslands í hugbúnađargerđ. Ţađ var áriđ 2001.
Sama ár og hún útskrifađist sem stúdent frá MK var hún ráđin sem innkaupastjóri hjá G. Einarsson & co. ehf. Fyrirtćkiđ flytur inn barnafatnađ ađallega frá Ţýskalandi. (sjá hér). Hún var í ţessari stöđu nćstu fimm árin. Ţar af fjögur samhliđa háskólanáminu. Síđasta áriđ sem Katrín var skráđ í mannfrćđina var hún framkvćmdastjóri stúdentaráđs Háskóla Íslands, ţá 24 ára.
Áriđ eftir, eđa áriđ 1999, tók hún viđ framkvćmdastjórastöđu hjá innflutningsfyrirtćkinu G. Einarsson & co. ehf en ári síđar var hún ráđin sem verkefnastjóri og ráđgjafi hjá ráđgjafar- og hugbúnađarhúsinu Innn hf (sjá hér um fyrirtćkiđ). Ţessari stöđu gegndi hún nćstu ţrjú árin eđa ţar til hún var kosin inn á ţing áriđ 2003, ţá 29 ára.
Bjarni er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hann útskrifađist ţađan 19 ára gamall. Ţegar hann var 25 útskrifađist hann úr lögfrćđinámi frá Háskóla Íslands. Áriđ eftir var hann í ţýsku- og lögfrćđinám í Ţýskalandi en í framhaldinu tók hann sérhćfđa meistaragráđu í lögum (LL.M.-gráđu) frá University of Miami School of Law í Bandaríkjunum. Áriđ 1998 bćtir hann viđ sig réttindum hćstaréttarlögmanns og löggilts verđbréfamiđlara, ţá 28 ára.
Áriđ sem hann útskrifađist úr lögfrćđinni vann hann sem fulltrúi hjá sýslumanninum í Keflavík. Heimkominn frá Bandaríkjunum, áriđ 1997, gerist hann lögfrćđingur hjá Eimskip og var ţar í tvö ár. Ţá fór hann út í eigin rekstur sem lögmađur hjá Lex lögmannsstofu og viđheldur ţeim rekstri fram til ţess ađ hann er kosinn inn á ţing áriđ 2003, ţá 33 ára.
Félagsstörf af ýmsu tagi:
Katrín byrjađi snemma ađ feta sig upp metorđastigann í pólitíkinni. Sama ár og hún varđ stúdent var hún í stjórn Verđandi, ungliđahreyfingar Alţýđubandalagsins, og ritari Alţýđubandalagsins í Kópavogi. Ţessum embćttum gegndi hún ţar til hún varđ framkvćmdastjóri stúdentaráđs Háskóla Íslands. Hins vegar var hún áfram í miđstjórn Alţýđubandalagsins, fulltrúi Röskvu í stúdentaráđi og háskólaráđi Háskóla Íslands og kennslumálanefnd Háskóla Íslands 1997-1999.
Sama ár og hún tók viđ verkefnastjóra- og ráđgjafastöđunni hjá ráđgjafar- og hugbúnađarhúsinu Innn hf. var hún komin í framkvćmdastjórn Samfylkingarinnar, stjórn Evrópusamtakanna og orđin varaformađur ungra jafnađarmanna. Ţess má geta ađ hún sat í framkvćmdastjórn Samfylkingarinnar og stjórn Evrópusamtakanna ţar til hún var kosin á ţing. Auk ţess má geta ţess ađ hún var formađur ungra jafnađarmanna árin 2000-2001 og varaformađur í framkvćmdaráđi Samfylkingarinnar árin 2001-2003. Hún var kjörin varaformađur Samfylkingarinnar í febrúar á ţessu ári.
Miđađ viđ ferilskrá Bjarna á hann sér svolítiđ fjölbreyttari bakgrunn á sviđi félagsstarfa. Hann var t.d. framkvćmdastjóri lögfrćđiađstođar Orators, félags laganema síđasta áriđ sitt í lögfrćđinni viđ Háskólann og formađur knattspyrnudeildar Ungmennafélagsins Stjörnunnar í Garđabć fyrstu tvö árin eftir ađ hann var kosinn inn á ţing.
Líkt og Katrín byrjađi Bjarni ungur ađ feta sig upp pólitíska metorđastigann. Ţegar hann var 21s árs var hann kominn í stjórn Hugins, félags ungra sjálfstćđismanna í Garđabć og átti ţar sćti nćstu ţrjú árin. Síđast sem formađur ţess.
Frá 28 ára aldri og fram til 32 átti hann sćti í stjórn Heilsugćslu Garđabćjar og ţá í skipulagsnefnd sama bćjar um skamma hríđ. Eftir ađ hann settist inn á ţing var hann varaformađur Flugráđs á árunum 2003-2007 og átti sćti í stjórnarskrárnefnd á árunum 2005-2007. Hann var kosinn formađur Sjálfstćđisflokksins áriđ 2009, ţá 39 ára.
Ţingstörf og nefndarsetur á vegum ţess:
Katrín kom ný inn á ţing voriđ 2003 og hefur ţví setiđ inni á ţingi í einn áratug. Hún hefur veriđ ţingmađur suđvesturkjördćmis frá upphafi. Á ferlinum hefur hún átt sćti í fjölmörgum nefndum; eđa tveimur til ţremur á hverjum tíma ađ undanskildu síđasta kjörtímabili ţar sem hún var ráđherra.
Međal ţeirra nefnda sem hún hefur átt sćti í eru allsherjarnefnd ţar sem hún sat fyrsta ţingáriđ, fjárlaganefnd ţar sem hún sat á árunum 2005-2007, iđnađarnefnd á árunum 2005-2009 og umhverfisnefnd árin 2007-2009. Ţess má svo geta ađ hún var formađur iđnađarnefndar árin 2007-2009.
Bjarni kom inn á ţing á sama tíma og Katrín og hefur ţví líka setiđ inni á ţingi í einn áratug. Eins og Katrín hefur hann veriđ ţingmađur suđvesturkjördćmis frá upphafi. Frá ţví ađ hann kom inn á ţing hefur hann átt sćti í fjölda ţingnefnda; eđa ţremur til fjórum á hverjum tíma ađ undanskildu síđasta kjörtímabili. Ţá átti hann eingöngu sćti í utanríkismálanefnd ţar sem hann hefur setiđ frá árinu 2005.
Ađrar nefndir sem hann hefur átt sćti í, og verđa dregnar hérna fram, er allsherjarnefnd ţar sem ţau Katrín voru samtíđa í eitt ár. Bjarni átti sćti í ţessari nefnd á árunum 2003-2007 og var formađur hennar líka. Á sama tíma sat hann í fjárlaganefnd. Árin 2004-2005 átti hann sćti í heilbrigđis- og trygginganefnd og svo efnahags- og skattanefnd í stjórnartíđ Samfylkingar og Sjálfstćđisflokks eđa árin 2007-2009.
Ráđherraembćtti:
Katrín var 35 ára ţegar hún var skipuđ iđnađarráđherra í upphafi síđasta kjörtímabils. Ţví embćtti gegndi hún til haustsins 2012. Ţađ er ţó rétt ađ geta ţess ađ hún var í fćđingarorlofi frá 24. febrúar 2012 til ţess tíma ađ hún var skipuđ fjármála- og efnahagsráđherra 1. október 2012. Katrín var ţví 38 ára ţegar hún tók viđ fjármála- og efnahagsráđuneytinu.
Ţess má geta ađ Oddný G. Harđardóttir gegndi ráđherraembćtti hennar frá 24. febrúar til 6. júlí 2012 en ţá tók Steingrímur J. Sigfússon viđ ţví embćtti og gegndi ţví til til 1. september 2012. Viđ ţađ tćkifćri var ţriđja og síđasta verulega breytingin á ráđuneytunum í forsćtisráđherratíđ Jóhönnu Sigurđardóttur sem fólst m.a. í ţví ađ Steingrímur J. Sigfússon var gerđur ađ atvinnuvega- og nýsköpunarráđherra og tók ţannig yfir ráđuneytiđ sem Katrínu hafđi veriđ úthlutađ.
Ţegar Katrín sneri aftur úr fćđingarorlofinu fékk hún ráđuneytiđ sem hann hafđi stýrt áđur í stađinn en Oddný G. Harđardóttir, sem tók viđ ráđuneyti Steingríms 31. desember 2011, vék fyrir Katrínu (sjá hér). Katrín hafđi setiđ í níu ár á ţingi ţegar hún tók viđ stjórn efnahags- og fjármála í landinu (sjá nánar hér).
Međ nýrri stjórn tók Bjarni viđ fjármála- og efnahagsráđuneytinu. Eins og áđur hefur komiđ fram hefur hann setiđ á ţingi í 10 ár eđa tvö og hálft kjörtímabil (hér er vísađ til kjörtímabilsins sem ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstćđisflokkur sátu bara hálft). Bjarni er 43ja ára ţegar hann tekur viđ embćtti fjármála- og efnahagsráđherra (sjá nánar hér).
Samantekt
Katrín var tvítug ţegar hún lauk stúdentsprófi. Strax ađ stúdentsprófi loknu gerđist hún innkaupastjóri hjá innflutningsfyrirtćki sem flutti inn barnafatnađ. Á sama tíma byrjađi hún ađ hasla sér völl í pólitíkinni. Hún var skráđ í mannfrćđi viđ Háskóla Íslands á árunum 1994-1999 en hefur ekki útskrifast úr ţví námi enn.
Áđur en hún settist inn á ţing, 29 ára gömul, var hún framkvćmdastjóri stúdentaráđs Háskóla Íslands í eitt ár og annađ hjá innflutningsfyrirtćkinu G. Einarsson & co. auk ţess sem hún starfađi sem verkefnisstjóri og ráđgjafi hjá Ráđgjafar- og hugbúnađarhúsinu Innn hf. í ţrjú ár. Á sama tíma vann hún sig áfram upp metorđastigann á sviđi stjórnmála. Fyrst innan Alţýđubandalagsins og svo Samfylkingarinnar.
Frá ţví ađ hún settist inn á ţing hefur hún veriđ í tveimur til ţremur ţingnefndum á hverju kjörtímabili ađ síđasta kjörtímabili undanskyldu en ţá var hún fyrst iđnađarráđherra og síđar fjármála- og efnahagsráđherra. Ţegar hún tók viđ embćtti iđnađarráđherra hafđi hún setiđ á ţingi í sex ár. Ţremur árum síđar tók hún viđ embćtti fjármála- og efnahagsráđherra.
Bjarni var 19 ára ţegar hann lauk stúdentsprófi en ólíkt Katrínu útskrifađist hann úr sínu námi í Háskólanum og bćtti viđ sig gráđu og réttindum ađ ţví loknu. Ţegar hann var 28 ára var hann kominn međ réttindi sem löggiltur verđbréfamiđlari og hérađsdómslögmađur.
Áriđ sem Bjarni varđ 25 ára starfađi hann sem fulltrúi hjá lögmanninum í Keflavík en frá 1997 til 1999 var hann lögfrćđingur hjá Eimskip. Nćstu fjögur ár var hann lögmađur međ eigin rekstur á Lex lögmannsstofu en var ţá kosinn inn á ţing sama ár og Katrín Júlíusdóttir eđa áriđ 2003.
Frá ţví ađ hann settist inn á ţing hefur hann veriđ í ţremur til fjórum ţingnefndum á kjörtímabili ef ţađ síđasta er undanskiliđ en ţá átti hann ađeins sćti í utanríkismálanefnd. Eftir ađ Bjarni settist inn á ţing gerđist hann virkur í viđskiptalífinu og var stjórnarformađur N1 og BNT á árunum 2005 2008 en BTN var ţađ sem hefur veriđ kallađ móđurfélag N1s (sjá sérstakan heimildalista hérna neđst varđandi ţennan ţátt á ferli Bjarna).
Bćđi, Katrín og Bjarni, hafa stundađ einhverja atvinnu samhliđa námi ásamt stjórnmálatengdum félagsstörfum. Katrín er ţó öllu stórtćkari á ţví sviđi en Bjarni ţar sem hún vann viđ innflutning hjá G. Einarssyni & co. ehf allan tímann sem hún er skráđ í nám í háskólanum auk ţess ađ sitja í ýmsum pólitískum stjórnum, ráđum og nefndum öll háskólaárin. Mest fimm á sama tíma.
Árin 1998 var Katrín í sex hlutverkum ţar sem hún var innkaupastjóri innflutningsfyrirtćkisins sem hún vann hjá, framkvćmdastjóri stúdentaráđs HÍ, í miđstjórn Alţýđubandalagsins, fulltrúi í stúdentaráđi - og háskólaráđi HÍ og í kennslumálanefnd sama skóla. Af ferilskrá Katrínar inni á vef Alţingis ađ dćma hefur hún veriđ ólétt á ţessum tíma ţannig ađ ţađ er útlit fyrir ađ hún hafi fyllst einhverjum ofurkrafti međ međgöngunni. Ţađ er ef til vill sanngjarnt ađ minna á ađ á ţessum tíma var Katrín á 25. aldursári og ţess vegna ung og vćntanlega vel frísk.
Ţegar kemur ađ mati á ţví hvort ţessara tveggja, Katrín eđa Bjarni, er hćfara til ađ gegna stöđu fjármála- og efnahagsráđherra ţá hlýtur skortur beggja á námi í efnahagstengdum greinum ađ vekja sérstaka athygli. Ef hins vegar pólitískur metnađur skiptir meginmáli varđandi embćttisskipunina ţá eru ţau vćntanlega bćđi metin vel hćf.
Ţegar menntunarţátturinn er skođađur nánar er líklegra ađ Bjarni geti sótt eitthvađ, sem kemur honum ađ notum í embćttinu, í átta ára nám í lögfrćđi en Katrín hafi fundiđ eitthvađ úr háskólakúrsunum, sem hún tók í mannfrćđinni, sem hafi veriđ hald í. Starfsreynslulega séđ er ţađ heldur ekki ólíklegt ađ Bjarni geti sótt fleira í sinn reynslubanka sem nýtist honum í núverandi embćtti en Katrín gat á međan hún gegndi ţessu sama embćtti.
Ţegar kemur ađ trausti er líklegra ađ Katrín hafi vinninginn en sennilega vegur trúverđugleikinn eitthvađ á móti ţannig ađ ef til vill koma ţau jafnt út hvađ ţennan ţátt varđar ţegar upp er stađiđ. Ef marka má ánćgjumćlingar Gallups mćldist ánćgja ţátttakanda međ störf Katrínar sem ráđherra hćst 29,9%. Ţessi mćling er frá ţví í mars 2012 eđa ţegar Katrín var í fćđingarorlofi.
Á međan hún gegndi embćtti fjármála- og efnahagsráđherra mćldist ánćgjan međ hennar störf hćst 29% en ţađ var undir lok kjörtímabilsins eđa í janúar 2013. Katrín var ţá í fimmta sćti en miđađ viđ könnunina voru ţátttakendur ánćgđastir međ störf Katrínar Jakobsdóttur en 49,7% ađspurđra sögđust ánćgđir međ hennar störf.
Miđađ viđ ţá miklu ábyrgđ sem hvílir á herđum fjármála- og efnahagsráđherra ţá hlýtur ađ liggja beinast viđ ađ velta menntunarţćttinum alvarlega fyrir sér. Vćntanlega dytti engum í hug ađ ráđa einhvern í stöđu fjármálastjóra hjá öđrum stofnunum eđa fyrirtćkjum ef umsćkjandi vćri hvorki međ menntun eđa reynslu af fjármálastjórn. Ţegar ţađ er haft í huga ađ hér er veriđ ađ tala um ráđuneyti sem er yfir rekstri heils samfélags ţá er ţađ vissulega stór spurning: Af hverju eru ekki gerđar meiri kröfur til ćđsta yfirmanns ţess en raun ber vitni?
Ađ öllum líkingum má gera ráđ fyrir ađ ţeir séu mjög margir sem gera sér grein fyrir ţví ađ útkoman út úr núverandi fyrirkomulagi viđ skipunina í embćttiđ getur tćplega orđiđ önnur en slysakennd. Ţađ ţarf reyndar ekki ađ horfa mörg ár aftur í tímann til ađ finna stórslys sem hlaust af ţessu og bitnađi á öllu samfélaginu međ hörmulegum afleiđingum. Ţađ sér reyndar ekki fyrir endalok hörmunganna enn.
____________________________________
Helstu heimildirRáherraskipan í síđara ráđuneyti Jóhönnu Sigurđardóttir
Ráđherrar í núverandi ríkisstjórn
Ţjóđarpúls Callups frá 6. október 2009: Ánćgja međ störf ráđherra (fyrsta könnun)
Ţjóđarpúls Gallups 10. janúar 2013: Ánćgja međ störf ráđherra
Skýrsla nefndar um endurskođun laga um Stjórnarráđ Íslands - Samhent stjórnsýsla (13.12.2010)
Ný lög um Stjórnarráđ Íslands (19.09.2011)
Heimildir sem varđa viđskiptasögu Bjarna Benediktssonar
Bjarni Benediktsson: Lćtur af stjórnarformennsku í N1. vb.is: 10. desember 2008
Stýrđi og átti í BTN. dv.is: 9. desember 2009
BTN lagđi milljarđ í Vafningsfléttu. dv.is: 24. mars 2010
Viđskiptasaga Bjarna Benediktssonar. eyjan.is: 15. ágúst 2011
4,3 milljarđa gjaldţrot BTN. mbl.is: 22. janúar 2013
Milljarđaafskriftir vegna gjaldţrots BTN. dv.is: 22. janúar 2013
Ekkert fékkst upp í milljarđakröfur í BTN. ruv.is: 22. janúar 2012
Wikipedia: Bjarni Benediktsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:13 | Facebook
Athugasemdir
Nokkrar spurningar handa ţér. Hver var byggingarstjóri Seđlabankabyggingarinnar sem nú eru nefnd Svörtu Loft. Hver var fjármálastjóri Alýđubandalagsinn međan ţađ var og hét. Hver varđ fyrstur lögregluţjóna til ađ verđa Seđlabankastjóri.
Ţađ er bara eitt svar.
K.H.S., 14.8.2013 kl. 18:44
Ţar sem ég sé ekkert samhengi á milli fćrslunnar minnar og spurninganna ţinna lćt ég ţeim ósvarađ ţó ég hafi ákveđiđ ađ birta ţćr. Ţú getur svo brotiđ heilann um ţađ hvers vegna ég gerđi ţađ ţrátt fyrir ástćđurnar sem ég bendi á hér á undan.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.8.2013 kl. 00:54
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.