Í þágu sérhagsmuna

Þetta er níundi laugardagurinn sem frakkaklæddir efri stéttar karlar með hatta og úlpuklæddir draumóramenn safnast saman á Ingólfstorgi og láta sem það sé þjóðarvilji að skerða réttinn til þjóðaratkvæðagreiðslu og gefa ríkisstjórninni vald til framsals ríkisvalds til „alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að“. (sjá hér)

Að baki mótmælunum standa þeir sem hafa á einn eða annan hátt lagt sig fram um að villa þannig um fyrir innlendri viðspyrnu að sú grasrót sem varð til upp úr bankahruninu lítur nú út eins og eftir sinubruna (sjá bloggpistilinn: Vegavillt viðspyrna) Villumeistararnir hafa splittað sér upp í þrjú framboð sem öll eru eins og lélegt afrit af Samfylkingunni.

Þrjú framboð um það sama Tvö þeirra eiga þingmenn á þingi. Dögun er annað þeirra. Þingmennirnir tveir sem eru félagar þar hafa staðið fyrir hverjum öfgafarsanum á fætur öðrum á fjölum Alþingis á undanförnum vikum. 

Nú síðast er það handrit sem Margrét Tryggvadóttir er skrifuð fyrir sem mörgum þykir lykta af þvílíkum klækjabrögðum að líkt hefur verið við „pólitíkst klofbragð“. Yfirlýstur tilgangur er að þvinga stjórnarskrárfrumvarpi stjórnlagaráðs upp á þjóðina. Reyndar eru fleiri á því að með þessu muni Margrét Tryggvadóttir ná þeim árangri að ganga frá stjórnarskrármálinu dauðu.

Þar sem það má gera ráð fyrir að þessi sé ekki ætlun Margrétar Tryggvadóttur er eðlilegt að svara þeirri spurningu hvaðan hugmyndin að handritinu er upprunninn. Auðvitað er ekkert öruggt í því sambandi en ýmsir hafa fullyrt að hugmyndin sé komin innan úr Samfylkingunni eins og fleira sem þingmenn þingflokks Hreyfingarinnar hafa haft til málanna að leggja allt síðastliðið ár í það minnsta.

Það allra versta í þessu öllu saman er að á meðan þessir og þeir sem leika sér þannig að öðrum til að halda úti leikritinu: „Alþingi leiðir íslenskan almenning til glötunar“ renna öll innlend verðmæti hægt og örugglega eftir færibandi peningavaldsins niður í gin hrægammasjóða með erlendum nöfnum...

Sá þráláti orðrómur hefur nefnilega farið eins og eldur um sinu að fulltrúar Goldman Sachs séu búnir að vera hér á landi síðastliðinn hálfan mánuð (sumir segja sl. níu mánuði) að semja um hvernig þeir nái eignum sínum út úr íslenska hagkerfinu; þ.e. snjóhengjunni. Síðastliðinn hálfan mánuð hafa leikstjórar núverandi ríkisstjórnar att þingmönnum Hreyfingarinnar til hvers farsaþáttarins á fætur öðrum með þeim afleiðingum að almenningur snýr sér að einhverju öðru en að fylgjast með þessari vitleysu...

Stjórnmálamennirnir sem haga sér þannig nú blekktu velflesta kjósendur í síðustu kosningum til meðvitundarleysisins um samninga við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og samninga sem fólu það í sér að þjóðin skyldi borga Icesave. Strax eftir kosningar kom hið sanna í ljós og allt þetta kjörtímabil hefur farið í viðbragðsaðgerðir ýmissa sjálfboðaliðshópa til að viðhalda möguleikanum til mannsæmandi lífskjara hér á landi.

Það eru þessir sömu stjórnmálamenn ásamt þingmönnunum, sem komust inn á þing vorið 2009 í nafni mótmælaframboðsins, sem bjóða íslenskum kjósendum nú upp á endalausan farsa um stjórnarskrárfrumvarp til að blekkja kjósendur til meðvitundarleysis um samningana sem er verið að gera á bak við tjöldin við hrægammasjóðina.

Frakkaklæddur efri stéttar karlar með hatta og úlpuklæddur draumóramaður

Á meðan safnast frakkaklæddir efri stéttar karlar með hatta og úlpuklæddir draumóramenn saman á Ingólfstorgi hvern laugardag og láta sem það sé þjóðarvilji að skerða réttinn til þjóðaratkvæðagreiðslu og gefa ríkisstjórninni vald til framsals ríkisvalds til „alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að“. Á meðan renna öll innlend verðmæti hægt og örugglega eftir færibandi peningavaldsins niður í gin hrægammasjóða með erlendum nöfnum...  eins og Goldman Sachs...

*******************************
Myndin af vaktstjóra Lýðræðisvaktarinnar og þingmanni Hreyfingarinnar er fengin að láni hjá Árna Stefáni Árnasyni


mbl.is „Lágmarksreisn fyrir þingið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú ert mögnuð Rakel, tæpitungan fer þér vel.

Það er önnur frétt sem lét lítið yfir sér í dag, en það er yfirlýsing Más seðlabankastjóra þar sem hann dró það til baka að hann legði til miklar afskriftir á krónueignum þrotabúanna.

Of gott til að vera satt.

Það er ljóst að atburðasmiðir vogunarsjóðanna hafa haft sigur, þeir hafa náð að virkja heiðarleg andófsfólk í sína þágu, til að eyðileggja alla möguleika ærlegs fólks til að bjóða fram gegn fjórflokknum.  

Það er samt ekki afsökun fyrir ærlegt fólk að gefast upp.

Það er málið, ákvörðun um uppgjöf er alltaf manns eigin.

Ekki Þórs, Margrétar eða allra hinna sem vinna í þágu vogunarsjóðanna.

Ef Framsóknarflokkurinn er eini valkosturinn, þá er dæmið búið, það er öruggt.  Því hin myrku öfl ráða of miklu þar, og Sigmundi hefur ekki borið gæfu að höggva á þá innanmeinsemd.

Ég skil ykkur ekki þarna fyrir sunnan að ná ekki saman um eitt ærlegt framboð ærlegs fólks, sem býður fram lausn, en ekki sjálft sig sem lausn.

Þið hafið hönd á sigrinum, þið sjáið bara hann ekki því hann er undir hulinshjálmi.

En er þarna, býður eftir ykkur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.3.2013 kl. 20:18

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í dag er allur rétturinn til þjóðaratkvæðagreiðslu fólginn í máskotsrétti forsetans. Í frumvarpi stjórnlagaráðs er honum algerlega haldið en bætt við frumkvæði kjósenda til að fá þjóðaratkvæðagreiðslu fram um mál og einnig réttur til að leggja fram þingmál. Hvernig er hægt að halda því fram að í frumvarpinu sé verið að "skerða rétt þjóðarinnar til atkvæðagreiðslu " þegar sá réttur er ekki til í núverandi stjórnarskrá.

Fullyrðingar um "frakkaklædda efri stéttar karlmenn" falla um sjálfar sig þegar skoðaðar eru myndir af fólkinu á torginu.

Ómar Ragnarsson, 16.3.2013 kl. 21:47

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Aðlögun að ESB og endanleg niðurstaða eftir aðlögun, þýðir að þjóðaratkvæðagreiðsla getur einungis verið ráðgefandi. Það var ákveðið árið 2009, og skráð í "minnisblað" (bindandi leiðarvísi)!

Ég skil ekki hvers vegna sannleikurinn er ekki sagður eins og hann raunverulega er! Hver trúir því að blekkingarleikur borgi sig fyrir almenning?

Hver óttast staðreyndir og sannleikann? Hvers vegna blekkir fólk sjálfa sig og aðra með svona tvískinnungi og falsi? Hver ætlar að hagnast á svona undirferli?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.3.2013 kl. 23:06

4 identicon

kæra Rakel.Ert þú ekki farin að sjá drauga í hverju horni.Hvernig dettur þér í hug sem höfum staðið í baráttu síðastliðin ár getum gleymt því sem við erum að berjast fyrir.Var það partur af samsærinu þegar þú bauðst þig fram til þessarra starfa.Nei ég bara spyr. Maður verður að standa og falla með verkum sínum

kolla Palla (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 01:11

5 identicon

Mikið rétt. Menn standa og falla með verkum sínum. Þeir sem kusu Íslandshreyfinguna enduðu í Samfylkingunni. Kannski að menn endi bara óvart í ESB? Er það ekki Ómar?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 09:37

6 identicon

Ertu algjörlega að tapa glórunni kona?

Hvenær í andskotanum varðst þú og þín andspyrna merkilegri en annarra? Og hvernig vogarðu þér að klína samsæriskenningum á þína fyrri (uppáhalds) félaga?

Þú verður að fyrirgefa Rakel þó ég segi það hreint út, en þessi pistill, og reyndar fleiri sem frá þér koma, benda hreinlega til þess að þú sért snarklikkuð

Heiða B Heiðars (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 09:42

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Takk Rakel.  Mjög gott, hvað sem líður jökkum eða frökkum en sumir hanga alltaf í hálmstráunum.  

Hrólfur Þ Hraundal, 17.3.2013 kl. 10:27

8 identicon

Ef maður gefst upp eins og þú gerðir Rakel þegar þú ákvaðst að hætta við að bjóða fram eða gera Samstöðu að kjaftaklúbb, þá verður maður svona bitur og reynir að sverta aðra og reyna að eyðileggja fyrir þeim. Þú er hér að fara með eintómar dylgjur eins og þér einni er líkt og hugsaðu þinn gang. Dögun gefst ekki upp við að ná fram réttlæti heimilanna gegn óréttlæti, hvort sem það eru vogunarsjóðir eða annað. Þar sem baráttumál Dögunar eru að megninu til sömu og Samstöðu ertu að gera lítið úr sjálfri þér með þessum pistli þínum. Eina sem ég les úr honum er að þér líður illa og ættir að reyna að ná sátt við sjálfan þig. 

Brynjólfur Tómasson (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 11:37

9 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Ekki hægt að krefjast þjóðaratkvæðis um fjármál né alþjóðlegar skuldbindingar? Hvað er þá eftir?

Guðmundur Böðvarsson, 17.3.2013 kl. 12:16

10 identicon

Það vita það allir, að kerfisjakkalakkarnir vilja með öllum ráðum koma í veg fyrir að skítugur almenningurinn komi nálægt málum eins og Icesave. Tryggasta ráðið er að hreinlega banna kosningar um fjárhagslegar skuldbindingar ríkisins.

Hitt stóra málið er að smygla Íslandi í ESB, án þess að þjóðarvilji ráði. Þess vegna þarf að breyta stjórnarskránni þannig að Alþingi eitt ákveði innlimun.

Til þess að fela þetta, þá búa jakkalakkarnir til ákvæði sem á að gefa fólki falska tilfinningu um að verið sé að auka réttindin. Sem auðvitað er bara lygi, það á að gefa fólki rétt á að kjósa um allt nema það sem skiptir máli.

Þetta er viðbjóðslið.

Hilmar (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 13:22

11 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þeim til fróðleiks sem lesa hér innlegg frá Kolbrúnu Pálínu, Heiðu B. Heiðars og Brynjólfi Tómassyni sem öll tala eins og þau þekki mig nokkuð náið er rétt að ég bregðist við og leiðrétti slíkan misskilning. Kolbrún Pálína er ein þeirra sem tók þátt í Tunnunum á sínum tíma en situr nú í ellefta sæti Dögunar fyrir suðvestur.

Heiða B. Heiðars bauð fram fyrir Borgarahreyfinguna vorið 2009. Birti bréf Margrétar Tryggvadóttur þar sem Margrét efaðist um andlega heilbriðgði Þráins Bertelssonar sumarið 2009. Þar segir Heiða m.a:

Það er eitt hversu skítlegt eðli þarf í svona andstyggilegar dylgjur eins og Margrét ber á Þráinn, fjandmann sinn innan þinghópsins- við varamann hans og nægilega andstyggilegt svona bara út af fyrir sig..... Það að viðtakendur hópsins skyldu ekki taka upp hanskann fyrir þeim sem fyrir andstyggðinni varð, Þráinn Bertelsson, er hin hliðin á óþverraskapnum.

Það var svo víst Lilja Skaftadóttir, varaformaður hreyfingarinnar sem tók af skarið og bað Margréti Tryggvadóttir að sýna þann manndóm að tala við Þráinn og segja honum hvað hún hefði hlaupið á sig og biðjast fyrirgefningar ella myndi hún láta hann vita sjálf um þessi samskipti

Henni fannst það ekki nauðsynlegt þar sem þetta hafi verið ritað af umhyggju fyrir manninnum!
Ég æli!!! Umhyggju! Kræst..... ég ætla bara rétt að vona að Margrétar þessa heims beri aldrei vott af umhyggju fyrir mér!!!

Það fyllti mælinn og ég fékk leyfi hjá Þráni til að birta óþverran hérna.... og segi mig jafnframt úr félagsskap við þetta "ágæta" fólk.

Eftir samvinnu þeirra Lilju Skaftadóttur í að vekja athygli Þráins á þessu þá mánaðargamla bréfi var Heiða B. Heiðars ráðin til DV þar sem hún starfar nú sem sölustjóri en kemur líka að því að afla frétta.

19. desember 2012 tók  Heiða sæti í uppstillingarnefnd Dögunar þar sem ákvörðun var tekin um að raða Margréti Tryggvadóttur í fyrsta sæti í suðvestur sem er sama kjördæmi og Kolbrún Pállína býður fram fyrir.

Sjálf þekki ég Kollu Palla, Heiðu og Brynjólf lítið sem ekkert þó ég hafi sannarlega staðið stöku sinnum með konunum tveimur á Austurvelli einkanlega eftir að ég flutti til Reykjavíkur sumarið 2010. Brynjólf hef ég hins vegar aldrei hitt en hann stóð aftur á móti í mjög tíðum bréfaskrifum til mín sem kynningar- og tengslafulltrúa SAMSTÖÐU frá síðasta hausti fram til nýliðanna áramóta.

Í þessum bréfum viðurkenndi hann það að hann ætti erfitt með að gera upp hug sinn gagnvart því hvort hann ætti frekar að halla sér að Dögun eða SAMSTÖÐU. Það hefur sennilega verið ástæðan fyrir því að ýmist hóf hann menn og málefni SAMSTÖÐU til skýjanna eða rakkaði hvoru tveggja niður í skítinn.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.3.2013 kl. 14:42

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Furðuleg lesning en eru menn ekki að misskilja aðeins hvað séu "hrægamasjóðir" Nú er Goldman Sachs. ekki það sem fólk kallar"hrægammasjóðir"Heldur eru þetta fjárfestingar banki sem er einn af þeim stærstu í heimi. Hann fór nú nærri á hausinn í upphafi hrunsins en er ekki  hrægammasjóður. Og sjóðir/bankar sem standa ekki vörð um eingir sínar væru nú fljótir að hverfa og fara á hausinn.  Hrægammasjóðir eins og ég skil það er fyrirtæki/sjóðir sem fjárfesta í mjög mikilli áhættu. Kaupa fyrirtæki og lán með miklu afslætti þar sem þau eru talin mjög likleg til að skila engu. Þeir beita svo kröftum leiðum til að ná einhverju úr þessu í hagnað. M.a. að kaupa fyrirtæki og hluta þau niður og selja.  Held að Goldman Sachs. falli nú ekki undir þetta. Gætu hugsanlega rekið svona hrægammasjóði en ekkert ólöglegt við þá. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.3.2013 kl. 15:57

13 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér fyrir að vera ekki sofnuð á vaktinni.

Aldeilis frábær grein.

Viggó Jörgensson, 17.3.2013 kl. 17:18

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Rakel mín.

Tveir menn koma hér inn, ósammála þér, og útskýra sín sjónarmið á málefnalegan hátt.  Maður þarf ekki að vera sammála þeim, en út frá rökum þeirra veistu hvar þú ert sammála, og hvar ykkur ber á milli.

Síðan eru það þeir sem þola ekki sannleikann.

Þeir eru eins og þeir eru.

Og í guðanna bænum taktu það ekki nærri þér.

Mundu að það er ekki gott að vera staddur út í miðri forarmýri, komast ekki lengra, vera fastur í drullu og skít, með öll vit full af illa lyktandi viðbjóð.  Slíkt reynir á taugar fólks, það finnur innst inni að það hafi sjálft komið sér út í foraðið, en treystir sér ekki til að viðurkenna það, og leitar því ekki leiða til baka.  

Öskrar jafnvel og æpir á þá sem benda því á að forarmýri sé ekki góður staður til að dveljast á, heldur þá að það sé eins og naut í flagi, nái að vekja ótta og ugg.  En það er ekki naut, hvað þá að það sé statt í flagi, og það eina sem það uppsker er meira ógeð í vitin, og það sekkur dýpra í forina.  

Því það er ekki sniðugt að láta eins og naut í flagi út í miðri forarmýri.  

Mun sniðugra að koma sér burt úr henni.  

Og þessi pistill, ásamt mörgum bræðrum hans og systrum, mun hjálpa því að finna leiðina til baka.  Það les nefnilega til að finna veikan hlekk í rökfærslu þinni, og þegar hann finnst ekki, þá er formælingin ein eftir.  

Eins og það sé þér að kenna að Dögun slefi varla yfir 1%.  

Innst inni veit það að svo er ekki, formælingarnar eru eins og tremminn í upphafi afvötnunarinnar, eitthvað sem er óhjákvæmilegt áður en batinn kemur.  

Því í raun deilið þið sömu þránni, þránni um nýtt og betra Ísland.

Nema þú villtist ekki af leið Rakel.

Og hafðir kjark til að segja frá því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.3.2013 kl. 17:56

15 identicon

Hvernig væri nú að kynna sér aðeins málin Magnús Helgi. Hrægammasjóðir hafa notið aðstoðar Goldman Sachs til að afla fjár til kaupa á kröfum gjaldþrota fyrirtækja og ríkissjóða (sjá http://ebook.law.uiowa.edu/ebook/faqs/what-is-a-vulture-fund )

Lilja Mósesdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 18:13

16 identicon

Reyndar ein vitleysa þarna... ég kem ekki að því að afla frétta enda er ég ekki blaðamaður.

En að öðru leiti er þetta rétt hjá þér. Sem er skemmtileg tilbreyting þegar maður skoðar málflutning þinn síðustu mánuði

Heiða B Heiðars (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 18:52

17 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég þakka Ómari svo sannarlega fyrir hans innlegg, og svo öðrum sem kunna sig, en mig langar til að taka það fram að ég tek það sem um mig er sagt yfirleitt ekki nærri mér og síst af öllu þegar það sem er sagt er rakalaus rógur. Mér þykir að sjálfsögðu leitt að sjá hversu lágt fólk getur lagst í því að kasta rýrð á aðra með því að vega að þeim með slíkum málflutningi en það segir auðvitað bara mest um það sjálft

Það er svo rétt að undirstrika það að pistillinn hér að ofan snýst ekki um einstakar persónur heldur framtíð heillar þjóðar! Í því sambandi finnst mér rétt að undirstrika þetta aðalatriði pistilsins: „Á meðan renna öll innlend verðmæti hægt og örugglega eftir færibandi peningavaldsins niður í gin hrægammasjóða með erlendum nöfnum...  eins og Goldman Sachs...“

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.3.2013 kl. 19:42

18 identicon

Guð veri með þér Rakel og vonandi áttu eftir að uppskera sem þú sáir og eiga góða daga sem stjórnmálamaður. Þú hefur allt til þess og ég hef aldrei falið það að mér líkar málefni Samstöðu og ekki falið það að mér fannst það uppgjöf að bjóða ekki fram. Lilja er frábær í fjármálum og fáir jafnast á við hana en hún ákvað að hætta. Ég er samt einnig viss um að Dögun hefur það sem þarf til að ná framgang en stór hluti af því er jákvæðni og fólk er tekið opnum örmum. Ég hefði viljað sjá Samstöðu á þingi og sjá Lilju blómstra með stuðning á bak við sig en þar sem ég fæ ekki að sjá það þessar kosningar þá sé ég það bara seinna. Eitt ætla ég samt að útskýra að þegar maður spyr um eitthvað sem maður ekki skilur eða jafnvel misskilir er maður ekki endilega að ráðast á það sem skrifað er. Ég þarf heldur ekki að vera sammála öllu þó mér finnist heildin góð. Ef mér finnst þú  fara með fleypur í skrifum þá er það mín sýn á hlutina og þó þér finnist ég svona og svona þá er það þín skoðun og þú hefur fullan rétt því og ég er meira að segja viss um að þú hefur rétt fyrir þér að vissu leyti. Mig finnst samt skrítið að þú skulir vera að halda því fram að Hreyfingin skuli vera viðriðin það að hrægammasjóðirnir séu að nálgast sitt. Það er svo auðvelt að reyna að strá efasemdum um heilindi þeirra. Haltu frekar á lofti þeim mörgu góðu lausnum sem Lilja hefur komið fram með. Með vinsemd og virðingu Brynjólfur. 

Brynjólfur Tómasson (IP-tala skráð) 19.3.2013 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband