Í minningu Lagarfljóts...

Bita fyrir bita, fljót fyrir fljót, hérað fyrir hérað, sýslu fyrir sýslu í skjóli skammsýnarinnar þar til allar auðlindirnar liggja dauðar eftir í þjóðareign...

Viðvörun

Bita fyrir bita, fljót fyrir fljót, hérað fyrir hérað, sýslu fyrir sýslu í skjóli skammsýnarinnar þar til allar auðlindirnar liggja dauðar eftir í þjóðareign...

„Má ekki bjóða þér gr. í stjórnarskrá um að andvana náttúra sé eign þín - en varna þér leið til að tryggja náttúrunni líf?“ (tekið að láni í athugasemdakerfinu inn á Fésbókarveggnum mínum)

... hver átti og/eða á Lagarfljót? og skiptir það yfir höfuð máli varðandi það hvernig er fyrir því komið?

Hvaða máli skiptir það fyrir þjóð sem hefur verið svipt réttinum til þjóðaratkvæðagreiðslu um „fjárlög, fjáraukalög, lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum“ hver á náttúruna? (sjá 67. grein stjórnarskrárfrumvarpsins)


Stríðsmenn nýrrar stjórnarskrár
Skv. stjórnarskrárfrumvarpinu, sem Margrét Tryggvadóttir, og kollegar hennar í þingflokki Hreyfingarinnar, er svo umhugað um að knýja í gegnum þingið fyrir launagreiðenda sinn, þá mun þjóðin í framhaldinu ekki eiga neinn rétt til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um „fjárlög, fjáraukalög, lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni eða ríkisborgararétt“ (67. greinin)

Í 111. greininni er ríkisstjórninni gert heimilt að framselja valdi sínu:
„Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að“.

Þegar horft er til þessara greina er ekki útilokað að gera ráð fyrir að einhver Margrétin eða Össurinn láti sér detta í hug að beita öllum neðanmittisglímuaðferðunum í bókinni til að knýja slíka framsalssamninga fram til atkvæðagreiðslu.

Í þessu ljósi er eðlilegt að spyrja: Hver á Lagarfljót og hverju breytti það eignarhald varðandi örlög Lagarfljóts? Hvers virði verður lærdómurinn sem má draga af örlögum Lagarfljóts ef ríkisvaldið verður framselt til
„alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að“?

Ég spyr enn og aftur: Er þjóð sem hefur afsalað sér réttinum til að hafa nokkuð yfir sjálfu sér og landinu sínu að segja einhverju bættari með brauðmola eins og þann að „eiga“ náttúruauðlindirnar til að mega horfa upp á þær deyja!?! Svona rétt eins og Lagarfljót sem hefur verið úrskurðað látið...

Er smánuð þjóð einhverju bættari með ákvæði í stjórnarskrá um réttinn til eignar á náttúru sem hefur verið smánuð til dauðans?!

**********************************

Myndin af þingmönnum Hreyfingarinnar er tekin að láni hjá Óskari Sigurðssyni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Rakel, enn og aftur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.3.2013 kl. 17:10

2 identicon

Held þú ættir ekki að taka þér nafn Margrétar til munns, hún er þér mun æðri.

Palli (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 00:22

3 identicon

Gúmmúlaði.

Óskar Jónsson (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 11:12

4 identicon

Dýr  verður Gylfaginning Þorrvaldar og aumt ef ekki úrrætist að kála ósköpnuðinum.

Óskar Jónsson (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband