Sexflokkurinn

Þó mér sé orða vant vegna þess sem blasir við á myndum frá fundi sem sagður er vera „fundur formanna flokkanna um framhald stjórnarskrármálsins“ þá ætla ég að gera tilraun til að orða það sem kom upp í huga minn.

Myndin var tekin að láni hjá visir.is

sexflokkurinn

Það blasir væntanlega við öllum að á myndina vantar einn formann stjórnmálaflokks sem er þingmaður á Alþingi. Það er rétt að hann situr ekki inni á þingi sem þingmaður þess stjórnmálaflokks en það gera hvorki Guðmundur Steingrímsson né Birgitta Jónsdóttir heldur. Það er rétt að flokkurinn sem Lilja Mósesdóttir gegnir formennsku fyrir er ekki á leið í framboð en það er Hreyfingin ekki heldur og afar ólíklegt að Píratarnir nái því þó þeir haldi slíku fram.

Það blasir við að þessi fundur er skýr birtingarmynd þess eineltis sem hefur viðgengist á Alþingi allt þetta kjörtímabil. Hann er ekki aðeins birtingarmynd þess eineltis sem Lilja hefur þurft að þola af hendi þeirra sem sitja fyrir á myndinni heldur líka þess sem skjólstæðingar málstaðarins, sem hún hefur ein barist fyrir að einhverju marki, hafa liðið fyrir; þ.e. kjósendur sem byggja heimilin í landinu!

Þeir sem láta sem ekkert sé eru óbeinir þátttakendur í þessu einleti eins og í öðrum þeim tilvikum þar sem um einelti eða annað einstaklings-/málefnamiðað ofbeldi er að ræða! Þeir fjölmiðlar sem láta sem þeir taki ekki eftir því að það vantar einn formanninn á myndina eru skýrasta dæmið um slíka þátttakendur!

Það er rétt að taka það fram í þessu sambandi að Sigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins, gerði athugasemd við fundarboð Samfylkingarinnar í gærkvöldi og benti á að Lilju Mósesdóttur vantaði á boðslistann. Aðrir gerðu enga athugasemd.

Eins og kemur fram á þessari mynd og öðrum sem teknar voru á fundinum þá breytti ábending Sigmundar Davíðs engu um það að sjöundi formaðurinn var ekki boðaður til fundarins og hann því haldinn án hans!


mbl.is Engin niðurstaða um stjórnarskrána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er sammála þér Rakel með að þetta eru forkastanleg vinnubrögð, hér er verið að reyna að sortera út fólk sem elítan vill hafa eins og  Guðmund Steingrímsson, enda var honum boðið í Kryddsíldina, en ekki Lilju, þó hún hefði verið mun sjálfsagðari þar en hann samkvæmt hefðinni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2013 kl. 13:07

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þau eiga ekki að komast upp með þetta,best væri að spyrja þau sem þessu stjórna,helst í beinni á Ruv.

Helga Kristjánsdóttir, 6.3.2013 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband