SAMSTAÐA verður áfram baráttuafl

Landsfundur SAMSTÖÐU flokks lýðræðis og velferðar var haldinn í gær að Kríunesi við Elliðavatn. Þar var samþykkt að bjóða ekki fram í komandi alþingiskosningum. Í þess stað mun flokkurinn einbeita sér að því að hafa mótandi áhrif á stjórnmálaumræðuna.

Í fréttatilkynningu sem send var á fjölmiðla að fundi loknum segir að: „Flokkurinn mun beita sér fyrir lausnarmiðaðri umræðu á opinberum vettvangi um brýn mál sem varða lausn á skuldavanda heimilanna, afnám gjaldeyrishafta án þess að snjóhengjunni verði varpað á íslenska skattborgara, betra peningakerfi og framtíðarsýn án ESB-aðildar.

Lilja Mósesdóttir og Rakel Sigurgeirsdóttir

Nokkrar áskoranir komu fram á landsfundinum til Lilju Mósesdóttur um að hún gæfi kost á sér til formanns SAMSTÖÐU. Hún varð við áskoruninni og var kjörin formaður flokksins með atkvæðum allra sem voru viðstaddir fundinn.

Rakel Sigurgeirsdóttir er varaformaður en aðrir í stjórn flokksins eru: Jón Kr. Arnarson, Eiríkur Ingi Garðarsson og Jónas P. Hreinsson. Þessir eru varamenn: Hallgeir Jónsson og Helga Garðarsdóttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til hamingju  með þetta Rakel.  Þið eruð báðar flottar konur sem eigið fullt erindi í íslenska pólitík. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.2.2013 kl. 17:54

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Kærar þakkir fyrir fallega kveðju, Ásthildur mín Út frá mínum bæjardyrum séð þarf samfélagið á sérþekkingu Lilju að halda ef það á að eiga sér von um efnahagslega, sjálfstæða framtíð.

Hins vegar get ég ekki séð að ég eigi annað erindi í pólitík en vera nokkuð staðfastur bakhjarl. Það er hlutverk sem margir aðrir geta uppfyllt með því að gefa sig út í það með marksæknum og heilum huga sem tekur stefnuna á almannahagsmuni allra sem byggja samfélagið með þeim.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.2.2013 kl. 20:10

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það má ekki misskilja starfið sem felst í því að vera bakhjarl.  Hverjum forystumanni er lífsnauðsynlegt að eiga sér dyggan bakhjarl, það ber ekki að vanþakka, eða vannýta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.2.2013 kl. 21:06

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er langt frá því að ég sé í þeim sporum í dag

Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.2.2013 kl. 21:21

5 Smámynd: Addý Steinarrs

Flott fólk í stjórninni og til hamingju á prenti Rakel mín ;)

Svo áttu fullt erindi í annað en bakhjarl en við getum samið um að vera ósammála um það....í bili ;)

Addý Steinarrs, 21.2.2013 kl. 03:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband