Á meðan heimilunum blæðir

Á meðan heimilunum blæðir, skjólstæðingum hjálparstofnana fjölgar og atvinnustéttirnar hrekjast úr landi breiða margir þeirra sem nú eru í pólitík yfir vanhæfni sína við að bregðast við ástandinu með einhverju sem mætti helst líkja við menntaskólapólitík. Pólitíkin einkennist því frekar af átökum við - eða um persónur en vitsmunalegum rökræðum um málefnaáherslur eða af lausnarmiðuðum leiðum til úrbóta.

Björt framtíð er ein birtingarmynd þessa. Flokkur sem hefur enga stefnu nema ganga inn í ESB eins fljótt og auðið er með rökum í ætt við frasa í beinan karllegg við ussið eða: Æi, hættum þessu veseni og skellum okkur bara í hrunadans ESB-partýisins!

Mórallinn sem hefur orðið ofan á innan Dögunar einkennist ekki síður af þeirri gelgjupólitík sem í reynd hefur engan annan tilgang en þjóna þeim þrönga hópi sem stendur saman í því að horfast ekki í augu við vandann sem ógnar tilveru flokksins. Brestirnir koma kannski best fram í titli skáldverksins: Hroki og hleypidómar eftir Jane Austen sem eru drifin áfram á hégómagirndinni.

Það var að öllum líkindum hégómagirndin sem leiddi Hreyfingarþingmennina á leynifundi með ríkisstjórninni í desember 2011. Það er a.m.k. ljóst að niðurstaðan af þeim fundum snerist ekki um hagsmuni almennings í landinu heldur leiddi hún til þess að stjórnarskrármálið hefur síðan verið eins konar þráhyggjustefna Hreyfingarþingmannanna og þess hóps sem stendur þéttast í kringum þessa einstaklinga.

Óhjákvæmilega veltir maður því fyrir sér hvað nærir þessa þráhyggju og verður að viðurkennast að stundum hefur það hvarflað að þeirri sem þetta skrifar að það sé ekkert annað en það að þannig yrði það tryggt að nafn Borgarahreyfingarinnar fengist skráð á spjöld sögunnar fyrir það að hafa komið einu af stefnumálum sínum í höfn; þ.e. nýrri stjórnarskrá. 

Sjálfhverfa

Það er tæplega hægt að hugsa sér sjálfsmiðaðri tilgang. Ef tilgátan er röng þarf að finna aðra skýringu á því hvað það er sem stýrir þeirri sjálfsmiðuðu pólitík sem einkennir málflutning Hreyfingarþingmannanna og þeirra hópa og einstaklinga sem hafa þjappað sér í kringum þá til að mynda þann þrýsting sem þessir hafa reynt að halda uppi með yfirlýsingum um að núverandi stjórnarskrárdrög spegli þjóðarvilja varðandi það hver texti og innihald nýrrar stjórnarskrár eigi að vera (sjá hér og hér).

Hver sem skýringin á málflutningi þessa hóps varðandi stjórnarskrármálið er þá er ljóst að honum er haldið uppi af afar litlum en háværum hópi með tilvitnunum og áherslum sem ná ekki eyrum þess meirihluta sem vísað er til. Hvað þá að hann orki sannfærandi á þá sem eru vaxnir upp úr menntaskólapólitíkinni. Það væri því óskandi að þessir horfðu til þeirrar stöðu sem er í samfélaginu, þar sem heimilunum blæðir, skjólstæðingum hjálparstofnana fjölgar og atvinnustéttirnar hrekjast úr landi, og settu baráttuþrekið í að ráða bót á þessum samfélagsvanda.


mbl.is Vilja að stjórnarskrármálið sé klárað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl fornvinkona; æfinlega !

Þörf; sem vönduð ádrepa - og í tíma töluð, sem þér var lagið.

Hreyfingin; (Borgarahreyfingin) reyndist vera uppsóp fólks, sem hefur það eitt að markmiði, að iðka fáránleikann einan, sbr. Sttjórnarskrár málið, þó svo vitað sé - að ekki lifi fólk á slíkum plöggum, fremur en loftinu.

Desember 2011 atburðarásin; sýndi okkur líka, hvers konar smámenni, þau Þór - Margrét og Birgitta eru / og hafa verið. Aukaatriðin; eru þeirra Ær og Kýr algjörlega, Rakel mín.

Með beztu kveðjum; sem oftar, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 20:21

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þakka þér fyrir innlitið Óskar Helgi. Mig langar líka til að vekja athygli þína og annarra sem líta hingað inn á stórgóðri bloggfærslu Ómars Geirssonar við þessa sömu frétt af útifundi dagsins þar sem hann segir m.a. þetta:

„Raddir fólks sem kennir sig við fólk boðaði til útifundar, ....   um stjórnarskrána.

Já, stjórnarskrána.

Og fékk þekktan stuðningsmann ICEsave fjárkúgunar breta til að halda ræðu.

Og þessir bláfátæku einstaklingar sem kenna sig við Raddir fólksins, óðu alltí einu í pening til að auglýsa þennan útifund.

Sem aftur vekur spurning um, hverjar eru þessar Raddir.  

Fyrir hvað stendur þetta fólk?'
Hver réði það í vinnu??“

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.1.2013 kl. 20:35

3 identicon

Heil á ný; Rakel mín !

Jú; ég var búinn að lesa ágæta frásögu Ómars Geirssonar - en,...... sá mæti drengur er full friðsamur ennþá, að mér finnst.

Núna er orðið tímabært; að fara að koma íslenzkum stjórnmála liðleskjum í skilning um, að annað hvort verði þau barin óþyrmilega, og til óbóta - eða verði útlæg gerr af landinu, um alla framtíð, aldeilis.

Nógu lengi; höfum við sýnt þessu liði þolinmæði og umburðarlyndi, en við Mongólar (ég; að 1/16) kjósum að segja - hingað, og ekki lengra.

Viðbjóður hvítflibba- og blúndukerlinga stjórnarfarsins, er bein ávísun á áframhaldandi Helstefnu hérlendis, að óbreyttu !

Ekki síðri kveðjur; þeim fyrri - og áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 20:56

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Humm, ber mér að skilja þig þannig að ég sé ekki friðsöm samanborið við Ómar? Ég vona a.m.k. að þú sést ekki að halda því fram að ég sé ófriðarseggur

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.1.2013 kl. 21:09

5 identicon

Sæl á ný; fornvinkona mæt !

Nei; fjarri fer því - þið Ómar, eruð bæði mannkostafólk, og fylgin ykkur, í hvívetna.

Ég lasta ykkur ekkert; þó þið séuð ekki haldin þeim óbrigðula og ófrá víkjanlega Hefndarþorsta og heipt, sem ég - gagnvart þessu Andskotans liði, Rakel mín.

Svo; enginn sé nú misskilningurinn, á minni meiningu - héreftir, sem hingað til.

Sömu kveðjur; sem allar fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 21:17

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Jamm, þú veist að ég er nú sem hingað til á því að maður leysi ekki mál með hefndarþorsta og heift heldur hyggjuviti og málamiðlunum. Ég lasta þig þó ekki neitt þó þú sést haldinn þeim tilfinningum sem þú lýsir. Þær eru eðlilegar í ljósi þeirra gengdarlausra svika sem þjóðin þarf að þola af peningavaldinu og þjónum þeirra.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.1.2013 kl. 21:31

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Á meðan heimilunum blæðir

Eiginlega þarf ekki að segja meira Rakel.

Takk fyrir mig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.1.2013 kl. 22:45

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Eins og ég sagði hér að ofan þá finnst mér þitt blogg þó bæta miklu við

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.1.2013 kl. 23:23

9 identicon

sæl vertu og gleðilegt ár.Þessi fundur var ánægjulegt og ekki síst ánægjulegt að sjá fólk sem hrakið hefur verið úr "Samstöðu".Sérkennilega hef ég aldrei gert mér grein fyrir að ný og bætt stjórnarskrár rýri kjör almennings og skapi frekari fátækt.Eftir brotthvarf "Samstöðu" minnist ég einungis tveggja flokka sem vilja ganga af málinu dauðu.Hins vegar er deginum ljósara að þessi sjónarmið lentu í minnihluta í kosningu og er spurningin hvort blogghöfundur hefur í huga að ganga til liðs við þessi tvö "mannúðlegu" öfl til að ganga gegn vilja meirihluta þjóðar.Spyr sá sem ekki veit

Páll Heiðar (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 23:24

10 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er svo mikið af rangfærslum í innleggi þínu, Palli minn, að ég held að það sé nær vonlaust að svara þér. Ræður þó meiru að mér sýnist á öllu að þú blandir svo mörgum óskyldum hlutum inn í þetta innlegg þitt sem of langt mál væri að fara út í.

Auk þess er margt í innleggi þínu sem bendir til að þú skeytir engu um sannleika eða staðreyndir heldur haldir einvörðungu fram því sem þú vilt af einhverjum ástæðum trúa. Ég ætla þó að gera eina litla tilraun og benda þér á frétt inni á xc.is sem ætti að færa þér heim það sanna varðandi rangfærslu þína þar sem þú talar um flokk sem vill „ganga af málinu dauðu“ og átt þar væntanlega við stjórnarskrármálið.

Fyrirsögn fréttarinnar er: „Ég vil nýja stjórnarskrá.“

Ég bið þig svo vinsamlegast um að halda óútskýranlegu hatri þínu fyrir utan athugasemdakerfið á þessu bloggi. Friður sé með þér!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.1.2013 kl. 23:53

11 identicon

Mér þykir leitt ef þú greinir hatur í mínu innleggi,því það var alls ekki meiningin.Þú kallar hins vegar eftir skýringum þeirra aðila sem styðja þetta mál og ég var að leggja mínar á borðið.Séum við sammála um að nýrrar stjórnarskrár sé þörf hef ég misskilið þín skrif og bið þig afsökunar á því.Að sama skapi er ekki frekari þörf að munnhöggvast um hluti sem við erum sammála.

Ég óska þér svo friðar og velgengi og mun ekki blanda mér frekar í bloggið þitt meðan það snertir ekki fólk sem mér er annt um

Páll Heiðar (IP-tala skráð) 20.1.2013 kl. 00:22

12 Smámynd: N1 blogg

Í hvaða ímyndaða raunveruleika lifir þú, Rakel Sigurgeirsdóttir? Finnst þér sæma að vega að baráttu Radda fólksins og skipa þér á bekk með rugludallinum Ómari Geirssyni - éta upp skítaskrifin hans og smjatta á ósómanum?

Finnst þér bara allt í lagi að Alþingi virði þjóðarvilja að vettugi og stingi stjórnarskrármálinu undir stól? Eigum við að sýna Samstöðu um að hrófla ekki við gamla Íslandi? 

Þú segist "vona það besta, trúa á það góða og elska það fagra í veröldinni" og vegur svo með offorsi að Röddum fólksins sem höfðu forgöngu um að ráðast gegn vanhæfri ríkisstjórn - og hafa sigur!

Lausnin þín, Rakel, virðist fólgin í því að yfirgefa sjálfa þig og stefnumál þín eins og fyrrverandi formaður Samstöðu hefur opinberlega gert.

N1 blogg, 20.1.2013 kl. 00:56

13 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég hef það eitt við þig að segja að Páll Heiðar verður að séntilmenni borið saman við flumbrugang þinn við að koma frá þér þessum rakaleysum sem þú setur hérna fram.

Ef þú vilt eiga í samræðum við mig skaltu byrja á því að afla þér grundvallarþekkingar á hugtökum og öðru því sem þú setur fram hér að ofan. Það væri heldur ekki verra að þú temdir þér háttvísi þess sem hefur í hyggju að ræða mál á málefnalegum grunni. Þangað til óska ég þér góðra stunda.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.1.2013 kl. 01:48

14 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Hilmar stórfrændi minn Hafsteinsson (N1 blogg) !

Fremur; setur þig ofan frændi, að ráðast að vinkonu minni Rakel, á þann óboðlega máta, sem þú gerir, hér.

Rakel; líkt Ómari Geirssyni, hinum Austfirzka öðling, sannar bezt sinn drengskap - að benda á hið augljósa, sem mig tók ár og misseri að átta mig á, að ''Raddir fólksins'' snérust snarlega á sveif með Jóhönnu og Steingríms hyskinu, eftir að gufurnar Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún hrökkluðust frá, í Febrúar byrjun 2009, eða,..... ertu búinn að gleyma atburðarás allri, síðan þá, Hilmar minn ?

Ég hvika ekki í neinu; frá þessu sjónarmiði mínu - sem staðreyndum, geti þau Hörður Torfason ekki snúið þessa augljósu ályktun mína niður, frændi sæll.

Svo einfalt; er það nú, Hilmar Þór.

Hvar; hefir barátta svokallaðra Raddanna legið, í að koma núverandi Stjórnarráðs- og alþingis packi, FYRIR ÞAÐ KATTARNEF, sem bezt hæfði, Hilmar Þór ?

Og; svangir landsmenn, éta ekki og drekka Stjórnarskrár, hversu merkileg - eða ómerkileg plögg, þær eru, yfirleitt.

Biddu Rakel fornvinkonu mína; fullrar afsökunar á Andskotans skenzinu Hilmar minn - og sértu þá, maður að meiri, aldeilis.

Með beztu kveðjum, sem öllum fyrri - og áður /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.1.2013 kl. 02:26

15 Smámynd: N1 blogg

Mikil er "grundvallarþekking" þín á hugtökum Rakel mín.

Þú skalt ekki reyna að setja þig á háan menntasess og tala niður til þeirra sem benda þér á bullið í þér. Ég gjörþekki sögu Búsáhaldabyltingarinnar á Íslandi og þarf ekki á Samstöðuleysi þínu að halda til að rekja þá sögu.

Það fer þér heldur ekki að væna aðra um skort á háttvísi sem lepur svo sjálf upp bullið í Ómari Geirssyni.

Njóttu Samstöðunnar!

N1 blogg, 20.1.2013 kl. 02:38

16 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

takk fyrir góð skrif.

Hér er einnig þörf lesning um fátækt á Íslandi!

 http://visir.is/fataekt-er-vidhaldid-af-godu-folki/article/2013701199971

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.1.2013 kl. 12:39

17 identicon

Ég undrast mjög hatur Hilmars Þórs og Páls Heiðars í garð síðuhaldara. Halda þeir kannski að heimilunum blæði ekki lengur vegna skulda og verðtryggingar. Hafa þeir ekki tekið eftir því að flestir úr búsáhaldabyltingunni eru hættir að ræða skuldavanda heimilanna þó lítið sem ekkert hafi verið gert til að lina þjáningarnar sem skuldabyrðin veldur.

Er byltingin byrjuð að borða börnin sín. Eða eru þeir félagar bara hluti af valdakerfinu en ekki byltingunni.

Það er átakanlegt að fylgjast með þessu.

Toni (IP-tala skráð) 20.1.2013 kl. 12:49

18 Smámynd: N1 blogg

Hér flæða tilfinningarnar!

Bara til að leiðrétta átakanleg tilfinningaskrif Tona(?) þá er sjálfsagt að árétta að það er óravegur frá því að ég "hati" síðuhaldara.

Þegar menn grípa til tilfinningavellunnar er það augljóst merki um rökþrot. Ég er einungis að gagnrýna síðuhaldara fyrir yfirgripsmikla vanþekkingu á staðreyndum málsins.

Í stað þess að reyna að verja vondan málstað grípur Rakel til þess að reyna að tala niður til gagnrýnanda og saka hann um flumbrugang og rökleysu!

Síðan hvenær hafa engin rök flokkast undir rök Rakel?

N1 blogg, 20.1.2013 kl. 13:20

19 identicon

ég hef lesið mínar athugasemdir aftur og aftur og er útilokað að koma auga á hatur mitt til síðuhaldara enda er það ekki til staðar.Ég skora á þann sem skrifar undir "toni" að sýna mér fram á það.Úmræðan um verðtryggingu er sérkennileg ef maður hefur í huga umræður um facebookhóp sem snýr að því máli

Páll Heiðar (IP-tala skráð) 20.1.2013 kl. 13:52

20 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Anna Benkovic, þakka þér fyrir að benda mér á góða grein. Ég las hana einmitt í gær og vakti athygli á henni á fésbókarsíðunni minni þar sem ég dró þessi orð fram úr greininni:

„Ábyrgðin á fátækt varðar samfélagið allt að meðtöldum jafnvel þeim sem líða ranglætið, þótt ábyrgð annarra á ástandinu sé ríkari. Og sökum þess hve tamt okkur er að horfa til sakar og refsiábyrgðar komum við ekki auga á þau félagslegu ferli sem móta og viðhalda fátækt á meðal okkar. Þeir samfélagsþættir sem gera langvarandi og eyðileggjandi fátækt að veruleika í lífi sumra meðbræðra okkar eru ekki mótaðir af neinum illvilja. Fátækt er viðhaldið af góðu og velmeinandi fólki.“

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.1.2013 kl. 14:11

21 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Toni, ég þakka þér fyrir innlitið en þó enn meira fyrir innleggið og tek undir vangaveltur þínar og spurningar. Það er virkilega umhugsunarvert hvers vegna þeir Hilmar Þór og Páll Heiðar kjósa að koma fram með þeim hætti sem þeir gera í stað þess að taka málefnalegan snúning á innihaldi bloggfærslunnar þar sem þeir koma viðhorfum sínum á framfæri þannig að mark sé á takandi.

Ég ítreka það þó að Hilmar Þór slær öllu við í því sem ég hef séð fram að þessu. Palli, orkar meira að segja dannaður í mínum augum samanborið við ofstopafullan munnsöfnuð og framsetningu Hilmars Þórs.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.1.2013 kl. 14:18

22 Smámynd: N1 blogg

Hæst bylur í tómri tunnu, Rakel Sigurgeirsdóttir!

N1 blogg, 20.1.2013 kl. 14:24

23 identicon

Minn málefnalegi snúningur kæri síðuhaldari er einfaldlega sá að yfirskrift laugardagsfundarins var styðjum nýja stjórnarskrá,ekki styðjum nýja stjórnarskrá og rústum heimilinum eins og pistill þinn gefur í skyn.Mín viðhorf eru þau að það sé hægt og auðveldlega svo að berjast fyrir báðum málum í einu og ég þarf ekki að benda þér á minn persónulega þátt í baráttu heimilanna hann áttu að vita.Ég vil þakka Hilmari Þór þó ég þrátt fyrir allt styðji ekki hans framsetningu,því ég hef ekki síðan löngu áður en ég byrjaði til sjós verið kallaður "dannaður" og enginn sem hefur barist við hlið mér eins og síðuhaldari eitt sinn kaus að gera hefði nokkru sinni óskað eftir því

Páll Heiðar (IP-tala skráð) 20.1.2013 kl. 14:32

24 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Hilmar Þór; stórfrændi (N1 blogg) !

Ég trúi því ekki; fyrr en ég tek á því, að setja megi þig á bás, með afglöpum eins og Lúðvík Geirssyni, sem hefir orðið Gamla Hrauns ættinni, til margfaldrar skammar oftlega; í orðum - sem verkum.

Því miður; eru nokkrir afkomenda Guðmundar Þorkelssonar og Þóru Símonardóttur, undirmálsfólk að upplagi, sem Lúðvík Hafnfirzki hefir reynst vera - en vart vil ég ætla, að þú kjósir að fylla þann auma flokk Hilmar minn - og hættu svo þessu fáránlega kögglakasti, í garð Rakelar, allsendis að óverðskulduðu, drengur.

Ætli; ekki hefði staðið í þér - sem mér og mörgum annarra, að halda uppi þeim Tunnu barsmíðum, sem þau Rakel inntu af hendi, þrátt fyrir endemis aulalegar undirtektir þorra samlanda okkar, suður við Austur völl í Reykjavík, á nýliðnum árum, Hilmar minn ?

Sýnir; yfirburði Rakelar yfir margan Íslendinginn, hugmyndafræðilega, að verðugu.

Sízt; lakari kveðjur - þeim fyrri, öllum / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.1.2013 kl. 15:22

25 Smámynd: N1 blogg

Kæri ættarsómi, Óskar Helgi Helgason!

Megi landvættirnar lofa nafn þitt og hrafnar landnámsmanna krunka þér lofsöngva!

Vinsamlegast átta þú þig á því að ég kannast ekki við að Bergsættarmenn hafi orðið ætt sinni til skammar, hvorki framliðnir né velliðnir.

Afkomendur Guðmundar Þorkelssonar og Þóru Símonardóttur eru sómi Íslands, sverð og skjöldur. Fjöldi þeirra og gjörvileiki varpar skugga á aðrar ættir þessa lands.

Sameinað getur Bergsættarfólk hæglega ráðið þessu landi, til sjávar og sveita.

Það er annað en Samstaðan hennar Rakelar getur státað sig af!

Með sömu vinsemd og virðingu og ævinlega - fyrr og síðar.

ps. ... og hættu svo að hanga með FLokksskussum og FLokksdónum, kæri frændi.

N1 blogg, 20.1.2013 kl. 15:48

26 identicon

Sæl; á ný !

Hilmar Þór !

Bendi þér á; að Bergs ættin, er einungis einn fjölda stofna, að Gamla Hraunsætt okkar, svo fram komi.

Rakel Sigurgeirsdóttir síðuhafi; stendur eftir sem áður, teinrétt eftir þínar hryðjur, frændi sæll.

Þér mun aldrei takast; að beygja hana - fremur en öðrum þeim, sem svo lágt hafa reynt, að leggjast, Hilmar Þór.

Og; að endingu - fremur, telst ég til einfara, en að ''hanga'' með einhverjum tilteknum, sérstaklega - bjúgverpill þinn að mér, í þá átt, geigaði gjörsamlega, Hilmar minn.

En; vel líður mér jafnan, þegar ég hitt kæra félaga mína - til sjávar og sveita, sem iðka Málmiðnaðar verklag, hvers konar.

Þar; er ég ætíð á heimavelli, stórfrændi vísi.

Þér; að segja.

Fjarri því; lakari kveðjur - en aðrar, og áður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.1.2013 kl. 16:07

27 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Óskar Helgi, ég þakka þér vörnina sem er fléttuð saman af stíl riddarasagna og norrænna fornaldarsagna þannig að úr verður ný saga sem mætti nefnast: Óskars saga hins mælska og Hilmars

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.1.2013 kl. 16:50

28 identicon

Þetta er allt gott og blessað en ennþá hefur enginn bent mér hvað í mínum kommentum gefur hatur til kynna og aðilinn sem ég spurði hefur ekki látið sjá sig hér.kannski vill einhver benda mér á þetta "óútskýranlega hatur" svo ég geti forðast að sýna það í náinni framtíð

Páll Heiðar (IP-tala skráð) 20.1.2013 kl. 19:01

29 Smámynd: N1 blogg

Páll Heiðar (IP-tala skráð) 20.1.2013 kl. 19:01: Daman er forfallin dramadrotning - gjörsamlega ófær um venjulegar rökræður, líkt og ekkiformaður ekkiflokksins Samstöðu.

N1 blogg, 20.1.2013 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband