Ekkert vesen

Að vera eða ekki vera.

Einu sinni voru konur lokaðar af inni á heimilinu til undirstrikunar „ekki veru“ þeirra. Flestar voru ekki með neitt vesen og tóku þessari ekki til verund sinni þegjandi. Þær létu körlunum það eftir „að vera“. Á þessum tímum réðu karlar líka heiminum.

Eignastéttin lét hinum allslausu framleiðslu nauðsynja og endurnýjunina á vinnuaflinu eftir á meðan fulltrúar hennar þrefuðu um afstæðiskenningar og grundvöll heimspekinnar og mótuðu stefnur í pólitík til að koma nöfnum sínum á spjöld sögunnar.

Nú hefur afþreyingariðnaðurinn tekið það að sér að skapa „ekki verur“ af báðum kynjum svo eignastéttin eigi auðveldara með að loka þræla sína inni í afmörkuðum ekki veruleika. Framleiðslan snýst ekki lengur um nauðsynjar heldur gerviþarfir, afþreyingu og síðast en ekki síst skuldir sem eru færðar inn sem rafkrónur á reikninga eignastéttar nútímans; svokallaðra fjármagnseigenda.

Fjármagneigendur hafa lagt undir sig heiminn og stýra gangverki samfélaganna í gegnum skortstöður og fjölmiðla. Í gegnum fjölmiðla er „ekki verunum“ kenndar grundvallareglur verundarleysisins sem snýst aðallega um útlit, jákvætt afstöðuleysi til allra grundvallaratriða og það að vera ekki með neitt vesen þegar kemur að pólitík!

Hins vegar er sjálfsagt að þessar „ekki verur“ hafi svona svolítið sérviskulegar skoðanir varðandi nærumhverfi sitt en það þykir sjálfsagt að vera afdráttarlausari gagnvart því sem gerist í löndum fjarskíbuskans. Slíkar skaðlausar sérviskur skapa þessum „ekki verum“ líka gjarnan nafn og stadus fyrir hinar „ekki verurnar“ að líta upp til og taka sér til fordæmis varðandi það hvað er við hæfi að hafa skoðun á.

Að vera eða ekki vera

Að vera eða ekki veraAð vera ekki neitt eða ekki vera

Að vera ekki vera 

og nú snýst pólitíkin um ekkert nema halda þessu dásemdar rafkrónukerfi gangandi sem byggir tilvist sína á þessari ekkiverund.

Til að tryggja það hefur pólitíkin verðið gerð að idol-keppni sem snýst um það að kjósa aðalekkiveruna...

sem lofar engu nema því að vera ekki með neitt vesen gegn kerfinu

Að vera eða ekki vera

Er það einhver vera?

Er það boðleg tilvera að pólitíkin snúist um ekkiveru sem hefur það eitt á stefnuskrá sinni að skapa ekkiverund?

Það er spurningin!


mbl.is Björt framtíð eykur fylgi sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Frábær grein Rakel, eins og vænta má frá einni af Valkyrjunum sem fóstra vonina.

Stóri lærdómurinn af hörmungum heimsstríðinna á síðustu öld var að það sem gerðist, gerðist ekki vegna öfganna og valdagræðgi siðblindingja, heldur vegna þess að gott fólk horfði á upphaf atburðanna og greip ekki inní, á meðan það gat breytt atburðarrásinni.

Sat síðan uppi með stríðið gegn hinni botnlausu illsku.

Hið skítuga fjármagn hinna ofurríku þekkir þennan lærdóm, og veit að það þarf að finna svar við honum.

Í tíma, áður en góða fólkið nær að sameinast gegn því.

En sem betur fer tekst því aðeins að skapa afskræmingu, það liggur í eðli þess.

Þess vegna er fylgi Bjartrar Framtíðar Sýnd eins og sýndin sem hún var sköpuð úr.

En það afsakar ekki góða fólki að hafa ekki stigið fram og myndað Samstöðu um lífið.  Á meðan það fyllir ekki uppí tómarúmið, þá fyllir Tómið, það að vera ekki, uppí hið tóma rúm, eins mikil þversögn og það er.

Því fólk þráir valkost, þráir von.

Hvar er sú von???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.1.2013 kl. 10:02

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Já, ekki getur fylgi SAMSTÖÐU mælst umtalsvert í þeirri viðhorfskönnun sem byggt er á því hún er ekki meðal valkosta. Eftir að þessi frétt birtist hafa fleiri staðfest það að þeir kannist við að SAMSTAÐA hafi verið meðal valkosta í byrjun en svo hafi hún horfið af listanum. Sennilega hefur það gerst einhvern tímann sl. vor en ég hef enn ekki heyrt í neinum sem hefur getað tímasett það nákvæmlega. Miðað við niðurstöðu síðustu könnunar hafa Píratarnir verið hafðir með að þessu sinni.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.1.2013 kl. 10:31

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Eitthvað til í því Rakel.

En þú veist að mælt fylgi er Sýnd, eitthvað sem er að vera ekki.

Góða fólkið er hins vegar raunverulegt, áþreifanlegt.  Í öllum flokkum, í öllum stéttum, um allt þjóðfélag.

En það kemur ekki saman á einn stað.

Á meðan hefur valdið ekkert að óttast..

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.1.2013 kl. 10:40

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það lætur sundrunina stjórna sér sem kemur ekki síst fram í  óttanum gagnvart því að taka ekki „rétta“ afstöðu.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.1.2013 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband