Í myrkviðum þagnarinnar

MandarínurÉg hef velt því fyrir mér að undanförnu hvort einelti geti orðið svo víðtækt að það sé hægt að tala um að það sé orðið á samfélagslega vísu...

... hvað annað skýrir það að eini þingmaðurinn sem hefur virkilega verið að vinna að því að setja fram heildrænar lausnir á því sem rak Íslendinga út á mótmælavöllinn haustið 2008 er í þeirri stöðu sem Lilja Mósesdóttir stendur frammi fyrir nú. Fjölmiðlar þegja þunnu hljóði yfir því sem hún leggur til umræðunnar og SAMSTAÐA nýtur engrar athygli þeirra; fréttatilkynningar frá flokknum eru hundsaðar svo og þeir sem eru þar í forystu.

SAMSTAÐA er eina nýja framboðið sem er undanskilið í þekktasta umræðuþætti í sjónvarpi. SAMSTAÐA er eini nýi flokkurinn sem er undanskilin á lista yfir stjórnmálaflokka í könnun um viðhorf fólks til stjórnmála. Fæstir þora að stíga fram til að viðurkenna stuðning sinn við stjórnmálflokkinn sem Lilja Mósesdóttir stofnaði.  Samt voru þeir hátt í 1.000 sem kusu hana til öruggs sætis í prófkjöri VG vorið 2009.

Engin þeirra innlendu aðila sem hafa lagt til umræðunnar um hagstjórn eða annarra efnahagsaðgerða hefur þorað að leggja henni lið. Það er þó skylt að geta þess að einhverjir hafa stutt hana án þess að vilja gera þann stuðning opinberan eða ganga til liðs við flokkinn sem hún stofnaði. Frosti Sigurjónsson hefur þó ekki legið á fögnuði sínum yfir þingályktunartillögu Lilju Mósesdóttur um aðskilnað peningaprentunar og útlánastarfsemi bankakerfisins þó hann hafi frekar kosið að ganga til liðs við Framsóknarflokkinn en SAMSTÖÐU.

Þeir eru nokkrir sem vilja halda því fram að þeir berjist fyrir sömu málum og Lilja Mósesdóttir hefur barist fyrir inni á þingi allt þetta kjörtímabil en í stað þess að þeir styðji hana í verki þá ganga þeir til liðs við aðra flokka, stofna sína eigin eða eyða tímanum í að finna flöt á því hvernig þeir fái hana til sín eða sölsa bara blátt áfram hugmyndir hennar undir sig.

Svo eru þeir því miður nokkrir sem leggja sig fram um að gera hana tortryggilega og viðhalda illa rökstuddum sögum um bakgrunn hennar. Það sem er enn dapurlegra er að þeir eru vissulega til sem taka slíkum sögusögnum gagnrýnislaust og hafa þar af leiðandi ekkert fyrir því að kynna sér verk hennar inni á þingi, málstað eða stefnuskrá SAMSTÖÐU.

SpírallGetur verið að ástæðan sé sú að fjármagns-eigendurnir eigi fjölmiðlana og fyrirtækin sem gera út á mælingar á viðhorfum fólks? En þeir eiga þó varla skoðanir almennings, eða hvað!?!

Í ljósi þess sem hefur verið vísað til hér að ofan er varla of langt gengið að spyrja sig hvort að fjármangseigendur óttist svo þekkingu og lausnarmiðaða hugsun Lilju að þeir hafi skipað undirsetum sínum að gera nú allt til að halda rödd hennar og viðhorfum fyrir utan alla miðla og mælingar? En er það ekki hæpið að þeir hafi gengið svo langt að búa líka til röngu myndina af Lilju sem eineltið þrífst á...

Þeirri spurningu er líka ósvarað hvers vegna pólitíkin kemur fram við Lilju Mósesdóttur á þann hátt sem raun ber vitni. Getur verið að pólitíkusarnir óttist ekkert frekar en hugmyndir hennar og verk dragi úr því sem þeir hafa lagt fram sjálfir? eða eigum við að gera ráð fyrir að fjármagnseigendur eigi þá líkt og fjölmiðlana og fyrirtækin sem gera út á mælingar á viðhorfum fólks?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Rakel.

Þú spyrð nú bara eins og bjáni var stundum sagt við mig þegar ég var lítill, og yfirleitt voru það stóru bræður mínir sem töldu spurningu mína svo augljósa að ég ætti að vita að svarið fyrirfram.

Mér datt þetta svona í hug, ja svona spurning með bjánann þó eiginlega verður það orð að vera inni svo við skiljum merkingu þessarar fullyrðingar en stundum er sagt jólasveinn eða kjánaprik en allavega er ábendingin sú að spurningin er augljós, og svarið augljóst.

Og til að taka það fram þá spyr ég iðulega eins og bjáni, við pabbi erum báðir sammála um það.  

Sumt er einfalt, eitt af því er að valdhöfum finnst ekki gaman að missa völd sín.  Þess vegna er mjög sterk fylgni milli þess og hins að sá sem ógnar valdinu á það til að hverfa, eða það er reynt að þagga niður í honum.

Tilbrigði Sovétsins eftir að aðferðir Stalíns þóttu ekki nógu fínar, var að nota geðsjúkrahús, sem kannski vekur spurningu um hvort félagar í Samstöðu þurfi að kynna sér leiðina Hlemmur- Kleppur, ef þeir vilja hitta formanninn.

Í Bandaríkjunum var á tímabili einhverju óamerísku klínt á menn og þá voru þeir settir í social sóttkví eins og þeir væru með berkla.  Hefur Lilja nokkuð verið í Séð og Heyrt nýlega???

Svo minnumst ekki á öll löndin þar sem fólk var hreinlega skotið, hent úr flugvélum, látið týnast í dýflissum eða annað svo rödd þess heyrðist ekki.

Þannig að ég vona að Lilja sé þarna ennþá uppí Breiðholti, en þið skulið ekki láta ykkur dreyma um að vera hampað í umræðunni.

Ekki fyrst þið buðuð ykkur fram gegn valdinu og stóðuð við það.  

Fóruð ekki að tala um stjórnarskrá, nafla eða sægreifa.

Það er nefnilega þannig að byltingarfólk þarf sjálft að sjá um að vekja á sér athygli.  Mæli samt ekki með flugránum, þau eru ekki inn þessi árin.

Lát huggast Rakel, það er ekki slæm staða að móta sína eigin framtíð.

Það er eiginlega mjög góð staða, það er svo mikil skítalykt af þeim sem dansa með valdinu, hlýtur að vera mikill sápukostnaður heima hjá þeim.  Að ég tala ekki um húðþurrk, munnangur, innri vanlíðan, nefndu það bara.

Mundu svo Cohen, "first we take ....".

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.12.2012 kl. 07:45

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég spyr eins og bjáni af því framkoman er svo áberandi bjánaleg

Þakka þér svo fyrir að minna mig á Choen. Bara minning hlustanna um flauelið í röddinni hans og viskuna í textunum virka eins og smyrsl á sálina.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.12.2012 kl. 07:51

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Góðan daginn Rakel.

Nei Rakel, framkoman er ekki bjánaleg, hún er mjög rökrétt, enda það fyrsta sem valdhafa dettur í hug þegar honum er ógnað, er hvað hann geti gert til að verjast ógninni.  Svo fer það eftir hefðinni á hverjum stað hvað menn gera.

Byltingarmaðurinn fetar alltaf grýttar slóðir, ef hann er ekki tilbúinn til þess, þá getur hann haldið sig í forinni þar sem ólyktin er að gera út af við alla. 

Spurning hvort það væri góð fjáröflun að selja notaðar rússneskar gasgrímur, til dæmis hægt að bjóða hópafslátt, gæti komið sér vel fyrir fátæka borgaraskæruliða.  Maður á að sýna þessu fólki samúð, samhygð þó það verði líka að lesa þeim pistilinn.

Hins vegar er ekki augljóst svar við mörgum öðrum spurningum sem þú spyrð hér að ofan, til dæmis á ég ekkert svar við þessari.

"En þeir eiga þó varla skoðanir almennings, eða hvað!?!",

en ég hef velt henni stanslaust fyrir mér frá því að hægri menn í El Salvador buðu fram huggulegan mann, vel útlýtandi í fyrstu þingkosningunum þar í landi eftir friðarsamkomulagið sem batt endi á borgarastríðið.

Hann kom ofsalega vel fyrir í fjölmiðlum, náði sérstaklega vel til kvenna í fátækrahverfum San Salvador.  Gallinn var bara sá að hann var morðingi, yfirmaður dauðsveita hersins.

Hlaut samt glimrandi kosningu.

Ég hélt að þetta hefði eitthvað með menntun að gera, að það væri auðveldara að plata fólk þar sem fátækt og fáfræði móta samfélögin.  

En ég það er einföldun, áróður valds og peninga er lúmskur andskoti sem á sér mörg andlit.  Og það er bein fylgni milli peninga sem settur er í áróður, og árangurs.  

Þannig að valdið sigrar alltaf Rakel, eiginlega án undantekninga, en undantekningarnar eru yfirleitt þar sem það hefur þurft að kljást við nýjar hugmyndir þar sem hið hefðbundna á ekki rök. 

Draumurinn um eitthvað nýtt og betra hefur sérstaklega haft árangur gegn valdinu.  Og þá við ákveðnar aðstæður þar sem fólk hefur fengið nóg.  

En hvað um það Rakel, allt sem þú segir hér að ofan er satt og rétt, við erum í dag lömb á leið til slátrunar.

Í sláturhús amerísku vogunarsjóðanna.  

Bið að heilsa suður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.12.2012 kl. 08:23

4 identicon

Langar að benda á að fólk almennt er ekki mikið að spá í pólitík og því nokk sama ennþá, langt í kosningar. Ég hef bent á nauðsyn þess að útskýra hlutina í samhengi, orsök afleiðing. Finnst vanta uppá það en svo af hverju fólk velur að fylgja öðrum flokkum er það félagsskapurinn sem lokkar fólk. Baráttugleðin og viðmót við nýtt fólk en boðskapurinn verður aldrei betri en fólkið sem kynnir hann. Mjög góðar hugmyndir sem auðsjáanlega hafa smitað út frá sér en vantar að ég tel Meira samhengi við hið daglega líf.

Brynjólfur Tómasson (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 08:53

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, Rakel það er hlandlyktin sem laðar.

Þegar fólk man varla eftir öðru en að skríða í forinni af ótta við valdið þá hættir því til að verða samdauna óttanum og undirlægjuhættinum.  

Verði því á að rísa upp og finna anga frelsisins, allt hið hreina loft sem leikur um frjálsan huga, þá bregður því svo við að fer aftur til baka í skjólið, í öryggið, í lyktina sem það þekkir.

Þess vegna held ég að þetta sé góð hugmynd með gasgrímurnar, að sýna samhygð á aðventunni.

En baráttan er rétt að byrja, og henni lýkur ekki í vor.

Vonin í hinum afskekkta fjalladal þar sem hið myrka vald hefur ekki náð að kæfa allt mannlíf, er sú von að móta valkost sem er hreinn og beinn, um lífið sjálft og framtíð þess.  

Takist það mun sá valkostur taka að ljóma á líkt og fegursti gimsteinn og sá ljómi mun lýsa og laða að fólk, heilt fólk, gott fólk, fallegt fólk.  

Því bylting lífsins er bylting fallega fólksins.  

Það er engin önnur leið ef lífið á að lifa af Rakel, trúðu mér.

Og þó þetta ferli taki tíma, þá vinnur tíminn með lífinu.

Því Galdur lífsins sér til þess að lífið lifi af.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.12.2012 kl. 09:14

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mig dreymir um það sama og þú því ég þykist vita að eðli skynseminnar sé hóværð en þolinmæðin með vitleysunni gengur stundum algerlega fram af mér.  Það eru kannski bara áhrifin af því að hafa kafað of djúpt niður í hana

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.12.2012 kl. 09:23

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Rakel mín, þetta er bæði gömul saga og ný.   Þegar ný framboð koma fram sem ógna valdinu gerist einmitt þetta, það er reynt að þagga allt niður opinberlega.  Ég held að sama sé uppi með Dögun.  Það sem við getum gert til að opna umræðuna er að vera dugleg einmitt við að blogga og setja inn greinar sjálf, þ.e. fólkið sem starfar í flokkunum.

Svo er ég á því að við græðum mest á því að bakka hvert annað upp í nýju framboðunum í stað þess að reyna að benda á það sem verr er gert.

Það er okkur lífsnauðsyn að nýju framboðin komi sterk út úr kosningunum, ný öfl, nýtt fólk með ferskar hugmyndir.  Það þarf að koma fjórflokknum frá með öllum ráðum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2012 kl. 12:39

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Rakel mín gráa.

Þú ert ekki bara dreymari, þú er líka skapari, skapari ljós og vonar sem byggist á trú og kærleik.

Trú á betri heim, kærleik til lífsins.

Að skapa þessa von, þetta ljós, 

mun eins og segir í kvæðinu Afturhvarf, hjálpa þeim sem 

"og elti vafurloga heimsku og hjóms

um hrjóstur naktra kletta og auðnir sands.

---------------

Mitt fólk, mitt land, minn himinn og mitt haf!

Heim kemst að lokum allt, sem burtu fer."

Og þá er gott að eiga marga sauði til að slátra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.12.2012 kl. 13:31

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ásthildur,ég hef auðvitað ekki mikinn samanburð en ég fylgdist grannt með upgangi Borgarahreyfingarinnar og tók þar þátt áður en á hólminn var komið. Þ.e. alþingiskosningunum. Af þeirri reynslu get ég tekið undir orð þín upp að vissu marki. Það var hins vegar enginn skortur á fólki sem sópaðist að framboðinu og það vakti vissulega athygli þó fylgið hafi verið tvísýnt enda höfðu kjósendur afar stuttan tíma til að kynna sér það.

Ég man að á Akureyri þá tók ég þátt í að ýta við fjölmiðlunum þar en það bar árangur. Miðað við þá athygli sem málflutningur Lilju naut í Búsáhaldabyltingunni, fylgið sem hún fékk í prófkjöri VG vorið 2009 og svo í alþingiskosningunum sjálfum og verkefni hennar inni á þingi síðan er það að sönnu afar sérkennilegt og ekki einleikið hvernig hún sjálf og flokkurinn sem hún stofnaði er umgenginn.

Borgarahreyfingin þurfti að þola það fyrstu misserin inni á þingi að ef hún komst í fréttir þá var það fyrir eitthvað neikvætt og á tímabili þá var ljóst að pólitíkinni og/eða valdinu stóð ófn af þessu nýja afli en það hefur greinilega mikið breyst síðan og Dögun situr langt frá því við sama borð og SAMSTAÐA. Nægir þar t.d. að nefna umræðuþáttinn sem minnst var á hér að ofan þar sem má heita að Dögun hafi verið með tvo fulltrúa þar sem gesturinn sem fyllti fjórða sætið í settinu hjá Agli umræddan dag er frekast tengdur Dögun í hugum þeirra sem þekkja gleggst til a.m.k. 

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.12.2012 kl. 16:04

10 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ómar, þakka þér þín aflþrungnu og uppbyggilegu orð

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.12.2012 kl. 16:06

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég segi eins og þú að þöggunin kring um Lilju er mikil núna undanfarið.  Það þýðir einfaldlega að menn eru hræddir við það fylgi sem hún gæti fengið.  Það sparkar enginn í hundshræ.  Þannig er það bara.  En svo er annað, hún er svolítið eyland í umfjölluninni, það eru ekki  margir fyrir utan hana sem komast á blað í umfjöllun um Samstöðu. 

Ég veit líka að menn hafa rætt um samvinnu með þessi tvö framboð, en það virðist ekki vera áhugi á því heldur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2012 kl. 16:24

12 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Samvinna verður að byggja á heiðarlegum vilja um framgang málefna. Þú veist það væntanlega eins vel og ég að Dögun og SAMSTAÐA eru ekki einu sinni sammála um það hvaða mál eigi að vera í forgangi. Það endurspeglast t.d. mjög vel í því hvaða mál Lilja hefur sett í forgang á yfirstandandi þingi og hver hafa verið forgangsmál Hreyfingarþingmannanna og reyndar Dögunar líka sem réðust m.a. í hringferð til að hvertja landsmenn til að greiða nýjum stjórnarskrárdrögum já-atkvæði sitt.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.12.2012 kl. 16:37

13 identicon

Daði Ingólfsson kosningastjóri Dögunar, sá sem tók við því af Andreu Dögunar eftir að hún ákvað að máta sig í þingmannsstól, hefur sagt að Borgara/Hreyfingar/Dögun vilji klára aðlögunarferlið, þe. aðlagast að fullu og algjörlega öllu reglugerðarfargi ESB áður en þjóðin fær að segja sitt álit ... en ég spyr til hvers þá, þegar aðlögunin, innlimunin, verður algjör? 

Vegna þessa er Dögun hampað í fjölmiðlum 365 og Ríkisútvarpsins ohf., samansúrruðu valdi bankaræningja og samfylkts ríkisvaldsisns.

Allt þetta átt þú Ásthildur að vita, en ferð í kringum þetta sem heitan graut.  Ég skil ekki hvernig þið getið sagt bæði já, en líka nei og trúað því að það sé hægt í þessu máli. 

Viljið þið hin frjálslyndu innan Dögunar halda aðlögunarferlinu áfram til loka, líkt og Borgara/Hreyfingar/Andreu liðið vill, sjálfu sér sælt í hlandvolgum draum um lattélepjandi snakki með umræðustjóra ríkisútvarpsins, eða ekki?

Hvort er svarið já eða nei Ásthildur?

Svar SAMSTÖÐU er skýrt, að virkja lýðræðið til velferðar okkar og að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu eigi síðar en  samhliða þingkosningum í apríl 2013, þar sem spurt verði 

Vilt þú að Ísland gangi í ESB?  Já eða NEI.

Svar SAMSTÖÐU er einhuga og dúndrandi NEI, líkt og meirihluta hins óbreytta almennings íslensku þjóðarinnar.

Þess vegna reyna fréttamiðlar 365 og Ríkisútvarpsins ohf. að þegja SAMSTÖÐU í hel, en hampa froðusnakki Dögunar og Bjartrar framtíðar.

Framundan er Icesave dómur ESA.  Framundan eru átök um framtíð íslenskrar þjóðar á okkar landi.  Og þá mun reyna á Samstöðu þjóðarinnar gegn auðdrottna valdi ríkis og alríkis hringadrottnanna.  Þá munu vonandi augu daufblindra innan Dögunar sjá að sá flokkur er samfylkt froða, líkt og Björt framtíð "fræga fólksins", sem fjölmiðlar hampa nú. 

No we won´t get fooled again"  NEI, við látum ekki fífla okkur af settum fræga fólksins í settunum.

Ps.  Það sem Brynjólfur bendir á, að segja þurfi hlutina á einfaldan hátt, mun rætast og þá mun fólk vakna endanlega, því hver velur dauða þjóðar sinnar fremur en líf hennar?  Það mun þjóðinni verða augljóst á nýju ári, að hún á ekkert val annað en að velja lífið, líf þjóðar okkar  og frelsun undan oki auðdrottna og hrægamma og leppa þeirra hér á landi.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 20:51

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Pétur Örn ég segi bara fyrir mig að ég vil að þessu ferli ljúki hér og nú.  Þeir sem eru í forsvari fyrir Dögun hafa sagt í mín eyru þ.e. þeir sem hlynntir eru um að kynna sér málin að þeir séu ekki endilega á því að ganga inn, heldur að skoða málin.  Ég er algjörlega ósammála því og vildi í upphafi láta reyna á það innan flokksins með alsherjar uppgjöri. 

En samt sem áður er ég þess fullviss að í þessum flokki erum við ekki að tala um þær lygar og fals sem einkennir núverandi ríkisstjórn og þar með alveg viss um að þegar bítur á mun þessi hreyfing hafna aðild, Þannig er það bara, og ég mun berjast fyrir því innan hreyfingarinnar að þessu máli verði drepið á dreyf.  Ég get ímyndað már að þetta orki tvímælis, en það´er bara þessi leið sem ég vil fara og það er þessi leið sem ég hef valið mér og það er nákvæmlega þessi leið sem ég held að muni skila árangri.  þar mun ég reyna að leggja mitt lóð á þá vogaskál.  Þannig er það bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2012 kl. 23:19

15 identicon

Björt framtíð og Dögun vilja klára aðlögunarferlið

og þar með afsala fullveldi Íslands til teknó-krata ... að lokum.

Ætlar Gvendur Steingríms og Andrea þá fyrst að segja, að nú megið þið fíflin ykkar kjósa?

Nei, Ásthildur nú dugar engin hálfvelgja. 

Að hringsnúast sem auli í kringum trúða hirðarinnar er leiðin til glötunar.

Dögun minnir mig nú mest á VG, í blekkingaleik sínum og spuna.

Sama froðan, sama gamla valdagæru bröltið.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.12.2012 kl. 17:31

16 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það styttist kannski í það að allir flokkar klofna í Samstöðu þjóðar gegn ESB. Þá kemur væntanlega í ljós að hér er ekkert hægri - vinstri lengur í pólitík heldur með og á móti sölu landsins.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.12.2012 kl. 05:25

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að það sé ekki meirihluti fyrir því í Dögun að klára þetta ferli.  Þar tala menn bara fyrir sig en ekki heildina.  Og ég vil bara segja það að það þarf að vera á hreinu hvort meirihluti er fyrir því fyrir kosningar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.12.2012 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband