Tilraunaeldhúsið Grikkland!

Mörgum finnst hún eflaust þægileg fjarlægðin frá því sem þeir vilja ekki sjá. Þetta hefur greinilega átt við um Grikkland sem margir Íslendingar láta eins og þeim komi ekki við um þessar mundir. Sumir auka enn í fjarlægðina sem er á milli landanna og tyggja upp eineltisfrasa varganna sem hafa sest um fjöregg grísku þjóðarinnar.

I am a Greek

Efnahagsböðlarnir sem ráða grimmum örlögum Grikkja hafa verið kallaðir þrenningin en þeir eru: Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Seðlabanki Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Íslendingar ættu allir að þekkja afleiðingarnar af aðgerðarpakka AGS hér á landi þó þeir séu alltof margir sem þykjast ekki sjá þær þrátt fyrir að þær séu upp við nefið á þeim.

Íslendingar hafa líka fengið smjörþefinn af því hvaða fjármálaþvingunum ESB-hagsmunaklíkan beitir þær þjóðir sem eru fjármálavaldinu ekki undirgefnar í gegnum Icesave-hasarþættina þrjá. Það vekur auðvitað athygli að meðulin eru reyndar þau sömu og AGS beitir í sínu þvingunarstríði gegn þjóðum sem hafa orðið fyrir efnahagsáföllum.

Það vekur líka athygli þeirra sem hafa lagst yfir að kynna sér það sem fram fer í Grikklandi að þar verða fyrir manni sömu pyntingartólin og var beitt gegn íslensku þjóðinni í þeim Icesaveþáttum sem við höfum þegar horft upp á en þetta eru: bresk lögsaga tekur yfir rísi upp ágreiningur um fjárhagslegu þvingunaraðgerðinar, hollenskur fjármálaráðherra belgir sig út og fnæsir og hvæsir svo er það Lee nokkur Buchheit sem veitir „hollvinaráð“ varðandi þjóðarskuldavandann.

Miskunnarleysi efnahagsböðlanna í Grikklandi

Efnahagshremmingarnar sem gríska þjóðin hefur þurft að þola eru ólýsanlegar en ástandið minnir svo sannarlega á lönd Afríku og Suður-Ameríku þar sem nýlenduherrar fóru yfir með miskunnarlausum græðgislúkum sem engu eirðu. Gríska þjóðin hefur reynt að vekja athygli á þessu og kallað til annarra þjóða í yfir hálft ár. Fæstir hafa hlustað og á meðan eykst neyðin.

Sumir hafa bent á að hörmungarnar sem efnahagsböðlarnir hafa leitt yfir Grikkland sé bara forsmekkurinn eða generalprufan að því sem bíður annarra þjóða. Þar á meðal Íslendinga. Komist peningamafían upp með það að fara svona með Grikki þá breiðist faraldurinn út. Það er því ljóst að á meðan fólk situr með hendur í skauti eða vinnur hvert í sinni mauraþúfu þá breiðist eignaupptökufarladurinn út og brýtur sér leið inn fyrir þröskulda hvers einasta heimilis sem ekki er merkt eigna- og peningaelítunni.

Það er nefnilega enginn munur á Grikkjum og öðrum þjóðum í augum efnahagsböðlanna sem eira engu. Þetta vita Grikkir og þeir sem ákváðu að svara kalli þeirra og sýna þeim táknrænan stuðning síðastliðinn laugardag. Þann dag boðuðu Attac-samtökin hér á landi til samstöðu með Grikkjum. Fólk safnaðist saman í Grasrótarmiðstöðinni þar sem Andres Zoran Ivanovic tók þessa mynd.

Við erum öll Grikkir

Við sama tækifæri flutti Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Íslandsdeildar Attac-samtakanna, Yfirlýsingu herferðarinnar fyrir endurskoðun grískra skulda, frá 13. febrúar 2012, í íslenskri þýðingu. Sjá hér:



Gunnar Skúli Ármannsson, sem allir ættu að þekkja fyrir beinskeytt bloggskrif, flutti líka virkilega flotta tölu sem hann gaf heitið: Við erum öll Grikkir í dag! Sjá hér:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

FLott færsla, ég ætla að fá hana lánaða og linka á hana á blogginu mínu Rakel mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2012 kl. 18:04

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Gerðu svo vel! Hvenær sem er:-)

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.2.2012 kl. 22:08

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Rakel mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2012 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband