Gróandinn í grasrótinni

Grarótarmiðstöðin

Grasrótarstarfið hefur farið af stað með líflegasta móti þetta árið og nú er hægt að fylgjast með á nýrri heimsíðu Grasrótarmiðstöðvarinnar. Vefslóðin er: grasrotarmidstodin.is

DebtocracyAnnað kvöld, nánar tiltekið föstudagskvöldið 27. janúar, verður heimildamyndin: Debtocracy sýnd í Grasrótarmiðstöðinni og hefst sýning myndarinnar kl 20:00. Það eru Gagnauga, Attac og Hreyfingin sem bjóða upp á sýningu þessarar myndar.

Myndin sem er eftir Katerina Kitidi og Aris Hatzistefano er frá árinu 2011 og fjallar um skuldavanda Grikklands og leiðir til að glíma við hann. Þessar leiðir eru þó ekki þær sem þarlend stjórnvöld hafa farið.

Það má lesa sér nánar til um myndina víða á Netinu, t.d. hér, en viðburður hefur verið stofnaður á Facebook í tilefni af sýningu hennar í Grasrótarmiðstöðinni. Fyrir þá sem komu á sýningu myndarinnar Thrive má geta þess að það er búið að gera við ofnakerfið í húsinu.

Andrea ÓlafsÁ laugardaginn verður svo fræðslufundur þar sem Andrea Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, ætlar að segja frá undirskriftarsöfnun heimilanna fyrir leiðréttingu lána og afnámi verð- tryggingarinnar. Í erindi sínu segir hún frá ástæðum þess að henni var hrundið af stað og stiklar síðan á stóru í því sem fram hefur farið frá upphafi til dagsins í dag. Viðburður hefur verið stofnaður á Facebook þar sem þessi fundur er auglýstur.

Fundurinn verður haldinn undir yfirskriftinni: Verðtryggður lánavandi og er sjálfstætt framhald borgarafundarins sem haldinn var í Háskólabíói síðastliðið mánudagskvöld. Mikið hefur mætt á félagsmönnum Hagsmunasamtaka heimilanna að undanförnu enda fáir, ef nokkrir, lagt sig jafnmikið fram í baráttunni fyrir heildarhagsmunum heimilanna í landinu.

Heimildamyndasýningar og fræðslufundir á laugardögum eru uppákomur sem eru vonandi komnar til að vera en síðasta laugardag voru það félagar úr Öldu: Félagi um sjálfbærni og lýðræði sem héldu stutt erindi um félagið og tillögur þess um stofnun og starfsemi lýðræðislegs stjórnmálaflokks.

Sá fundur var tekinn upp og stendur til að halda því áfram og setja upptökurnar á heimsíðu Grasrótarmiðstöðvarinnar. Vonandi verður af því fljótlega en hér er upptaka af kynningu Kristins Más Ársælssonar á Lýðræðisfélaginu Öldu:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott mál, það er eitthvað ánægjulegt að gerast.  Og svo má skrifa undir á skynsemi.is

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2012 kl. 22:56

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er löngu búin að því eins og þú getur e.t.v. getið þér um

Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.1.2012 kl. 00:42

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég veit Rakel mín ég var að benda á þetta fyrir aðra sem lesa þennan góða pistil þinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2012 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband