Ræður af síðasta borgarafundi

Fyrir þá sem komust ekki á borgarfundinn: Er verðtryggingin að kæfa heimilin? sem haldinn var í Háslólabíói mánduaginn 23. janúar sl, er ábyggilega ánægjulegt að vita að nú er hægt að nálgast ræðurnar inni á You Tube. Þetta eru reyndar bara tvær af fjórum en hinar tvær eru væntanlegar þangað fljótlega.

Fundurinn var tvískiptur en fyrst voru tvær reynslusögur fluttar og svo opnað á umræður en klukkutíma síðar voru aðrar tvær þar sem verðtryggingin var skoðuð sérstaklega auk þess sem hugað var að lausnum.

Þau sem sögðu reynslusögur voru Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkíktekt og Karl Sigfússon, verkfræðingur og millistéttarauli. Hér er ræða Karls:

Hér er svo ræða Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur:

Að lokum má svo benda á umfjöllun Lóu Pind Aldísardóttur um verðtrygginguna í innslagi hennar í Ísland í dag frá því í gærkvöldi en þar er m.a. brot úr ræðu Karls Sigfússonar auk þess sem rætt er við Marinó G. Njálsson og Andreu J. Ólafsdóttur, formann Hagsmunasamtaka heimilanna, en þau voru gestir borgarfundarins. Marinó var með framsögu og tók síðan síðan sæti í pallborði ásamt Andreu og fleirum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábært að fá þetta Rakel mín, ætla að hlusta á þessar ræður seinna í dag þegar ég hef meiri tíma. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.1.2012 kl. 12:13

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér fannst þessi borgarafundur mjög gagnlegur, takk fyrir mig.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.2.2012 kl. 02:18

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það hefur verið mjög jákvætt fyrir okkur sem stóðum að undirbúningi þessa fundar að heyra í þeim sem voru á fundinum en það hefur allt verið á svipuðum nótum. Þeim fannst hann gagnlegur og góður. Það má svo bæta því við hér að við erum byrjuð að vinna að næsta fundi sem var búið að setja niður á 20. febrúar en það getur verið að við færum hann eitthvað. Nánari fréttir af því síðar.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.2.2012 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband