Lýðræðið er lykillinn
18.1.2012 | 15:11
Alda: Félag um sjálfbærni og lýðræði er eitt af þeim grasrótarfélögum sem koma að rekstri Grasróarmiðstöðvarinnar sem var opnuð í Brautarholti 4 síðastliðið haust. Næst komandi laugardag, sem er 21. janúar, munu fulltrúar Öldu kynna tillögur sínar um það hvernig skyldi standa að stofnun og skipulagi lýðræðislegs stjórnmálaflokks. Fundurinn byrjar kl 13:00 og stendur í tvo tíma.
Það er von þeirra sem að fundinum standa að þeir sem hafa í hyggju að taka þátt í stofnun nýrra framboða fyrir næstu kosningar fjölmenni á fundinn og kynni sér þessar tillögur sem félagar í Öldu hafa sett saman. (Sjá hér)
Stofnaður hefur verið viðburður inni á Facebook til að vekja athygli á fundinum. Þar segir m.a: Í því pólitíska umróti sem nú blasir við í stjórnmálunum er ljóst að margir hafa misst trúna á það að þeir geti haft raunveruleg áhrif. Einhverjir kenna fjórflokknum um og telja það fyrsta skrefið til alvöru lýðræðis að stofna nýjan flokk.
En vantar ekki nýja aðferð til að stofna slíkan flokk? Og þarf ekki líka nýja hugmyndafræði varðandi valddreifingu innan hans til að tryggja öllum hópum samfélagsins rödd?
Alda: Félag um sjálfbærni og lýðræði hefur unnið tillögur að því hvernig skipulag stjórnmálaflokks í anda alvöru lýðræðis geti litið út. Tillögur Öldu hafa það að markmiði að búa til skipulag sem hentar stjórmálaflokki fyrir almenning þar sem valdi er dreift og styrkur fjöldans er nýttur til fullnustu.
Ríkisstjórnin standi við loforð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það myndi nú gleðja Íslenska hjartað að sjá á þessum fundi fulltrúa allra flokka, núverandi og tilvonandi...
(ég lifi í draumi)
BJÖRK , 18.1.2012 kl. 15:52
Frábært, ég ætla að setja þetta inn á mitt face. Lýst rosalega vel á þetta. BJörk kmín láttu þig dreyma áfram Það er borin von.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2012 kl. 16:22
Maður setur markið á Utobiu og vonar að eitthvað ásættanlegt verði niðurstaðan
BJÖRK , 18.1.2012 kl. 17:08
Við verðum að halda í bjartsýnina. Annars er þetta ekkert svo óraunhæft hjá Björk þar sem fulltrúar Öldu ætla sér að kynna þetta fyrir öllum stjórnmálaflokkum
Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.1.2012 kl. 17:49
Þá ættuð þið að yfirfara þátttakendur fjórflokksins og fjarlægja eyrnatappana sem þeir munu koma með
Já Björk Útópía er auðvitað dásamleg. Og ef til vill ekkert svo fjarlæg eftir allt saman.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2012 kl. 17:59
Heilar og sælar; Rakel fornvinkona - sem og þið Björk og Ásthildur Cesil !
Sem; fyrrverandi kjósandi, óska ég ykkur góðs gengis, í bjartsýninni.
Hins vegar; er vopnavaldið, hin eina rétta leið, úr þessu, sýnist mér.
Orðið tímabært; að grisja afætu stofna Alþingis og Stjórnarráðs, úr þessu, með verulega harkalegum aðgerðum.
Sé síðan fyrir mér; fámennis stjórn beztu manna - og svokallað lýðræði kvatt, þar með.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 19:27
Óskar minn orð eru líka sverð sem bítur sé rétt á haldið. KVeðja til þín líka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2012 kl. 20:11
Sælar; á ný !
Ásthildur Cesil !
Jú; lítillega, en beittari voru sverðin, þegar bræður mínir Síkhar, grönduðu liðsmönnum Indversku nornarinnar; Indíru Ghandi, Haustið 1984, af marg gefnu tilefni, þar eystra - eins og við munum, Ásthildur mín.
Með; ekki síðri kveðjum - en þeim seinustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 20:26
Já Óskar minn, í mínu tilfelli vil ég heldur fara leið Ghandi þess gamla og vitra manns, en skvetta blóði um allar trissur. Með bestu kveðjum
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2012 kl. 22:04
Sælar; að nýju !
Ásthildur Cesil !
Skil mæta vel; sjónarmið þitt - ætli heipt mín, mótist ekki svolítið, af Asískum framættum mínum, að nokkru ?
Hygg svo vera; fornvinkona góð.
Með; fjarri því lakari kveðjum - en þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 22:39
Þú segir hlutina hreint út Óskar minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2012 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.