Lýðræðið er meðalið

Þar sem ég er alltaf af og til að gagnrýna fjármálavaldsstýrðu fjölmiðlana fyrir það hvað þeir sinna grasrótarstarfinu og/eða viðspyrnustarfinu illa finnst mér að ég verði að vekja athygli á þessari gleðilegu undantekningu. Það var nefnilega haldinn fundur í Grasrótarmiðstöðinni í gær þar sem fulltrúar Öldu: Félags um sjálfbærni og lýðræði kynnti tillögur sínar að því hvernig skuli standa að og starfrækja lýðræðislegan stjórnmálaflokk.

Fréttatilkynning um fundinn var send á alla fjölmiðla. Svipan birti hana, Kristinn Már Ársælsson og Helga Kjartansdóttir voru í morgunútvarpi Útvarps Sögu sl. fimmtudagsmorgun (eða 19. janúar. Það eru liðnar u.þ.b. 30 mínútur af upptökunni þegar viðtalið við þau byrjar). Kristinn Már Ársælsson var svo Í Bítinu á Bylgjunni sl. föstudagsmorgun (20. janúar) og svo birti mbl.is þetta fína viðtal, sem þessi bloggfærsla er tengd við, við Kristin Má í gærmorgun.

Það má kynna sér hugmyndir Öldu um stofnun og innra starf lýðræðislegs stjórnmálaflokk hér. Fundurinn tókst í aðalatriðum vel þó það hafi vissulega valdið einhverjum vonbrigðum að þeir stjórnmálamenn, sem skv. fréttum eru að vinna að stofnun stjórnmálaflokka, hafi ekki látið sjá sig. Það var þó enginn skortur á fjörugum og áhugaverðum umræðum. Lokaniðurstöðu þeirra má segja að Kristinn Már Ársælsson hafi dregið saman í þessu innleggi sem hann birti á Fésbókarsíðu sinni eftir fundinn:

Þegar borin eru saman kerfi þarf að bera saman árangur (væntan árangur) þeirra við að ná tilteknum markmiðum. Það er hreinlega rangt að hafna öllum tillögum að nýjum kerfum með því að benda á hugsanlegan galla í kerfinu. Það eru gallar á öllum mannlegum kerfum. Og engir smá gallar á því sem við búum við.

Hér er svo að lokum mynd frá fundinum sem sýnir hluta fundargesta:

lyddi.jpg


mbl.is Kynna tillögur um stofnun stjórnmálaflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband