Klíkubræðrasamfélaginu ógnað!

Rel8Það er vel við hæfi að nota þessa frétt til að vekja athygli á fyrirlestri Jóns Jósefs Bjarnasonar sem fram fer í Grasrótarmiðstöðini, Brautarholti 4, á morgun klukkan 13:00. Þar mun hann kynna hvernig venslagrunnurinn Rel8 getur skapað traust í viðskiptum og stjórnmálum með auknu gagnsæi. Kynningin miðar ekki síður að því að draga fram hvernig áhugasamir geta hjálpað til við upplýsingaöflunina.

„Rel8 er, kerfi hannað af IT Ráðgjöf ehf, sem sýnir vensluð gögn á myndrænan hátt. Kerfið er notað til þess að tengja saman opinber gögn úr fyrirtækjaskrá, þjóðskrá o.fl. opinberum skrám. Rel8 byggir á grafískum myndum þar sem notandinn getur vafrað um tengsl með því að velja atriði úr myndunum og fengið upp ný venslarit.“ (sjá hér)

Jón Jósef Bjarnason er höfundur Rel8 en hann hefur lengst af starfað sem ráðgjafi og er sér- fræðingur í gervigreind. Hann hefur leitt rann- sóknir á áhættuþáttum og misferlismynstr- um í viðskiptum ásamt þróun fjölda gervitauganeta til þess að greina misferli.

Gera má ráð fyrir því að Jón Jósef sé flestum kunnur fyrir skýlausar kröfur sínar um gagnsæi á ýmsum sviðum. Hann hefur ekki látið sitja við orðin tóm heldur hóf hann gerð venslagrunnsins árið 2006. Vensla- grunnurinn ógnar greinilega einhverjum því reynt var að loka á hann haustið 2009. (sjá hér) Af því varð þó ekki og var hann opnaður aftur í desember það sama ár. (sjá hér)

Af ofanskráðu ætti að vera ljóst að það má búast við fróðlegum og jafnvel spennandi fyrirlestri í Grasrótarmiðstöðinni á morgun sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. (krækja í viðburðinn inni á Facebook)


mbl.is Vekur spurningar um samstarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að heyra.  Hvernig er annars með árásirnar á hann sem voru á döfinni hér um daginn.  Er eitthvað að frétta af því?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2011 kl. 13:08

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Bara sömu fréttir og þá. M.ö.o. það er ekki komin niðurstaða í málið.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.11.2011 kl. 16:53

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ÉG vil fá að fylgjast með því máli Rakel mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2011 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband