Siðmenntun fylgir sú ábyrgð að taka afstöðu

Kæra fólk!

Spurningin snýst um skipulag Við erum stillt og siðmenntuð og það er sú mynd sem við viljum viðhalda af sjálfum okkur. Siðmenntun felur það meðal annars í sér að taka ábyrgð. Ábyrgðinni fylgir meðal annars að mynda sér skoðun um mikilvæg mál.

Myndin um siðprýði þarf því að taka mið af aðstæðum. Sá sem vill telja sig til sið- menntaðs þjóðfélagsþegns þarf þess vegna að bregðast við því sem er að eiga sér stað í kringum hann.

Við lifum á furðulegum tímumm þar sem samfélagið, sem þú hélst að væri heilt, hefur verið rjúkandi rústir í a.m.k. þrjú undanfarin ár. Ég veit að marga langar til að taka til hendinni við að byggja upp nýtt af því það vita það allir að við þurfum á slíku að halda.

Fámenn þjóð sem býr saman á stórri eyju þarf ekki síst að byggja upp samfélag sem gerir ráð fyrir öllum. Fámennið og vegalengdirnar gera það að verkum að við ráðum ekki við það að hér búi tvær þjóðir; 3.000 á móti 270.000 eða fámenn valda- og eignaelíta á móti þrælum hennar. Við þessi 270.000 verðum þess vegna að bregðast við því hvað hin 3.000 hafa í hyggju varðandi lífskjör okkar.

Við þurfum að vinna saman og breyta samfélaginu þannig að framtíð okkar verði önnur en þrældómur við að halda uppi innlendum græðgisfíklum og alþjóðlegum fíknsystkinum þeirra. Við þurfum að horfast í augu við það að þessi virða líf okkar og framtíð aðeins út frá því hve mikið við getum lagt að mörkum til viðhalds lífsstíls þeirra.

Við sem höfum ekkert að verja nema lífið þurfum að bregðast við því hvernig fyrir okkur er komið vegna fámenns eigna- og valdahóps sem á lífsvenjur sínar undir því að við tökum kerfinu, sem það hefur byggt upp þeim til varnar, með stillingu og afskiptaleysi.

Við eigum val um það hvort við viljum lifa öðrum eða okkur sjálfum. Við eigum val um það hvort við viljum gefa vinnuframlag okkar til viðhalds því kerfi sem þessi hópur hefur byggt upp til að þjóna blautum draumum sínum um óhóf eigna og valda.

Alvöru lýðræðiÞeim sem eiga sér annan draum skal bent á að Grasrótarmiðstöðin, Brautarholti 4, er prýðilegur vettvangur fyrir alla sem eru tilbúnir til að leggja sitt að mörkum við uppbyggingu lífvænlegrar framtíðar fyrir þig, mig og hin 99% mannkynsins sem standa frammi fyrir því að vera aðeins skiptimynt í firrtum heimi óforbetranlegra eigna- og valdafíkla.


mbl.is 752 sagt upp í hópuppsögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála, hér er margt hægt að gera, en ekki gert vegna þess á upp í fílabeinsturni tróna tveir tréhestar sem þekkja ekki sinn vitjunartíma og neita að viðurkenna staðreyndir.  Það þarf einhvernveginn að koma þessu fólki frá, áður en það hefur gerð óafturkræf mistök og skemmdarverk á íslenskri þjóð og landi.  Enn og aftur BURTU MEÐ ÞETTA LIÐ.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.12.2011 kl. 10:56

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála Ásthildi Cesil...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.12.2011 kl. 02:27

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Er svo sammála ykkur báðum! en það er ljóst að þau munu lifa jólin af og Kryddsíldin verður með óbreyttu sniði enn einn gamlársdaginn enn... Það hefur reyndar heyrst að þetta árið verði hún tekin upp í Iðnó og spurning hvort það mætti því ekki endurtaka Kryddsíldina frá því 2008?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.12.2011 kl. 21:48

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já því ekki þetta er hvort sem er allt sama tuggan. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.12.2011 kl. 02:26

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Til er ég!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.12.2011 kl. 02:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband