Það mættu fleiri taka það upp eftir forsetanum að vera til staðar og hlusta

Ég leyfi mér að birta frétt Svipunnar af þessum fundi í heild hér að neðan:

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti í dag fund með fulltrúum grasrótarfélaga sem hafa meðal annars staðið fyrir mótmælum og borgarafundum á undanförnum þremur árum. Það var Rakel Sigurgeirsdóttir sem óskaði eftir fundi með forseta Íslands en hann var framhald af sambærilegum fundi í fyrra (Sjá hér) Með Rakel á fundinum í dag voru: Ásta Hafberg en þær tvær hafa staðið fyrir tunnumótmælum ásamt fleirum, Kristinn Már Ársælsson frá Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði, og Daði Ingólfsson sem hefur unnið mikið að stjórnarskrármálum.
Þeir Daði Ingólfsson og Kristinn Már Ársælsson ræddu aðdraganda og fæðingarhríðir nýrrar stjórnarskrár ásamt viðtökum þingsins á stjórnarskrárfrumvarpinu við forsetann. Daði hefur af eigin frumkvæði látið prenta nýju stjórnarskrána og færði forsetaembættinu eintök.
Upphaflega stóð til að Gunnar Skúli Ármannsson yrði samferða Rakel og Ástu á fundimm en þar sem hann er úti í Svíþjóð vegna vinnu sinnar færði Rakel forsetanum bréf Gunnars Skúla og erindi hans um sögu peninganna, sem hann sendi til stjórnlagaráðs síðastliðið vor. Auk þessa færði hún forsetanum afrit af bréfasamskiptum Tunnanna við þingmenn síðastliðið ár en þar koma skýrar kröfur þeirra, meðal annars um samstarf við almenning, fram.
Í viðtali við Svipuna segir Rakel að á fundinum hafi fulltrúar grasrótarinnar lýst yfir áhyggjum sínum og vonbrigðum yfir því að þrátt fyrir þrotlausa baráttu, sem hefur verið keyrð áfram af hugviti ekki síður en háværum mótmælum, hafa kröfur og hugmyndir að lausnum þeirra verið að litlu hafðar og jafnvel hunsdaðar.
Hún sagði að það hafi oft verið bent á að kröfur búsáhaldabyltingarinnar hafi verið mjög beinskeyttar. „Krafan var meðal annars sú að stjórnin færi frá en það hefur í raun ekki skilað þeim sem mótmæltu því sem þá dreymdi um. Kröfur áframhaldandi viðspyrnu eru gjarnan sagðar óljósar en ástæða þess er sú að hún snýst um grundvallarbreytingar eða uppstokkun á öllu kerfinu. Þessi krafa er alþjóðleg eins og fram hefur komið í mótmælunum um allan heim á síðustu mánuðum. Krafan er alvöru lýðræði en það þýðir að það þarf gagngera uppstokkun á bæði stjórnsýslunni og fjármálakerfinu.“
Það var samdóma álit gesta forsetans að lýðræðið liði fyrir sívaxandi áhrifamátt fjármálakerfisins. Ólafur Rganar Grímsson tók undir áhyggjur gesta sinna varðandi lýðræðisið og hvatti þá til að kynna sér það sem kom fram um þetta efni í ræðu sem hann flutti á Evróðuþingi stjórnmálafræðinga sem fram fór í Reykjavík 25. ágúst síðastliðinn. (Ræðuna má nálgast hér)
Rakel sagði að gestirnir á Bessastöðum hefðu lagt ríka áherslu á nauðsyn þess að allir þjóðfélagshópar tali saman sem er í reynd alveg gerlegt í jafn litlu samfélagi og hér. „Tunnurnar gerður tilraun til að ná saman fulltrúum valda- og fræðasamfélagsins með fulltrúum almennings úr grasrótinni. Margir þar hafa lagt nótt við nýtan dag á síðast liðnum þremur árum við að ræða og þróa nothæfar hugmyndir að bættu samfélagi.“
Í lok fundarins var forsetanum bent á nýstofnaða Grarótarmiðstöð sem opnuð hefur verið í Brautarholti 4 en hún er prýðilegur vettvangur fyrir þá sem vilja miðla hugmyndum að lausnum og ræða málin. Forsetinn var afar jákvæður gagnvart þeirri miklu grósku sem hefur verið í grasrótarstarfi bæði hér heima og víðar í heiminum og sagði Rakel það ljóst að að hann fylgist mjög vel með því sem er að gerast þar.
Tengdar fréttir:
Ólafur Ragnar fundaði með mótmælendum á Bessastöðum

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti í dag fund með fulltrúum grasrótarfélaga sem hafa meðal annars staðið fyrir mótmælum og borgarafundum á undanförnum þremur árum. Það var Rakel Sigurgeirsdóttir sem óskaði eftir fundi með forseta Íslands en hann var framhald af sambærilegum fundi í fyrra. (Sjá hér) Með Rakel á fundinum í dag voru: Ásta Hafberg en þær tvær hafa staðið fyrir tunnumótmælum ásamt fleirum, Kristinn Már Ársælsson frá Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði, og Daði Ingólfsson sem hefur unnið mikið að stjórnarskrármálum.

Grasrótin á fundi með forsetanum

Þeir Daði Ingólfsson og Kristinn Már Ársælsson ræddu aðdraganda og fæðingarhríðir nýrrar stjórnarskrár ásamt viðtökum þingsins á stjórnarskrárfrumvarpinu við forsetann. Daði hefur af eigin frumkvæði látið prenta nýju stjórnarskrána og færði forsetaembættinu eintök.

Upphaflega stóð til að Gunnar Skúli Ármannsson yrði samferða Rakel og Ástu á fundinn en þar sem hann er úti í Svíþjóð vegna vinnu sinnar færði Rakel forsetanum bréf Gunnars Skúla og erindi hans um sögu peninganna, sem hann sendi til stjórnlagaráðs síðastliðið vor. Auk þessa færði hún forsetanum afrit af bréfasamskiptum Tunnanna við alþingismenn síðastliðið ár en þar koma fram skýrar kröfur þeirra; meðal annars um samstarf við almenning.

Í viðtali við Svipuna segir Rakel að á fundinum hafi fulltrúar grasrótarinnar lýst yfir áhyggjum sínum og vonbrigðum yfir því að þrátt fyrir þrotlausa baráttu, sem hefur verið keyrð áfram af hugviti ekki síður en háværum mótmælum, hafa kröfur og hugmyndir að lausnum þeirra verið að litlu hafðar og jafnvel hundsaðar.

Hún sagði að það hafi oft verið bent á að kröfur búsáhaldabyltingarinnar hafi verið mjög beinskeyttar. „Krafan var meðal annars sú að stjórnin færi frá en það hefur í raun ekki skilað þeim sem mótmæltu því sem þá dreymdi um. Kröfur áframhaldandi viðspyrnu eru gjarnan sagðar óljósar en ástæða þess er sú að hún snýst um grundvallarbreytingar eða uppstokkun á öllu kerfinu. Þessi krafa er alþjóðleg eins og fram hefur komið í mótmælunum um allan heim á síðustu mánuðum. Krafan er alvöru lýðræði en það þýðir að það þarf gagngera uppstokkun á bæði stjórnsýslunni og fjármálakerfinu.“

Það var samdóma álit gesta forsetans að lýðræðið liði fyrir sívaxandi áhrifamátt fjármálakerfisins. Ólafur Ragnar Grímsson tók undir áhyggjur gesta sinna varðandi lýðræðið og hvatti þá til að kynna sér það sem kom fram um þetta efni í ræðu sem hann flutti á Evrópuþingi stjórnmálafræðinga sem fram fór í Reykjavík 25. ágúst síðastliðinn. (Ræðuna má nálgast hér)

Rakel sagði að gestirnir á Bessastöðum hefðu lagt ríka áherslu á nauðsyn þess að allir þjóðfélagshópar tali saman sem er í reynd alveg gerlegt í jafn litlu samfélagi og hér. „Tunnurnar gerðu tilraun til að ná saman fulltrúum valda- og fræðasamfélagsins með fulltrúum almennings úr grasrótinni. Margir þar hafa lagt nótt við nýtan dag á síðastliðnum þremur árum við að ræða og þróa nothæfar hugmyndir að bættu samfélagi.“

Í lok fundarins var forsetanum bent á nýstofnaða Grasrótarmiðstöð sem opnuð hefur verið í Brautarholti 4 en hún er prýðilegur vettvangur fyrir þá sem vilja miðla hugmyndum að lausnum og ræða málin. Forsetinn var afar jákvæður gagnvart þeirri miklu grósku sem hefur verið í grasrótarstarfi bæði hér heima og víðar í heiminum og sagði Rakel það ljóst að að hann fylgist mjög vel með því sem er að gerast þar.

Tengdar fréttir:

Ólafur Ragnar fundaði með mótmælendum á Bessastöðum


mbl.is Forsetinn ræðir við mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk Rakel, þetta er málið forsetin ræðir við okkur en Jóhanna skríður með veggjum og felur sig bak við gluggatjöld! Hvorum aðilanum er hægt að treysta?

Sigurður Haraldsson, 18.10.2011 kl. 08:18

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég þakka greinargóða skýrslu af fundinum með Ólafi Ragnari Grímssyni...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.10.2011 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband