Í perlu társ þíns fæ ég að lifa
10.10.2011 | 03:26
Ég hef ekki enn náð almennilega úr mér kuldanum sem náði tökum á mér í tunnumótmælunum síðastliðið mánudagskvöld. Það var ekki fyrir það hve kalt var í veðri þetta kvöld heldur fyrir kuldann sem stafaði frá steinhúsinu sem var reist utan um störf þingfulltrúa íslenska lýðræðisins. Gamla steinhúsið niður við Austurvöll minnti nefnilega á myrkrastofnun þetta kvöld með fyrirdregna glugga og lögregluvarða skjaldborg sem staðfestir þá miklu gjá sem er á milli þings og þjóðar.
Tunnurnar voru mættar fyrir framan þinghúsið rúmum klukkutíma áður en forsætisráðherra hóf upp raust sína innan veggja og lofaði þann árangur sem Jóhanna Sigurðardóttir vill trúa að hún og kollegar hennar inni á þingi hafi náð í endurreisninni. Svipur fólksins bak við varnargirðingarnar sem lögreglan reisti nokkrum metrum frá alþingishúsinu vitnaði um það að árangurinn er vonbrigði.
Aftur ómaði hjartsláttur þjóðarinnar í taktföstum tunnuslættinum undir falsmyndinni sem forsætisráðherra dró upp af stöðu samfélagsins í stefnuræðu sinni.
Það er algengur misskilningur að þeir sem berja tunnur eða hafa uppi aðra viðspyrnustarfsemi viti ekkert hverju þeir eru að mótmæla eða hvað þeir vilja í staðinn. Þessi misskilningur stafar e.t.v. af því að fjölmiðlarnir sem eru í eigu valda- og eignaelítunnar eru lítið fyrir það að gera slíku hátt undir höfði. Eins og eftirfaraandi myndir bera með sér var enginn skortur á skírum skilaboðum til þingsins frá þeim sem reyndu enn einu sinni að fá fulltrúa þess til að hlusta:
Öll þessi skilti voru áberandi í tunnumótmælunum sl. mánudagskvöld. Þau ásamt fleirum bergmáluðu kröfurnar sem Tunnurnar settu fram í fréttatilkynningu um viðburðinn (sjá hér), í opnu bréfi til þingmanna (sjá hér) svo og fréttatilkynningu sem þær sendu út eftir viðburðinn sjálfan (sjá hér).
Þó kröfur Tunnanna séu hundsaðar jafnt af stjórnmálastéttinni sem og langflestum fjölmiðlum þá þykjast þær sjá að kröfur þeirra eiga ekki aðeins hljómgrunn meðal þeirra sem berjast fyrir breytingum á íslensku samfélagi heldur líka meðal þess sívaxaandi hóps sem berst út um allan heim fyrir alvöru lýðræði!
****
Jóhann Ágúst Hansen, ljósmyndari Svipunnar, á langflestar myndirnar í þessari færslu.
Mótmælt víða um Bandaríkin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:41 | Facebook
Athugasemdir
Það var góð tilfinning að heyra taktfastar tunnurnar undir ræðu forsætisráðherra, ég hef aldrei áður hlustað á allar þessar ræður, en ég ákvað að gera það þetta kvöld til að heiðra ykkur sem úti stóðuð og mótmæltu, og mér leið vel að heyra í ykkur þarna úti. Ég var stolt af ykkur öllum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2011 kl. 09:13
Takk fyrir þitt vermandi innlegg
Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.10.2011 kl. 11:58
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2011 kl. 12:07
Flottur pistill hjá þér. Góður stílisti, sýnist mér. Þið eruð hetjur að halda utan um þessi mótmæli. Það er mikill fjöldi fólks sem mætir á þessi mótmæli og fólk er að koma og fara allan tímann. Gaman væri ef hægt væri að telja alla sem koma í svona mótmæli og eru þar einhvern hluta tímans. Það væri margfaldur uppgefinn fjöldi. Gangi ykkur allt í haginn.
Frímann Sigurnýasson (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 03:52
Takk fyrir hlýjar kveðjur og ég tek undir athugasemd þína varðandi talninguna Frímann. Það er reyndar svolítið sértstakt að við skulum endalaust vera að býsnast yfir tölum í stað þess að vekja almennilega athygli á því að engum fulltrúa stjórnmálastéttarinnar hefur yfir höfðu dottið í hug að reyna að bregðast við kröfum okkur með einum eða öðrum hætti. Það hefur ekki einu sinni verið ýjað að því að það megi tala við okkur eða aðra fulltrúa fólksins varðandi það að finna sameiginlega leið til lausnar þeim samfélagsvanda sem við okkur blasir.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.10.2011 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.