Upphaf allra byltinga er þöggunin!

Þöggnin gerir þig að þrælTunnurnar sendu út fréttatilkynningu á alla stærstu fjölmiðlana á höfuðborgarsvæðinu. Enginn nema Útvarp Saga hefur birt hana. Tunnurnar deyja hins vegar ekki ráðalausar heldur ákváðu að nýta miðilinn sem þú er að lesa þessar línur af.

Við þurfum nefnilega ekkert að láta fjölmiðla þess eina prósents sem hefur efni á því að reka þá stjórna þekkingu okkar og skoðunum. Við þurfum heldur ekki að fara sömu leið og þeir við rekstur slíkra miðla. Við höfum okkar eigin miðil sem er Netið. Nýtum hann til að miðla því sem fjölmiðlar valda- og eignastéttarinnar hundsa til að upplýsa þau 99% sem þurfa að standa saman til að breyta heiminum.

Fréttatilkynning frá Tunnunum

Af gefnu tilefni viljum við taka það fram að tunnumótmælin, undir stefnuræðu forsætisráðherra síðastliðið mánudagskvöld, voru ekki að undirlagi neins stjórnmálaafls og krafa þeirra snerist á engan hátt um nýjar kosningar.

Kröfur okkar komu skýrt fram á viðburðinum sem var stofnaður á Facebook, í fréttatilkynningum sem voru sendar á fjölmiðla og svo í bréfi sem var sent á alla þingmenn. Kröfur okkar snúast í stuttu máli um leiðréttingu á stöðu lántakenda, verulegar lýðræðisumbætur, uppgjör gagnvart raunverulegum hrunvöldum og uppstokkun á fjármálakerfinu.

Frá því í fyrra höfum við mælt með lýðræðislegri samvinnu við að vinna að lausnum þess samfélagsvanda sem núverandi stjórnarkreppa í landinu viðheldur. Við hörmum útilokunina og undanbrögðin sem Tunnurnar hafa reynt og horft upp á í samskiptum stjórnvalda við Hagsmunasamtök heimilanna. Þessum augum lítum við þau viðbrögð forsætisráðuneytisins, við undirskriftarlistum Samtakanna, að kalla saman sama sérfræðingahóp og í kjölfar stóru tunnumótmælanna í fyrra. Við fordæmum þessi undanbrögð varðandi kröfur nær 35.000 Íslendinga ásamt því að hvorki Hagsmunasamtökin né Tunnurnar hafi verið höfð með í ráðum.

Við viljum nota tækifærið og senda umlykjandi kærleikskveðjuHeart til allra þeirra sem mynduðu kyrrláta en háværa samstöðu um kröfuna um uppbyggingu samfélags sem gerir ráð fyrir mannsæmandi kjörum fyrir alla og viljum skora á stjórnvöld að taka sig saman í andlitinu og fara að hlusta. Að öðrum kosti ætti stjórnmálastéttin öll að stíga hógvær til hliðar og gefa þjóðinni tækifæri til að skipa óflokksbundna sérfræðinga í bráðabirgða- og/eða verkefnisstjórn. Sú leið er fær undir þeirri stjórnskipunarhefð sem Sveinn Björnsson, fyrrverandi forseti, skapaði á sínum tíma með skipun tímabundinnar utanþingsstjórnar.


Tunnurnar skrifuðu opið bréf til þingmanna sem þær sendu þeim í undanfara tunnumótmælanna
sl. mánudagskvöld. Bréfið var sent á alla stærri fjölmiðla. Svipan er eini miðillinn sem hefur birt það. (Sjá hér)


mbl.is Engin samræða við stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Mafían er sterk Rakel en með samstöðu þá er þetta hægt!

Sigurður Haraldsson, 5.10.2011 kl. 18:22

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Saman stöndum vér og sundraðir föllum vér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2011 kl. 18:40

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Þið eruð öll flott, Tunnumótmælendur, afléttum oki líú,

krefjumst frjálsra handæraveiða sem leysa byggða, fátæktar

og atvinnuvanda Íslendinga.

Aðalsteinn Agnarsson, 5.10.2011 kl. 20:39

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Heyr, heyr!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.10.2011 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband