Stjórnmálastéttin hefur ekkert lćrt!

4. október í fyrra bođuđu Tunnurnar til mótmćla í fyrsta skipti. Sá fjöldi sem mćtti kom öllum skipuleggjendum ţeirra gersamlega í opna skjöldu. Tölur um raunverulegan fjölda eru mjög á reiki en opinberar tölu segja ađ ţarna hafi veriđ á bilinu 8.000-10.000manns . Miđađ viđ reynslu ţeirra sem hafa skipulagt ýmsa viđburđi frá hruni er líklegt ađ ţađ megi a.m.k. tvöfalda ţessar tölur.

TunnumótmćliHávađinn af tunnunum varđ gríđarlegur og olli gífurlegum titringi ekki bara inni í ţingsalnum ţetta kvöld heldur víđar innan stjórnsýslunnar og inni í fjármálastofn- unum. Međ sameiginlegu átaki tókst ţessari fámennu valda- og eignaklíku samt ađ viđhalda ţví kerfi sem hún hefur byggt upp í kringum sjálfa sig. Kerfi sem byggir upp á svipuđu fyrirkomulagi og ţví sem leiddi til frönsku byltingarinnar ţar sem almenningur í Frakklandi reis upp gegn arđrćnandi grćđgi ađalsins.

Loforđ ríkistjórnar Jóhönnu Sigurđardóttur til ađ bregđast viđ ţessum mótmćlum voru svikin og nú ári síđar er allt viđ ţađ sama en afleiđingarnar koma alltaf skýrar og skýrar í ljós. Til ađ tryggja ţađ ađ stjórnmálastéttin missti ekki af ţví hverjar eru raunverulegar kröfur bođara mótmćla í kvöld ţá skrifuđ Tunnurnar ţingmönnum enn eitt bréfiđ og sendu ţeim í tölvupósti. Fjölmiđlar fengu afrit af ţessu bréfi, eins og hinum, en ţar sem ég efast um ađ ţeir treysti sér til ađ birta ţađ ćtla ég ađ setja ţađ inn hér. Ţiđ megiđ dreifa ţví ađ vild.

Reykjavík 3. október 2011

Góđan daginn!

Viđ undirrituđ viljum tryggja ţađ ađ tilefni tunnumótmćlanna og kröfur ţeirra fari ekki fram hjá kjörnum fulltrúum íslensku ţjóđarinnar. Ţjóđarinnar sem lagđi allt sitt traust á ađ ţeir sem hún greiddi atkvćđi í síđustu kosningum myndu leggja alla sína vitsmuni í ađ vinna ađ kosingaloforđum eins og: skjaldborg um heimilin, uppbyggingu atvinnulífsins, aukiđ lýđrćđi, gagnsći og uppgjör viđ hruniđ.

Nú er ekki annađ ađ sjá af orđum og framkomu margra ykkar, svo og allnokkurra međal forvera ykkar, en ađ siđferđisstuđull ţess hóps sem kemst inn á Alţingi sé almennt töluvert lćgri en međal meiri hluta almennings. Ţess vegna geri ég ráđ fyrir ţví ađ einhver ykkar séuđ gallhörđ á ţví ađ viđ ţessi kosningaloforđ hafi veriđ stađiđ međ prýđilegum árangri.

Fjöldi gjaldţrota heimila og fyrirtćkja, skrásettur hálfsannleikur og önnur afvegaleiđandi orđrćđa ráđherra og ţingmanna í sambandi viđ auđlinda- og efnahagsmálin, međferđ dómstóla á málefnum sem varđa lánamál og grunađra fjárglćframanna draga allt annan veruleika í ljós. Ţađ er af ţessum ástćđum sem Tunnurnar koma saman aftur eins og 4. október í fyrra og minna á kröfur sínar í eftirfarandi upptalningu:

  • Viđ krefjumst ţess ađ tekiđ verđi á skuldavanda landsmanna međ réttlćtiđ ađ leiđarljósi en ekki sérhagsmunagćslu og klíkuskap.
  • Viđ krefjumst ţess ađ ţeir sem ekki hafa lćrt af reynslunni víki úr embćttum fyrir nýrri hugmyndafrćđi sem er óbundin flokkspólitískri hagsmunagćslu.
  • Viđ krefjumst ţess ađ ţeir sem bera ábyrgđ á ţví samfélagshruni sem ekki sér fyrir endann á verđi dregnir fram undan tjöldunum og réttađ í málum ţeirra eins og annarra almennra borgara.
  • Viđ krefjumst gagngerrar endurskođunar á stjórnsýslu og efnahagskerfi landsins.
  • Viđ bjóđum fram lýđrćđislega samvinnu viđ ađ leita lausna og byggja upp samfélag sem gerir ráđ fyrir mannsćmandi kjörum fyrir alla borgara ţess.

Okkur ţykir ástćđa til ađ minna á bréf frá 4. nóvember í fyrra og 17. janúar sl. sem bárust ykkur í nafni Tunnanna. Ţar settum viđ fram hugmynd ađ lausn á ţví kreppuástandi sem nú hefur varađ hér á landi í ţrjú ár. Ţetta ástand mun viđhaldast á međan núverandi ţingmenn setja persónulegan og/eđa flokkspólitískan metnađ ofar heildarhagsmunum íslensku ţjóđarinnar sem ykkur ber ađ verja í störfum ykkar.

Ykkur var trúađ fyrir stóru verkefni á erfiđum tímum en fćst ykkar hafiđ einu sinni komiđ fram af ţeirri umhyggju gagnvart ţjóđ ykkar ađ ţiđ hafiđ talađ til hennar eđa auđsýnt kjósendum ykkar ţá virđingu ađ umgangast hana af heiđarleika og sanngirni. Af ofantöldum orsökum hvetjum viđ ykkur til ađ stíga hógvćr til hliđar og gefa ţjóđinni tćkifćri til ađ skipa óflokksbundna sérfrćđinga í bráđbirgđa- og/eđa verkefnisstjórn. Sú leiđ er fćr undir ţeirri stjórnskipunarhefđ sem Sveinn Björnsson skapađi á sínum tíma međ skipun utanţingsstjórnar.

Í ofangreindum bréfum hvöttum viđ ykkur til ađ setja saman bráđabirgđalög til ađ skapa skipan slíkrar stjórnar lýđrćđislegri umgjörđ. Ţiđ hlustuđu ekki heldur luguđ ţví ađ ţjóđinni ađ stađa lántakanda yrđi leiđrétt til ađ draga máttinn úr samstöđunni sem birtust ykkur í tunnumótmćlunum í fyrra. Enn er ţó tćkifćri til ađ brúa biliđ á milli ţings og ţjóđar og ţađ liggur í samvinnu viđ fulltrúa 99% ţjóđarinnar en ekki ţess eina prósents sem fyrri ríkisstjórnir gáfu einkaleyfi til peningaprentunar í landinu.

                                                                 Fyrir hönd Tunnanna:
                                                                        Ásta Hafberg
                                                                        Gunnar Skúli Ármannsson
                                                                        Rakel Sigurgeirsdóttir

Hér má nálgast slóđir á bréfin sem vísađ er til hér ađ ofan:

Bréfiđ frá 4. nóvember 2010
Bréfiđ frá 17. janúar 2011


mbl.is Rćđa um lćrdóma af kreppunni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Takk ég ćtla ađ bćta ţessu bréfi aftan viđ síđustu fćrsluna mína. Gangi ykkur vel í  kvöld.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 3.10.2011 kl. 12:43

2 Smámynd: Ađalsteinn Agnarsson

Flott eruđ ţiđ, Ásta, Gunnar og Rakel!

Ađalsteinn Agnarsson, 3.10.2011 kl. 22:32

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir góđar kveđjur

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.10.2011 kl. 17:53

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband