Stundin er runnin upp!
2.10.2011 | 02:38
Næst komandi mánudagskvöld ætlar Jóhanna Sigurðardóttir að bjóða þjóðinni upp á endurflutning söngsins um áunninn árangur eins og hann horfir við hennar ljósfælnu augum. Tunnunum þykir tilefni til að búa stefnuræðu forsætisráðherrans sömu umgjörð og í fyrra. Nú þegar hafa safnast um 50 tunnur og búið að draga fram eitthvað af ásláttartólunum frá í fyrra.
Viðburður hefur verið settur upp á Fésbókinni (sjá hér) þar sem rúmlega 500 manns hafa skráð sig. Í fyrra var viðburðurinn ekki settur upp fyrr en seinni part 1. október. Þremur dögum síðar troðfylltist Austurvöllur! Það sem kom þeim sem settu viðburðinn í loftið mest á óvart var það hvað allur sá fjöldi sem var talað við þá var í raun sammála. Flestir sögðust nefnilega ekki aðeins óánægðir með ríkisstjórnina heldur höfðu þeir glatað öllu trausti til stjórnmálastéttar- innar!
Þeir sem fylgdust með vinnu og mál- flutningi Tunnanna, frá 4. október á síðasta ári fram til 17. janúar á þessu, er væntanlega fullkunnugt um að Tunnurnar snerust um miklu meira en bara það að berja tunnur. Fyrir þá sem vilja rifja þetta upp bendi ég m.a. á þessa samantekt. Í eðlilegu framhaldi af kröfum Tunnanna í fyrra settu þær fram svohljóðandi kröfulista fyrir 3. október n.k:
* Við krefjumst þess að tekið verði á skuldavanda landsmanna með réttlætið að leiðarljósi en ekki sérhagsmunagæslu og klíkuskap.
* Við krefjumst þess að þeir sem ekki hafa lært af reynslunni víki úr embættum fyrir nýrri hugmyndafræði sem er óbundin flokkspólitískri hagsmunagæslu.
* Við krefjumst þess að þeir sem bera ábyrgð á því samfélagshruni sem ekki sér fyrir endann á verði dregnir fram undan tjöldunum og réttað í málum þeirra eins og öðrum Jónum Jónssonum.
* Við krefjumst gagngerrar endurskoðunar á stjórnsýslu og efnahagskerfi landsins.
* Við bjóðum fram lýðræðislega samvinnu við að leita lausna og byggja upp samfélag sem gerir ráð fyrir mannsæmandi kjörum fyrir alla. (sjá hér)
Þessum kröfulista lýkur svo með svhljóðandi ákalli:
Stundin er runnin upp þar sem 99% þjóðarinnar rís upp gegn því 1%-i sem hefur sölsað undir sig öll auðæfi landsins og nýta sér eignarhaldsvaldið til að gera það sem því sýnist án athugasemda löggjafans eða dómstólanna. Við skulum því sameinast, systur og bræður, úr öllum sveitum landsins og láta réttlætiskröfur okkar heyrast!
Mér þykir það við hæfi að ljúka þessari færslu með því að benda á að kröfur Tunnanna eru mjög í anda þeirra krafna sem hafa hljómað víðs vegar um jarðarkringluna frá síðastliðnu vori eins og kemur m.a. fram í þessu myndbandi:
Hækka skatta á bensín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæl þetta er furðuleg innkoma stjórnarinnar eftir skilaboðinn sem við sendum þeim í gær. Já tunnurnar og allt sem hægt er að berja á skal notað og nú er alkrafa stjórninn skal víkja og nýtt og manneskjulegra kerfi lýta dagsins ljós án aðkomu ger spilltrar fjórflokksmafíunar.
Sigurður Haraldsson, 2.10.2011 kl. 09:33
Flott. Tími fólksins er vonandi að renna upp. Ekki bara hér á landi, mér sýnist á öllu að almenningur víða um heim sé að átta sig. Arabíska vorið nær vonandi að verða að alheimssumri.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 2.10.2011 kl. 10:31
Heil og sæl Rakel; og þökk fyrir síðast - og sælir; aðrir gestir, góðir !
Rakel - Sigurður og Arinbjörn !
Því miður; sýnist mér, sem við verðum að fara að afgreiða Jóhönnu Sigurðar dóttur, að óbreyttu - eins og Síkhar; bræður mínir, austur í Khalistan, gerðu upp við Indíru Ghandi, forðum (í Október 1984).
Því miður; annarrs, munu Jóhanna og hennar lið, ganga af okkur dauðum, ella.
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 15:10
Tíminn er runninn upp þar sem tökum ákvörðun um það hvort við ætlum að sætta okkur við þá heimskipan sem blasir við okkur nú eða hvort löngun okkar til breytinga er nógu sterk til að við séum tilbúin til að leggja eitthvað á okkur til breytinga.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.10.2011 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.