Vetur vaxandi viðspyrnu

Þegar allt snýr á haus, þegar græðgin er leiðarljósið, þegar forgangsröðunin hossar hrunelítunni, þegar réttlætið er blindað af siðvillunni, þá er ekki nema von að það hrikti í stoðum samfélagsins. Sú vaxandi óánægja sem breiðir úr sér meðal almennings kemur varla nokkrum meðvituðum einstaklingi á óvart en hún kemur fram á mörgum sviðum.

Nú með haustinu hafa margir þeirra sem komu saman haustið 2008 orðið meðvitaðri um að okkur miðar ekkert áleiðis nema með þrotlausri vinnu. Það hyllir loksins undir það að sú grasrót sem kom fram á þessum tíma komist í varanlegt húsnæði. (sjá hér) Fyrsti fundur í borgarafundarröð um neytendalánalögin verður haldinn n.k. mánudagskvöld. Svo er þingsetningin framundan og stefnuræða forsætisráðherra.

Viðburður hefur verið settur upp vegna þingsetningarinnar 1. október (sjá hér) en þann dag munu Hagsmunasamtök heimilanna afhenda undirskriftir við eftirfarandi áskorun samtakanna til stjórnvalda: 

Í nafni almannahagsmuna krefjumst við undirrituð almennra og réttlátra leiðréttinga á stökkbreyttum lánum heimilanna og afnáms verðtryggingar.

Hafi stjórnvöld ekki orðið við þessari kröfu fyrir 1. janúar 2012 jafngildir undirskrift mín kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu um kröfugerðina. 

 Þegar hafa safnast rúmlega 30.000 undirskriftir en ég leyfi mér að lýsa eftir hinum 70.000 sem hafa enn ekki sett nafn sitt undir þessa áskorun. Það má bæta úr þessu hér. Þeir sem eiga aðstandendur sem ekki hafa aðgang að tölvum eru sérstaklega hvattir til að kynna þeim þessa undirskriftarsöfnun og bjóða þeim að setja nafn sitt á listann.

Svo er það borgarafundurinn (viðburður inni á Facebook) en hér að neðan er auglýsing um hann en áhangandi við þessa færslu eru tvö pdf-skjöl. Annað sem er plakat sem má prenta út og hengja upp og svo dreifildi til fjölföldunar og dreifingar í póstkassa eða hvar sem næst til fólks.

Borgarafundur 26. september 2011


mbl.is Mikil reiði í lögreglumönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Rúnar Sæmundsson

Takk fyrir goda grein. Tvi midur kemst eg ekkert, er a sjo.

Birgir Rúnar Sæmundsson, 24.9.2011 kl. 09:53

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flott ertu Rakel! Afléttum oki líú, krefjumst frjálsra handfæraveiða sem leysa

byggða, fátæktar og atvinnuvanda Íslendinga!

Aðalsteinn Agnarsson, 24.9.2011 kl. 12:25

3 identicon

Flott samantekt hjá þér Rakel. Þetta verður greinilega viðburðaríkur vetur og nú er það undir almenningi komið hvort hann ætlar standa eða falla með sjálfum sér.

Cilla (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 12:28

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Guði sé lof fyrir ykkur Rakel mín og grasrótina sem er að vinna í okkar málum.  Vildi að ég væri nær.  Eins og er er ég í Austurríki og kem ekki heim fyrr en 1. október, og of seint til að mæta á Austurvöll.  En ég fylgist með og er með ykkur í huganum svo sannarlega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2011 kl. 13:08

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það þarf marga til að breyta heilu samfélagi og ef við hjálpumst öll að mun það takast:-)

Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.9.2011 kl. 18:04

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já sem betur fer, málið er bara að vegna nálægðar þá gefst sumum betra tækifæri en öðrum, þess vegna verðum við hin að fylgjast með og hvetja ykkur hin áfram.  Svo þið finnið að þið eruð ekki ein, heldur hafði marga á bak við ykkur.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2011 kl. 19:53

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég viðurkenni það fúslega að það er virkilega gott að vita af stuðningi þínum Ásthildur

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.9.2011 kl. 03:47

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann stendur mín kæra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.9.2011 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband