Okkur hefur verið gefið alveg einstakt tækifæri!
8.4.2011 | 02:40
Í síðustu færslu vakti ég athygli á rökum fjögurra þingmanna sem liggja til grundvallar því að þeir ætla að segja NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju Icesave-lögin. Hér ætla ég að vekja athygli á svörum tveggja ungra Íslendinga sem benda á það einstaka tækifæri sem þjóðinni hefur verið gefið til að breyta sögunni. Við höfum nefnilega tækifæri til að segja NEI við því að skuldum einkafyrirtækja sé velt yfir á almenning!
Það eru Björg Fríður Elíasdóttir og Hákon Einar Júlíusson sem útskýra hvers vegna þau ætla að segja NEI við við nýju Icesave-lögunum á morgun. Í lokin flytur svo Andreas frá Sviss íslensku þjóðinni skilaboð sem eru mjög í anda þeirra hugmynda sem koma fram hjá hinum tveimur um að íslenskt NEI muni koma almenningi í örðum löndum best í sameiginlegri baráttu.
Hákon Einar Júlíusson, sem er m.a. einn umsjónarmanna gagnauga.is, segir NEI vegna þess að það þjónar frelsinu og réttlætinu. Það að skella skuldum alþjóðlegu bankaelítunnar á almenning gerir það hins vegar ekki. Hákon undirstrikar að Íslendingar hafi tækifæri til að sýna bankaelítunni fingurinn með því að segja NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun.
Björg Fríður Elíasdóttir, byrjar á því að vísa í Brussel-viðmiðin sem kveða á um það að allir eiga að bera jafna ábyrgð. Þ.e. Bretar, Íslendingar og Hollendingar en í þessum samningi bera Íslendingar einir ábyrgðina. Hún minnir líka á að Bretar og Hollendingar neituðu að samþykkja fyrirvara um að þeir myndu ekki ganga að auðlindum okkar ef við getum ekki borgað. Björg segir að það séu sterkar líkur á að við getum ekki greitt og spyr: Og hvað þá?!
Í framhaldinu segir hún að í grunninn sé Icesave-málið spurning um rétt eða rangt. Hún bendir á að það sé ekki rétt að láta almenning greiða skuldir einkaelítunnar. Í lokin undirstrikar Björg að þjóðin hafi einstakt tækifæri til að segja NEI fyrir allan heiminn enda finnum við það í hjarta okkar að það er rangt að viðhalda svo óréttlátu hagkerfi.
Almenningur víða í Evrópu, og utan hennar líka, hefur risið upp og flykkst út á götur til að mótmæla ósanngjarni efnahagsstefnu landa sinna. Í aðalatriðum snýst hún um það sama og hér en í meginatriðum gengur hún út á það að einkavæða gróðann og þjóðnýta tapið.
Það er auðvitað misjafnt hvað þessir horfa út fyrir eigin lögsögu en þó eru þeir allnokkrir sem horfa eftirvæntingar- og vonaraugum hingað til Íslands og bíða þess hvernig við förum með það tækifæri sem forsetinn gaf okkur með því að vísa nýju Icesave-lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Íslenskur almenningur hefur nefnilega fengið einstakt tækifæri til að segja NEI við þeirri rangsleitni að almennir borgarar skuli bera tap fjármálaelítunnar.
Andreas frá Sviss, er einn þeirra sem bíður í ofvæni eftir því að sjá hvernig íslenska þjóðin fer með þetta tækifæri. Hann flytur þjóðinni þjóðinni þau skilaboð að Icesave verði að hafna með skýru NEI-i til að Íslendingar endurheimti virðingu sína og reisn meðal annarra þjóða. Andreas hvetur íslensku þjóðina til að sýna heiminum að hún sé ekki leikfang fjárglæframanna og biður hana um að láta óttann ekki stjórna sér í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu heldur segja afdráttarlaust NEI!
Atli og Lilja setja x við nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:45 | Facebook
Athugasemdir
Og nú hefur Eva Joly bæst í hóp neisinna og varar okkur við að segja Já á morgun. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/04/08/augu_umheimsins_a_islandi/
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2011 kl. 12:40
Ég myndi vilja líkja því við gæðastimpil að Eva Joly taki undir afstöðu NEI-sinna. Mér finnst reynda stuðningur Michaels Hudsons ekki síðri gæðastimpill.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.4.2011 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.