Lýðræði eða opinbert lögregluríki?
20.1.2011 | 01:24
Stuðningshópur 9-menninganna boðar til hávaðamótmæla kl. 11:00 í dag fyrir framan Héraðsdóm. Við ætlum að mótmæla þeirri aðför sem þar er höfð í frammi gegn níu einstaklingum. Í grófum dráttum þá er því haldið fram að þessir níu hafi gert tilraun til valdaráns þ. 8. desember árið 2008. Ákæran, málatilbúnaðurinn og skrípaleikurinn innan og utan dómsalarins eru svo yfirgengileg að það sætir furðu að ekki sé löngu búið að vísa málinu frá!
Undanfarna daga hafa farið fram vitnaleiðslur í málinu en þeim verður framhaldið í dag. Það má fylgjast með þeim hér og hér. Það er svo margt við þetta mál sem vekur bæði furðu og vandlætingu að of langt mál væri að telja það allt. Það er líka ljóst af framburði vitna ákæruvaldsins að forsendurnar eru byggðar á afar veikum grunni. Aftur á móti fer ásetningurinn um misbeitingu valdsins varla fram hjá neinum sem kynnir sér málin til hlítar. Það má m.a. gera hér.
Þegar gripið er niður í framburð vitna ákæruvaldsins er áberandi hve algeng eftirfarandi orðasambönd eru í framburði þeirra: að halda, vita ekki alveg, túlka, að meta svo, sönnunargagn sýnir annað en samt". Minnisleysi er líka afar áberandi, einkum meðal lögreglumannanna sem hafa verið yfirheyrðir. Þeir þykjast heldur ekki vita hver gaf þeim skipunina um að koma að innganginum á alþingishúsinu, sem liggja að þingpöllum, umræddan dag og alls ekki hver fyrirskipaði handtöku þeirra í það sama skipti. Sumir ljúga m.a.s. blákalt eins og þingverðirnir sjálfir reyndar líka.
Ég minni á að ef við sýnum 9-menningunum ekki stuðning og spyrnum við fótum með því að mæta á morgun getur það haft afar alvarlegar afleiðingar fyrir lýðræðið. Við bjóðum í raun heim grímulausu lögregluríki þar sem lögreglan yrði væntanlega skipuð einstaklingum af sama kalíberi og þeim sem höfðu afskipti af 9-menningunum 8. desember árið 2008.
Miðað við framburð þeirra mætti ætla að slíkir skilji heilann eftir heima þegar þeir mæta til vinnu og sýna þar af leiðandi hvaða yfirvaldi sem er blinda og gagnrýnislausa hlýðni. Ekkert okkar vill kalla slíkt yfir sig og ég þori að fullyrða að fæstir innan lögreglunnar myndu vilja það heldur. Kannski ekki einu sinni þeir sem vilja ekki kannast við blinda hundstryggð sína fyrir tveimur árum. Sýnum lýðræðisvitund okkar í verki og mætum hér.
Boða til mótmæla við Héraðsdóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:26 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir góðan pistil, það er engin spurning að ég myndi mæta ef ég væri á svæðinu, en ég ætla að setja þennan pistil inn á fésbókina mína sem hvatningu til annara. Ég er sammála þetta er það versta mannréttingabrot sem hefur farið fram á Íslandi og er þá mikið sagt. Og fyrir framan nefið á Jóhönnu Sigurðardóttur sem hvergi þykist nærri hafa komið og er "voða döpur "yfir þessu. Svei því bara. En við getum huggað okkur við það að ef við fáum nýtt blóð til að stjórna, svo sem eins og hlutlausa utanþingsstjórn, þá verður þetta rannsakað alveg frá grunni og þeir sem bera ábyrgðina settir í fangelsi, hvort sem þeir heita Jóhanna, Ragnheiður Ásta eða hvaða aðilar það eru sem hér drepa niður æru fólks.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2011 kl. 09:15
Það varð eitthvað minna um samstöðuna í mótmælum. Veit ekki hvort þeir sem hugðust mæta lét íslenska veðrið aftra sér, uppgjöfina, vonleysið eða þreytuna. Eitt er víst að það voru þó nokkrir þarna en flestir komust inn í dómsalinn.
Ég læt mig dreyma um að þeir sem hafa barist hingað til séu að safna kröftum fyrir næstu atrennu því ekki gefumst við upp. En það er að sjálfsögðu spurning um að fara að skoða hvort ekki séu til aðrar og áhrifaríkari viðspyrnuaðgerðir en framleiða hávaða með hljómgefandi verkfærum og hlutum
Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.1.2011 kl. 13:05
Hvernig væri að safna saman fólki og syngja ættjarðarlög á Austurvelli, það ætti að vera hægt að smala saman fólki úr kórum og sönghópum sem leiddu sönginn og svo gætu allir sungið með. Þú veist þessi góðu gömlu rís þú unga Íslandsmerki, Ísland ögrum skorið, og svo ljóðið hennar Laufeyjar um Ísland er land þitt. Það væri allavega vert að prófa, það mætti borga einhverjum fyrir að stjórna músikinni ef ekki fæst manneskja sem getur leitt sönginn. En ég er viss um að svona tónleikar myndu troða sér inn í hjarta og heila þeirra sem sitja á alþingi og allavega sumir þeirra myndu vikna við. Bara svona hugmynd.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2011 kl. 13:59
Þessi hugmynd er að stinga sér niður ansi víða Kannski engin tilviljun
Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.1.2011 kl. 17:59
Gott mál, ég hef nefnilega ekki heyrt þetta neinstaðar hélt að ég hefði upphugsað þetta sjálf
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2011 kl. 18:10
Auðvitað gerðir þú það og sendir svo færkorn hugmyndarinnar í kollana á ótrúlegustu konum sem búa í nágrenni við alþingishúsið
Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.1.2011 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.