„Ísland er stjórnlaust, því engin því stjórnar“

Jólakór Heimavarnarliðsins og Tunnanna kom fyrst fram þann 7. desember sl. sem var alþjóðlegur bankaáhlaupsdagur. Í tilefni karókímaraþonsins, sem fram fer í Norræna húsinu, hafa meðlimir hans ákveðið að koma saman enn á ný og flytja orkumikinn ættjarðaróð ásamt fleiri grasrótum Austurvellinga kl 17:45 í dag. Óðurinn er frá Hallgrími Helgasyni sem setti hann saman haustið 2008 við lagið: „Ísland er land þitt“.

Eins og alþjóð veit eru þeir sem hafa staðið vaktina niður á Austurvelli mjög samfélagslega meðvitaðir enda hafa þeir staðið fyrir bæði stórum og smáum aðgerðum og uppákomum til varnar hagsmunum lands og þjóðar. Margir þeirra sem koma fram með kórnum síðar í dag hafa verið virkir í slíkri viðspyrnu í bráðum tvö og hálft ár. Ófáir hafa líka stutt við undirskriftarsöfnunina á orkuaudlindir.is með ráðum og dáð.

Það er reyndar ein af grundvallarkröfum Austurvellinga að náttúruauðlindirnar og nýting þeirra sé í höndum þjóðarinnar sjálfrar. Það er líka algjör lágmarkskrafa að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um svo þýðingarmikil og afgerandi mál og ráðstöfun orkuauðlindanna.

Austurvellingar eru vanir því að láta verkin tala og kunna að sjálfsögðu að sýna stuðning sinn í verki. Þeir munu því hefja upp raust sína í tilefni þessa skemmtilega framtaks upp úr kl. 17:45 í Norræna húsinu í dag. Það er heldur ekki útilokað að þingmenn og varaþingmenn sem styðja þennan góða málstað sláist í hóp Viðspyrnukórs Austurvellinga.

Es: Það má sjá frumflutning Jólakórs Heimavarnarliðsins og Tunnanna á umræddu lagi og texta Hallgríms Helgasonar hér.


mbl.is Skráð gegn vilja sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Verð með ykkur í huganum setti þetta inn á facebook.  Kveðja frá Austuríki. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2011 kl. 10:14

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Frábært

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.1.2011 kl. 16:36

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.1.2011 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband