Ísland er á valdi ógnarafla!

Stundum er það þannig að ógnirnar sem steðja að eru þvílíkar að það finnast bara alls ekki nógu stór orð til að ná utan um þær á einfaldan hátt. Slíkar eru ógnirnar sem steðja að þjóðinni nú á tímum. Þær eru reyndar búnar að steðja að okkur svo lengi að sumir eru að verða þurrausnir við að koma þeim í orð og líður jafnvel eins og þeir séu búnir að vera að segja það sama aftur og aftur frá því haustið 2008.

Jólakór Heimavarnarliðsins og Tunnanna kom saman aftur í dag. Í síðustu viku söng hann fyrir framan Landsbankann í tilefni af alþjóðlegu bankaáhlaupi þann 7. desember sl. (sjá hér). Í dag komum við saman fyrir framan útibú Íslandsbanka í Lækjargötu. Við fengum óvæntan glaðning frá manni sem ég veit ekkert hvað heitir en hann færði okkur texta sem er eftir höfund sem skortir svo sannarlega ekki orðin til að lýsa ástandinu.

Við tókum okkur til og sungum hann við lagið „Ísland er land þitt“. Útkoman er hér:

Hér er textinn:

Ísland er stjórnlaust, því engin því stjórnar.
Ísland er fleki af dýrustu gerð.
afreksmennÍsland er landið sem Flokkurinn fórnar.
Ísland á reki í sjónum þú sérð.
Ísland í forsetans orðanna skrúði. ...
Ísland sem bankanna, auðmönnum gaf.
Ísland sem sonanna afrekum trúði.
Ísland er land sem á verðinum svaf.

Íslensk er þjóðin sem allt fyrir greiðir.
Íslensk er krónan sem fellur hvern dag.
Íslensk er höndin sem afvegaleiðir.
Íslensk er trúin: „Það kemst allt í lag.“

Íslensk er bjartsýna alheimskuviskan
um íslenskan sigur í sérhverri þraut.
Íslensk er góðærisátveisluhryssan
Ísland er fleki af dýrustu gerðsem íslenskan lepur nú kreppunnar graut.

Ísland er landið sem öllu vill gleyma
sem Ísland á annarra hlut hefur gert.
Íslenska þjóð, þér var ætlað að geyma
hið íslenska nafn sem þú hefur nú svert.

Íslandi stýra nú altómir sjóðir.
Ísland nú gengur við betlandi staf.
Að Íslandi sækja nú alls konar þjóðir.
Ísland er sokkið í skuldanna haf.

Sá sem færði okkur þennan texta sagðist ekkert vita um það hver samdi hann. Vissi það eitt að hann hefði borist á vinnustaðinn hans með faxi.

Viðbót: Höfundurinn af þessum stórkostlega texta er Hallgrímur Helgason. Hann „rappaði“ hann sjálfur í Kiljunni hjá Agli Helgasyni þann 19. nóvember 2008. Talandi um það að vera orðin þurrausin fyrir það að vera búin að segja það sama aftur og aftur frá bankahruniWoundering


mbl.is Icesave frumvarpið lagt fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

textinn er bara gargandi snilld

Magnús Ágústsson, 16.12.2010 kl. 03:27

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Við vorum líka öll snortinn eftir flutninginn. Þar réði mestu sannleikurinn í textanum!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.12.2010 kl. 03:40

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir þessa ábendingu Guðmundur! Er búin að dreifa henni á milli 20-30 einstklinga inni á Fésinu.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.12.2010 kl. 07:07

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég er búinn að senda þetta á 30 bloggvini, þar á meðal 3 Alþingismenn.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.12.2010 kl. 07:47

6 identicon

Horreimarhugvekja.

Ei fytja í fortíð hjá neikvæðum kalli
sem ok fyrir Alþingi stendur á palli.
Af þrákelni er hann víst þekktur karlgrei
Þó mest fyrir heimasetu og NEI.

Það leiða man Jóhrannar ok sam-mála er
að mönnum skal ei líft á skerinu hér.
Þó skríður með skuggum of veggjum sú kveif
þá sérlega í ræðu og rit um Æseif.

Viljug á báðum út rétt vinstri hönd
með vammi og hinni ein þjóð skyldi í bönd.
S-gjaldborg þau boða ok svo Þjófasátt
svo þjóðin vill utan aðeins aðra átt.

Í ESB þræla þau vilja oss víst
En vitið þau stíga ei tel ek það víst.
Því ei hafa hugað hvort manni sitt fjós
eða hver skildi síðastur slökkva öll ljós.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 09:46

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flottur texti, þessi síðari líka.  Og vel sunginn svona undirbúningslaust.  Takkfyrir þetta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2010 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband