Þetta er að verða miklu meira en nóg!

Ég reikna með að þeir séu miklu fleiri en ég sem eru búin að fá miklu meira en nóg að finna veskið þynnast á meðan tíminn líður undir flokks- og sérhagsmunabaráttu sem fram fer á stjórnarheimilinu. Sambandsleysið og vanhæfnin við að vinna hagsmunum lands og þjóðar eitthvert gagn hefur verið gríðarleg nokkur undanfarin ár en þó tæplega eins himinhrópandi eins og nú.

Dæmin tala fyrir sig sjálf en ég ætla þó að fylgja þessu betur eftir innan skamms en langar til að benda þeim sem eru sammála því að við verðum að binda endi á þessi ósköp á þennan undirskriftarlista þar sem skorað er á forsetann að skipa utanþingsstjórn nú þegar!

Svo minni ég á mótmælin á morgun (4. nóv. kl. 14:00) þar sem þess verður krafist að Alþingi samþykki utanþingsstjórn. Utanþingsstjórn er ætlað það forgangsverkefni að vinna gegn því heilsuspillandi og lífshættulega ástandi sem íslensk stjórnmálastétt hefur skapað og viðheldur með ráðþægni sinni við peningaöflin á kostnað okkar almennings.


mbl.is Hafa fyrirvara á samráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Má ég stela þessu hjá þér Rakel?  Og birta á mínu bloggi????  Ég er líka búin að fá miklu meira en nóg....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.11.2010 kl. 01:22

2 identicon

http://is.wikipedia.org/wiki/Listi_yfir_helstu_atbur%C3%B0i_%C3%AD_sj%C3%A1lfst%C3%A6%C3%B0iss%C3%B6gu_%C3%8Dslands

Hessa ykkur aðeins upp. Það er hugarviljinn og undirmeðvitundin sem skiptir máli.

Kristján Loftur Bjarnason (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 01:44

3 identicon

Ég kann þetta ekki, en eftir því sem ég hef kynnt mér, - hefur UTANÞINGSSTJÓRN mjög svo takmarkað VALD.

Utanþingsstjórn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Utanþingsstjórn er í þingræðisríki ríkisstjórn sem tekur við völdum tímabundið þegar ekki tekst að mynda ríkisstjórn eftir hefðbundnum lýðræðislegum leiðum af einhverjum ástæðum. Utanþingsstjórnir eru skipaðar beint af þjóðhöfðingja og stjórna með stuðningi eða hlutleysi löggjafarvaldsins. Þetta felur í sér að stjórnin lætur sér nægja að sjá um daglegan rekstur ríkisins og forðast umdeildar ákvarðanir.
Feitletraði textinn í lok bloggsins þín bendir til að þar séu EINMITT á ferðinni UMDEILDAR ÁKVARÐANIR.
Er bara að velta fyrir mér hvort við séum að heimta hið ómögulega, skv. núgildandi lögum

Eygló Yngvadóttir (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 01:57

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hvenær sem er mín kæra og það heitir ekki stuldur heldur samvinna

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.11.2010 kl. 02:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband