Ríkisstjórnin framkvæmir vilja Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Það er greinilegt að tunnurnar valda titringi þó alvöru viðbrögð láti á sér standa. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar koma fram í fjölmiðlum og reyna að telja okkur þegnunum trú um það að þau hafi vilja til að bregðast við skuldavanda heimilanna en þeir sem hafa sett sig almennilega inn í málið eru fullir efasemda. Við erum búin að átta okkur á því að ríkisstjórnin framkvæmir aðeins vilja Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Hann stýrir í raun landinu. Fjárlagafrumvarpið er eftir uppskrift AGS enda skiptir hann sér að öllu sem viðkemur fjármálakerfinu. Þetta er staðreynd sem fimm þingmenn hafa haldið fram í mín eyru. Tveir þeirra eru stjórnarþingmenn. Niðurskurðurinn í heilbrigðiskerfinu sem var fyrst boðaður í upphafi árs 2009 en á að koma til fullra framkvæmda nú er samkvæmt alþekktri formúlu AGS. Henni hefur verið beitt miskunnarlaust í öllum þeim löndum þar sem sjóðurinn hefur komið við sögu.
Skammtastefna AGSÍ fjárlögunum er líka boðaður umtalsverður niðurskurður í menntakerfinu þó hann hafi ekki farið jafnhátt. Sú forgangsröðun að skuldir fjármagnseiganda eru afskrifaðar hjá bönkunum á meðan fjármálastofnanirnar sækja fram af fullri hörku gagnvart skuldum almennings er líka eftir forskrift AGS. „Loforð“ fulltrúa ríkisstjórnarinnar mega sín því lítils eða engis því það þarf að bera öll slík undir landstjóra AGS hér á landi. Það eina sem hann mun gera er að gefa einhvern gálgafrest.

Ríkisstjórnin gæti hins vegar tekið þá ákvörðun að segja upp samningi sínum við sjóðinn enda er aðstoð AGS ekkert annað en bjarnargreiði. Af lánunum sem ríkisstjóður hefur nú þegar þegið af sjóðnum þarf hann að greiða 20% af tekjum ríkissjóðs í vexti. Talnaglöggir menn hafa sagt mér að það þýði u.þ.b. sömu upphæð og þarf til að reka hér bæði þá heilbrigðis- og menntunarþjónustu á sama hátt og hefur viðgengist hér hingað til. Það má því segja að niðurskurðurinn á þessum sviðum sé eingöngu tilkominn vegna samnings ríkisins við Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Þeir sem standa á bak við svefnpopa- og tunnumótmælin gefa lítið fyrir loforð. Þeir vilja sjá aðgerðir og nýja forgangsröðun. Þess vegna hafa þeir boðað til nýrrar mótmælahrinu í þessari viku. Aðfararnótt þriðjudagsins 12. október n.k. sofa hetjulegustu mótmælendurinir úti við Stjórnarráðið (Sjá hér) en daginn eftir verður ríkisstjórnin „tunnuð“ þar sem hún heldur ríkisstjórnarfund kl. 10:00 í Stjórnarráðinu. (Sjá hér)

Aðstandendur mótmælana hafa hvatt vinnuveitendur að gefa starfsfólki sínu frí fyrir hádegi þennan dag svo þeir geti tekið þátt í mótmælaaðgerðinni við Stjórnarráðið.


mbl.is Fjölmenn mótmæli á Austurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Rakel og takk fyrir góða færslu.

Ég mun nota mína krafta til að ýta undir að fólk mæti á Austurvell til mótmæla og vonandi til að láta draum minn um útburð að rætast.  Það þarf ekki annað en að fólk frá landsbyggðinni taki sér rútur og mæti í bæinn.  Þannig hófst þetta í Austur Evrópu, þegar íbúar höfuðborganna sá að aðrir landsmenn mættu, þá mættu menn og sváfu og sungu þar til kúgunin gaf eftir.

Og ofbeldið var glettilega lítið því hver skýtur syngjandi samlanda sína.?

Vonum að núna vakni þjóðin því eins og þú bendir réttilega á, þá leyfir AGS einhvern gálgafrest, svona rétt á meðan hengingaról lánanna herðist að hálsi þjóðarinnar, þegar kemur að endurgreiða eftir 5 ár, þá ráða þeir öllu, nema að tilkomi blóðug bylting þjóðarinnar.

Þá eru svefnpokamótmæli betri leið og ólíkt friðsamari.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.10.2010 kl. 20:48

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Rakel - þetta er sorglega rétt færsla - við þetta búum við í dag.

Ómar - ef landsbyggðin fjölmennir skapar það stemmingu og vonandi 15-18.000 manns á svæðið.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.10.2010 kl. 00:52

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sammála...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.10.2010 kl. 01:52

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Er í startholunum tilbúinn hvenær sem er!

Sigurður Haraldsson, 16.10.2010 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband