Persónugervingur vandans!

Já, það er ástæða til að persónugera þessa atkvæðagreiðslu eins og önnur vandamál sem koma upp og þarf að leysa! Hér eftir þarf enginn að vera í vafa um það hvaða þingmenn eru færir um að gera upp hrunið og hverjir eru það ekki. Hér er hægt að ganga úr skugga um það hvernig þingmenn vörðu atkvæðum sínum í atkvæðagreiðslunni í dag.

Þar kemur berlega í ljós að 25 þingmenn eru tilbúnir til að taka undir niðurstöðu þingmannanefndarinnar um það hvaða ráðherrar skulu mæta fyrir landsdómi. Þessir 25 eru allir þingmenn Hreyfingarinnar og Vinstri grænna, sex þingmenn Framsóknarflokks og einn samfylkingarþingmaður en það er Jónína Rós Guðmundsdóttir. Framsóknarþingmennirnir sem eru á því að ráðherrar eigi að bera ábyrgð á gjörðum sínum eru eftirtaldir: Birkir Jón Jónsson, Eygló Harðardóttir, Huld Aðalbjarnardóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Siv Friðleifsdóttir og Vigdís Hauksdóttir.

Ég mæli með að við segjum hinum 38 upp við þingsetninguna n.k. föstudag! Það verða nefnilega mótmæli þá í tilefni þingsetningarinnar. Ég mæli líka með að þú mætir enda eiga forfeður þínir og -mæður, landið þitt, tungumálið þitt og menning auk framtíðarinnar og afkomenda þinna það skilið af þér að þú standir með þjóð þinni þennan dag. Slagorð mótmælanna gæti orðið: VIÐ ERUM ÞJÓÐIN!

Þessi mótmæli eru auglýst hér og hefur þeim sem ætla að mæta fjölgað um nær helming síðan niðurstöður atkvæðagreiðslnanna frá því fyrr í dag lágu fyrir! 


mbl.is Greiddi atkvæði samkvæmt sinni sannfæringu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hér eftir þarf enginn að vera í vafa um það hvaða þingmenn eru færir um að gera upp hrunið
Þú ert sem sagt þeirrar skoðunar að sé fólk ekki sammála þér þá eigi bara að segja því upp og er þá þin skoðun semsagti hin eina rétta ???

Jón Aðalsteinn Jónsson, 28.9.2010 kl. 20:45

2 identicon

Gleymum því ekki að sá hatursfulli (sem tekinn var með maðkaöngulinn í rassinum við Hítará) tapaði í dag 3:1. Gott á hann og hans hyski allt.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 21:38

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Finnst þér þetta virkilega gefa tilefni til útúrsnúninga!?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.9.2010 kl. 21:39

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það skal tekið fram að athugasemd mín á við um það sem Jón Aðalsteinn setti inn.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.9.2010 kl. 21:45

5 identicon

Þú telur upp þá þingmenn sem fylgdu niðurstöðu þingmannanefndarinnar. En þú nefnir ekki þá þingmenn sem fylgdu  niðurstöðu sjálfrar Rannsóknarnefndar Alþingis sem leggur grunninn að þessu öllu saman. Það voru aðeins tveir þingmenn: Ólína Þorvarðardóttir og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Þessar mætu  konur sýndu þann kjark að greiða atkvæði með ákæru á hendur Björgvin G. Sigurðssyni. Sama gerði einnig Jónína Ósk Guðmundsdótttir sem greiddi atkvæði með ákærum á hendur öllum fjórum. Allar sýndu þessar konur mikinn kjark.

Reykvíkingurinn (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 11:43

6 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Áfall þingmanna sjálfstæðisflokksins hringdi ekki bjöllu.Ef þeir hefðu gengið út eftir fyrstu atkvæðisgreiðsluna.Þar að segja atkvæðigreiðslu gegn Geirs.Þá hefði allir ráðherrarnir verið ákærðir.En það fór sem fór.

Þetta fordæmi,með Landsdóminn á eftir að hafa miklar afleiðingar.Ákærur eiga eftir að koma í tíma og ótíma.Það er hætta að Landsdómur munu hafa fulla vinnu á næstu árum.

Ingvi Rúnar Einarsson, 29.9.2010 kl. 17:40

7 identicon

Það voru 6 þingmenn Framsóknar sem kusu gegn ráðherrunum ekki 5.  Það vantar Vigdísi Hauksdóttur.

Skúli (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 18:17

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Kærar þakkir fyrir leiðréttinguna Skúli!

Sennilega er Reykvíkingur að tala um Jónínu Rós Guðmundsdóttur en ég veit ekki hvort þú tókst eftir því að ég tal hana upp. Hins vegar sýndu Ólína og Sigríður Ingibjörg eitthvað allt annað en kjark í atkvæðagreiðslunni sem um ræðir!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 29.9.2010 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband