Ég segi þeim upp!

Síðastliðna viku hefur mér liðið eins og innbrotsþjófar hafi brotist inn hjá mér og rænt mig öllu. Jafnlyndinu líka! Ég ætla ekki að nota þennan vettvang til að kvarta frekar yfir stormabálinu sem geisar í huga mér eða andvökunóttunum sem örvæntingin yfir ástandinu hefur valdið mér. Hér ætla til hvaða ráða ég tók sem var að semja og senda eftirtöldum þingmönnum uppsagnarbréf.

Framsóknarflokkur: Guðmundur Steingrímsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Samfylking: Árni Páll Árnason, Ásta R. Jóhannesdóttir, Anna Margrét Guðjónsdóttir, Guðbjartur Hannesson, Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðardóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Magnús Orri Schram, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Skúli Helgason, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Össur Skarphéðinsson.

Sjálfstæðisflokkur: Ásbjörn Óttarsson, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Sigurður Kári Kristjánsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Víðir Smári Petersen og Þorgerður K. Gunnarsdóttir.

Bréfið sem ég skrifaði og sendi á póstföng þingmannanna er svohljóðandi:

Reykjavík 1. október 2010

Erindi: Að segja þér upp störfum sem þingmaður.

Ég hef fylgst náið með störfum þingsins eftir bankahrunið 2008 og lesið marga kafla Rannsóknarskýrslunnar ýtarlega. Af þessu og annarri upplýsingaöflun í gegnum fréttir og borgarafundi, bæði hér og á Akureyri, hef ég sett mig ýtarlega inn í aðdraganda og ástæður hrunsins svo og störf þín á Alþingi.

Af því öllu saman og svo því hvernig þú varðir atkvæði þínu sl. þriðjudag sé ég ekki annan kost en að segja þér upp umboði mínu. Ástæðan er ekki síst sú að þegar þú stóðst frammi fyrir alvöru tækifæri til að lýsa þig reiðubúin/-inn til að styðja við það að hér fari fram alvöru uppgjör, þegar til stóð að kalla fjóra ráðherra úr fyrrverandi ríkisstjórn til ábyrgðar, þá misnotaðir þú atkvæðisrétt þinn til að gegna þínum eigin hagsmunum og/eða flokksins þíns.

Með því sýndir þú svart á hvítu að þér er ekki treystandi til að gegna því ábyrgðarmikla starfi að vera þingmaður sem vinnur að velferð lands og þjóðar. Þú lokaðir augunum fyrir því upplausnarástandi sem ríkir í samfélaginu og útilokaðir þær sterku raddir sem krefjast uppgjörs og nýrra starfshátta sem munu leiða til siðvæðingar bæði innan þings og utan.

Þingmaður sem býr ekki yfir sterkari siðferðiskennd en svo að hann misnotar atkvæði sitt á ofangreindan hátt og skellir skollaeyrum við því að ráðherrar jafnt og aðrir verða að axla ábyrgðina á störfum sínum býr varla yfir ábyrgðarkennd sjálfur. Ég skora þess vegna á þig að víkja þegar af þingi sem þú hefur vanhelgað með æruleysinu sem þú hefur nú orðið ber af.

 


mbl.is „Fólk bíður eftir nýju afli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég líka

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.10.2010 kl. 01:26

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég hef fengið svör frá þremur ofangreindra. Af svörum þeirra að dæma kannast þau annaðhvort ekki við ástæðurnar sem ég nefni eða það að ég hafi nokkuð um það að segja hvort þau sitji á Alþingi eða ekki.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.10.2010 kl. 15:28

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

I have come to the conclusion that politics are too serious a matter to be left to the politicians.

Charles De Gaulle (1890 - 1970)

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 2.10.2010 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband