Í þágu banka og núverandi kvótahafa?

Þetta er afar óljós frétt um afar mikilvægt mál því eins og almenningur hlýtur að gera sér grein fyrir þá veltur áframhaldandi sjálfstæði okkar Íslendinga á eignarréttinum yfir náttúruauðlindunum. Ef  Alþingi Íslendinga situr aðgerðarlaust hjá á meðan sveitarfélögin ráðstafa orkuauðlindunum undir erlenda auðhringi og ef þeir dansa eftir hugmyndum Landssambands íslenskra útgerðarmanna um ráðstöfunarréttinn á fiskinum í sjónum þá verður ekki lengur neinum blöðum um það að fletta að íslensk stjórnvöld hafa gert sig sek um landráð!

LÍÚ vill tryggja óbreytt ástand í sjávarútveginum og gangi það eftir þá er baráttan um fiskveiðilögsöguna hér á árum áður farin fyrir lítið. Núverandi ástand er í raun talnaleikur exelskjalafræðinga til að tryggja fámennum fjármagnseigendahópi hámarksgróða út úr sjávarútveginum. Hagur almennings, sem ætti svo sannarlega að njóta góðs af því að búa við svo gjöful hafsvæði, er algerlega hlunnfarinn. Verði farið eftir hugmyndum LÍÚ er heldur ekkert sem tryggir það að núverandi kvótahafar selji ekki hlutinn sinn úr landi.

Það er ekki lengur þjóðarbúið sem nýtur góðs af gjöfulum fiskimiðum heldur fjármálastofnanir og útsmognar kvótaklíkur. Í reynd er kerfið sem þeir halda uppi svo rotið að það er ekki hægt að kalla það annað en rakna heimsku að vilja halda því við. Nema að við gerum ráð fyrir því að allir þeir sem vilja viðhalda því hafi beinan hag að því að arðræna þjóðarbúið og almenning um leið. Ég verð reyndar að taka það fram að það finnst mér persónulega vera hámark heimskunnar! Hver sem stuðlar að því að grafa undan samfélagslegum hagsmunum grefur nefnilega undan sjálfum sér um leið! 

En erindi mitt með því að blogga við þessa frétt er að vekja athygli á viðtali við Finnboga Vikar Guðmundsson sem sat í sáttanefnd um sjávarútveginn. Sú nefnd skilaði niðurstöðu sem hefur verið kennd við samningaleiðina nú í september. Finnbogi skilaði hins vegar séráliti sem varð tilefni viðtalsins sem ég birti hér að neðan.

Það skal tekið fram að viðtalið var tekið upp í tveimur hlutum. Í fyrri hlutanum segir Finnbogi Vikar frá niðurstöðu sáttanefndarinnar og tilboðsleiðinni sem mál líka kynna sér hér

Í seinni hlutanum fjallar Finnbogi hins vegar um það hvaða þýðingu það muni hafa fyrir sjávarútveginn ef samningaleiðin verður að lögum, hvers vegna sjávarútvegurinn er svona skuldugur og hver hafi hag af því að viðhalda jafnóréttlátu kerfi í sjávarútveginum og samningaleiðin mælir með.


mbl.is Frumvarpið liggi fyrir á haustþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæl Rakel.Það er ótrúðlegt hvað þér tekst að koma fram á dagsljósið.Sérver pistill þinn hittir í mark.Raunveruleikinn er víða geymdur,en einhvern veginn tekst þér að draga hann upp úr skúffunum.Hafðu þökk fyrir.

Ingvi Rúnar Einarsson, 25.9.2010 kl. 18:11

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Finnbogi Vikar stóð sig alveg framúrskarandi í sáttanefndinni svokölluðu og kemur virklega vel út í þessu viðtali. Spurningarnar sem hann fær hafa væntanlega eitthvað að segja í því sambandi. Það má því tala um að þetta sé dæmi um hvernig gott samstarf kvikmyndatökumanns, spyrils og viðmælanda getur komið út 

Mér þykir reyndar virkilega vænt um að þú skulir þakka mér fyrir minn þátt í þessu viðtali og sendi þér kærar þakkir fyrir það.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.9.2010 kl. 19:31

3 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæl aftur.Rök Finnboga Vikar eru mjög góð,og hann talsvert til síns mál.Mér þykir að álit nefndarinnar vægast sagt illa í grunduð.Frumvarpið er engan veginn tilbúið.

Ég hef alltaf verið þeirra skoðunnar að uppsjávarfiskur eigi að vera undir öðrum formerkjum,en annar fiskur.Þá á ég við að tegundafærsla verði ekki á milli uppsjávarfisk og botnfiskur.Þar að leiðandi öðruvísi samið um kvótaúthlutun.

Í sumar gaf sjávarútvegsmálaráðherra út frjálsar veiðar á rækju.Þá kom í ljós líkt dæmi og Finnbogi vek að,að menn höfðu nýlega keypt rækjukvóta fyrir stórar upphæðir og fengið lán,ekki hjá bönkunum,heldur byggðastofnun.Þannig stofnannir,sem voru settar á til að viðhalda byggð á landinu,voru komin á kaf í kvótabrask.

En og aftur gott viðtal.

Ingvi Rúnar Einarsson, 26.9.2010 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband