„Við verðum að vera breytingin sem við viljum ná fram“

Margrét TryggvadóttirMig langar til að vekja athygli á viðtali við Margréti Tryggvadóttur inni á Svipunni. Sjá hér.

Í viðtalinu rekur Margrét ástæður þess að hún tók sæti á lista Borgarahreyfingarinnar í síðustu alþingiskosningum. Hún segir frá þeim mikla meðbyr sem þau nutu fyrstu vikurnar eftir kosningar og hvaða áhrif klofningurinn hafði á hann.

Margrét dregur líka fram nokkur þeirra atriða sem Hreyfingin hefur náð fram og að lokum undirstrikar hún hvaða málefni er brýnast að vinna að fyrir þjóðina á þessum tímum.

Í viðtalinu er Margrét „sjálfri sér lík. Heiðarleg, hlý og með svo sanna lýðræðislega og heilbrigða sýn á þjóðfélagið okkar.“ (Guðbjörn Jónsson í athugasemdakerfinu við viðtalið).

Ég læt nægja að vitna í lok viðtalsins þessu til áréttingar:

Til að breyta því sem hrjáir íslenskt samfélag nú þarf fyrst og fremst hugafarsbreytingu. Almenningur þarf að átta sig á því hvað hann sættir sig við og hvernig þjóðfélagi hann vill búa í, segir Margrét. Hver og einn þarf að gera það upp við sig hvort hann ætlar bara að vera farþegi í þessu þjóðfélagi eða taka til sinna ráða og leggja þeim breytingum lið sem eru nauðsynlegar.

Sem borgarar höfum við réttindi en líka ákveðnar skyldur. Okkur ber að standa vörð um lýðræðið og samfélagið. Mörg okkar sváfu á verðinum og því þarf að taka til hendinni nú, bætir hún við.

Að áliti Margrétar Tryggvadóttur eru það einkum þrjú málefni sem er brýnast að vinna að í dag. Í fyrsta lagi er það leiðrétting á skuldum heimilanna, þá lýðræðisumbæturnar og svo auðlindamálin sem eru einmitt í brennidepli núna. Það er mikilvægt að fólk gefi sért tíma til að setja sig inn í þessi mál og taki afstöðu.

Það er nefnilega ekkert eins hættulegt og það að þjóðin fljóti sofandi að feigðarósi. Það er það sem við gerðum fyrir hrun þannig að við höfum einfaldlega ekki efni á að halda slíku áfram, segir Margrét að lokum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Margrét þessi var nú ekki beinlínis heiðarleg og hlý þegar hún var að slúðra með að Þráinn Bertelsson væri með alzheimer, - eða var hún bara sjálfri sér lík við það tækifæri?

Jóhannes Ragnarsson, 31.7.2010 kl. 17:14

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er svo undarlegt með suma að þeir virðast endalaust geta velt sér upp úr meinleysislegum smámunum. Þeir geta m.a.s. verið svo uppteknir af slíku að þeir missa gersamlega af heildarmyndinni.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 31.7.2010 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband