Misjafnt hafast menn að!
6.7.2010 | 23:34
Ef allt væri með eðlilegu móti í samfélaginu væri það sennilega bara krúttlegt að fjármálaráðherra landsins heimsækti íbúanna á Hrafnistu og rifjaði upp gamla íþróttafréttamannstakta. Í ljósi þess alvarlega ástands sem nú er uppi í sambandi við gengistryggðu lánin og annað er varðar efnahagslíf landsins er það hins vegar grátbroslegt að í stað þess að takast á við þann vanda sem við blasir skuli Steingrímur J. Sigfússon ráðast í slík gæluverkefni.
Aðgerðar- og ráðaleysi ríkisstjórnarinnar er svo algert að marga setur hljóða en það á alls ekki við um alla. Tvo síðastliðna daga hefur fólk komið saman fyrir utan Seðlabankann og virkilega látið vita af sér. Hér fyrir neðan eru myndir frá því á mánudaginn úr myndasafni Andresar Zorans Ivanovics sem sýnir hina fjölbreyttu mannflóru sem safnaðist saman við anddyri Seðlabankans sl. mánudag:
Við komum líka saman þar í dag og ætlum að halda áfram á morgun! (Sjá hér) Sumir vilja meina að mótmælin í dag hafi ekki verið eins kraftmikil og í gær. Það er kannski ekki að marka aðkomumanneskju eins og mig en ég verð samt að segja að þó þeir sem mættu í dag væru heldur færri en í gær var krafturinn síst minni eins og myndir Andresar Zorans Ivanovics frá hádegismótmælunum í dag ættu að sýna:
Við sem mótmælum viljum auðvitað ekkert frekar en að ráðherrar ríkisstjórnarinnar, að ekki sé talað um fjármálaráðherrann! sinntu þeim hlutverkum sem kveðið er á um í langslögum að séu þeirra. þ.e. að þeir verðu hagsmuni almennra borgara landsins fyrir ósvífnum græðgisráðum alheimsfjármálaelítunnar.
En á meðan fjármálaráðherrann telur það meira áríðandi að afla sér vinsælda, með því að spá í spilin hvað varðar úrslit leikja á HM fyrir íbúa Hrafnistu, getum við ekki annað en reynt það sem í okkar valdi stendur til að verja hag okkar. Afkoma okkar stefnir nefnilega í óefni fyrir það að ríkisstjórnin lætur það óátalið að fjármálaöflin hafa skipað sér yfir dómsvaldið í landinu og ákveðið að íslenskum almenningi beri að borga fyrir grægðisóreiðuna sem hefur fengið að vaða hér uppi.
M.ö.o. þá er núverandi ríkisstjórn að gefa grænt ljós á það að græðgisöflin fái að vaða hér uppi óáreitt með fullar veiðiheimildir í ráðstöfunartekjum heimilanna í landinu! Getur þú unað við slíkt?! Ekki ég! og þess vegna tel ég einum klukkutíma á dag vel varið til að láta í mér heyra hvað það varðar!
Hvað með þig? Getur þú séð af einum klukkutíma og mætt við Seðlabankann á milli kl. 12:00 og 13:00? Ef svo er þá sjáumst við í hádeginu á morgun (miðvikudaginn 7. júlí) og kannski næstu daga líka. Ekki gleyma að taka með þér hávaðatól!
Steingrímur á HM-fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.